Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 54
54 Menning Helgarblað 6.–9. desember 2013 E iríkur Guðmundsson rithöf- undur var tilnefndur til Ís- lensku bókmenntaverð- launanna á dögunum fyrir skáldsöguna 1983. Sú bók ger- ist í Bolungarvík, heimabæ Eiríks í æsku, og byrjar á því að sögupersón- an hefur snúið aftur í þorpið fyrir vestan og rifjar upp minningar sín- ar. Bókin hefst svona: „Ég er kominn hingað með segulbandstækið mitt, það er gamalt, fylgdi mér út í lífið. Ég ætla að taka upp nið hafsins, eins og hann var, eins og hann er, öldurótið, þögn fjallanna, hljóðið sem heyrist þegar blóm springa út á gömlu leiði.“ DV bað Eirík um að segja lesend- um blaðsins frá götunum í lífi sínu og auðvitað er byrjað í Bolungarvík. Hafnargata í Bolungarvík. „Þar ólst ég upp, þótt ég hafi aldrei átt heima þar, í eiginlegum skilningi. En ég átti samt heima þar. Það var á sín- um tíma lengsta gata í heimi, skartaði bæði kaupfélagi, Bjarnabúð, frysti- húsi, verbúðum, vélsmiðju, hóteli, og þá er aðeins fátt upp talið, því þarna var líka hafið. Við þessa götu var ekki bara lífið sjálft heldur líka marg faldur dauðinn í húsi sem nú er búið að gera afar fallega upp, alveg niðri við höfnina, komið þar dýrindis hótel og veitingastaður. Við götuna bjó gamalt fólk í litlum húsum, margir fóðruðu hrafna. Þar mætti maður daglega gömlum sjómönnum á göngu, þeir voru með kaskeiti og fljótandi augu. Líklega er Hafnargatan mín gata ekki síst vegna þess að í húsi við þá götu átti ég mína sælustu daga sem barn, það var ekki stórt hús, en um veru mína þar gæti ég sagt eins og Kristján Fjallaskáld forðum; „Aldrei siklingur neinn hefir sinni í höll lifað sælli né fegurri stund“.“ Snekkjuvogur í Reykjavík „Þar var fyrsta aðsetur mitt í Reykja- vík, hjá bróður mínum. Húsið til- heyrði reyndar Langholtsvegi en stendur við Snekkjuvog. Það er ekki löng gata, en ég stúderaði hana mjög á sínum tíma, hún var eiginlega óhjá- kvæmilegt rannsóknarefni því hún lá að skólanum. Mér fannst hún þægi- lega afvikin, og hafði gaman af að horfa inn um gluggana á húsunum. Á efri hæð hússins þar sem ég bjó bjuggu stelpur sem buðu mér í bíltúr fyrsta kvöldið mitt í borginni, það var fallega gert. Ég hafði eiginlega meira gaman af Snekkjuvoginum en Gnoðarvoginum, þar sem ég bjó síðar, og nokkuð lengi, við hliðina á frægri skáldkonu sem allir unglings- piltar elskuðu. Ég fékk stundum að ýta bílnum hennar í snjókomu en gaf henni aldrei start.“ Hraðlestin: Laugarnesvegur – Fálkagata „Við Laugarnesveg var ég um tíma, en tengdi ekki sérstaklega við veginn, sem götu, þótt ég kynni vel við hverf- ið. Við veginn var snyrtistofan Para- dís, ég bjó beint fyrir ofan hana, svo þetta var dálítið magnað, og það var gott að vera nálægt sjónum. Þá bjó ég til þá kenningu að ef maður ætl- aði sér að búa í Reykjavík ætti mað- ur að búa norðan Miklubrautar, eða Hringbrautar, út af Esjunni, og birt- unni, sem væri öðruvísi eða æsi- legri en sunnanmegin í borginni, svo líklega hef ég bara kunnað vel við mig þarna. Nú lifi ég ekki leng- ur eftir þeirri kenningu því ég held mig í Vesturbænum, sunnan Hring- brautar, og fer helst ekkert út fyr- ir hann. Þar eru göturnar í lífi mínu þegar orðnar nokkrar, þótt ég geti ekki sagt að ég hafi beinlínis taugar til neinnar þeirra, helst að mér þyki vænt um stígana sem liggja hérna á milli húsanna, ég er mest á þeim, en veit ekki alveg hvert þeir liggja. Hjarðarhaginn er hér auðvitað nokkurs konar Avenida Liberdade, og þeir eru haganlega dregnir búlu- varðarnir sem liggja frá Hagatorginu. Maður er mikið þar. En kannski ætti ég bara að eiga lögheimili við hina mjög svo umdeildu Hofsvallagötu því þar er sundlaugin. Allar götur sem liggja að henni eru göturnar í lífi mínu, þeirra á meðal er Óshlíðin, þótt hún sé aðeins lengra í burtu og raunar búið að loka henni.“ n Göturnar sem liggja að Hofsvallagötu eru göturnar í lífi Eiríks Guðmundssonar Ingi Freyr Vilhjálmsson Göturnar í lífi mínu „Ég fékk stundum að ýta bílnum hennar í snjókomu en gaf henni aldrei start. Taugar Eiríks Eiríkur Guðmundsson segist ekki bera sérstakar taugar til þeirra gatna sem hann hefur búið við í Vesturbænum en honum þykir vænt um stígana sem liggja á milli húsanna. Mynd SiGTRyGGuR aRi „Við þá götu átti ég mína sælustu daga“ „Við götuna bjó gamalt fólk í litlum húsum, margir fóðruðu hrafna Brand í Hörpu Sex mánaða uppistandsferðalagi grínistans Russell Brand lýkur í Hörpu á mánudag og þriðjudag. Uppistandssýningin eða gjörn- ingurinn heitir Messiah Comp- lex. Russel Brand hyggst ræða trúarbrögð og hetjur mannkyns- sögunnar og beina athyglinni einkum og sér í lagi að byltingar- leiðtoganum Che Guevara, mann- réttindafrömuðinum Gandhi og baráttumanninum Malcolm X, sem lét sig réttindi blökkumanna miklu varða, og svo auðvitað Jesú Krist sjálfan. Brand er þekktur fyrir beitta gagnrýni og óvenju- lega heimssýn. Hann komst ný- verið í fréttirnar þegar hann hélt langa ræðu um galla hefðbund- inna stjórnmálakerfa hjá sjálfum Jeremy Paxman. Brand mun troð- fylla Eldborgarsal, en uppselt er á báðar sýningarnar. Kjarval í Lands- bankanum Listfræðingurinn Aðalsteinn Ing- ólfsson ætlar að ræða við gesti í Listasafni Reykjavíkur um þau verk eftir Jóhannes S. Kjarval, einn ástsælasta myndlistarmann þjóðarinnar, sem eru í eigu Lands- bankans. Tilefni umræðnanna er sýningin Mynd af heild II: Kjarval bankanna. Íslensku bankarnir hafa í gegnum tíðina keypt mikinn fjölda íslenskra listaverka og eiga stór söfn verka Kjarvals. Á sýn- ingunni gefst í fyrsta sinn tækifæri til á að sjá öll verkin á einum stað. Gestaspjallið hefst klukkan 15.00 laugardaginn 7. desember á Kjar- valsstöðum. Þetta kemur fram í til- kynningu frá listasafninu. Bókmennta- kynning MFÍK Vigdís Gríms, Amal Tamimi, Sig- ríður Kristín Þorgrímsdóttir og Ragnar Stefánsson eru meðal rit- höfunda sem lesa upp úr verkum sínum á árlegri bókmenntakynn- ingu Menningar- og friðarsam- takanna MFÍK sem fram fer í MÍR á laugardag. Húsið verður opnað klukkan 13.30 og boðið verður upp á glæsilegt kaffihlaðborð en ágóði af því rennur til útgáfu bók- ar um sögu samtakanna en þau eru elsta friðarhreyfing á Íslandi sem enn er starfandi. Markmið samtakanna er að sameina allar konur án tillits til trúar eða stjórnmálaskoð- ana til baráttu fyrir alheimsfriði og afvopnun, og efla samvinnu kvenna í þágu friðar, mann- réttinda og menningar. Auk ofantalinna höfunda koma fram Berglind Gunnars- dóttir, Sigrún Helgadóttir og Guðný Hallgrímsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.