Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 64
Helgarblað 6.–9. desember 2013
138. tölublað 103. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is
Loki þarf
líka að
djamma!
„Slifsislaus
slúbbert“
n Uppáhaldsbloggari höfunda
staksteina í Morgunblaðinu, Hall-
dór Jónsson, segir á bloggi sínu:
„Slifsislausir slúbbertar voru
niðurlæging fyrir land og þjóð á
hátíðinni með Danadrottningu.“
Hann segir „niðuráviðsnobberí“
íslenskra vinstrimanna hafa far-
ið í taugarnar á honum í rúm-
lega hálfa öld. „Að sjá grínarann
hvað sem hann hét og svo Einar
Kárason mæta eins og slátrara
um hálsinn til fara fyrir framan
prúðbúið sívílisérað fólk og lesa
upp á íslensku var sveitó, púkó og
ömurlegt,“ segir
Halldór. Að lok-
um spyr hann
hvað fólki
hefði fundist
ef Danadrottn-
ing hefði mætt í
gallabuxum.
Losar sig við
leiðindi
n Reykjavíkurborg kynnti á
dögunum ellefta jólavætti borg-
arinnar og tók Jón Gnarr borgar-
stjóri vel á móti henni. Vættur-
in nefnist Leiðindaskjóða og er
dóttir Grýlu og Bola, en þau tvö
voru gift áður en Grýla tók saman
við Leppalúða. Leiðindaskjóða
ber nafn með rentu og ber með
sér gríðarstóra skjóðu sem hún
safnar í leiðindum, veseni
og amstri sem safnast
upp á meðal lands-
manna, tekur með
sér upp til fjalla og
eyðir á viðeigandi
hátt; ákvað borgar-
stjóri að nýta tæki-
færið og los-
aði sig við
sín helstu
leiðindi.
„Hildur þarf
að djamma!“
n „Maður fær hann ókeypis ef
maður segir rosalega ljóta hluti
um hann á netinu!“ segir Hildur
Lilliendahl um nýjustu plötu
Baggalúts, Mamma þarf að
djamma. Miklar og heitar um-
ræður um samnefnt lag hafa
verið á Facebook-síðu Hildar,
þegar hún sagði að texti lagsins
færi „í taugarnar á mér á fjölda-
mörgum levelum.“
Nefndi Hildur að hún hugsaði
til ungmenna sem þyrftu að búa
við sama raunveruleika og sungið
er um í laginu.
Baggalútsmenn snéru þó vörn
í sókn við þessa gagnrýni og gáfu
Hildi plötuna og gerðu svo gott
betur með því að birta mynd af
Hildi með plötuna í höndunum
og létu fylgja: „Hildur þarf að
djamma!“.
Villidýrið á meðal vetrardekkjanna.
Skútuvogi 8 / Sími 567 6700 / vakahf@vakahf.is / vakahf.is
Vetradekk, fyrir íslenskar aðstæður,
á felgum tilbúin undir bílin á frábæru
tilboðsverði. Sendum út um allt land.
Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Smurþjónusta
„Það er gleði að geta gefið“
Grunnskólanemendur söfnuðu hundrað og fjörutíu þúsund krónum fyrir UNICEF
Þ
að skiptir öllu máli í samfélagi
samfélaganna að nemendur
finni til áhrifa sinna og finni til
ábyrgðar sinnar gagnvart ná-
unganum. Þetta snýst um kærleika
og að þeir sem eiga mikið geta gef-
ið mikið. Það er hægt að fá svo mikið
fyrir lítið þegar mikið liggur við. Það er
gleði að geta gefið,“ segir Sveinbjörn
Markús Njálsson, skólastjóri Álftanes-
skóla. Grunnskólanemendur í skól-
anum söfnuðu á dögunum rúmlega
hundrað og fjörutíu þúsund krón-
um til styrktar UNICEF. Sveinbjörn
segir verkefnið hafa komið til vegna
fellibyljarins á Filippseyjum sem og
sérstaks átaks sem heitir Kærleikarnir.
„Menn eru með íþróttaleika, við erum
með kærleika,“ segir hann.
Sveinbjörn segir að einn hluti verk-
efnisins sé að í stað þess að börnin gefi
hvert öðru gjafir á litlu jólunum leggi
þau heldur pening í púkk og gefi til
hjálparstarfs. „Hundrað og fjörutíu
þúsund skipta þetta hjálpar starf miklu
máli. Þó svo að einn iPhone sem þau
eru með í vasanum kosti hundrað og
tíu þúsund, þá skipta hundrað og tíu
þúsund miklu máli fyrir börn í hörm-
ungum á þessu svæði miklu máli.
Við vorum að reyna að setja þetta
í þetta samband, að við gætum nú
séð af þrjú hundruð krónum, Twix-
súkkulaði eða álíka,“ segir Sveinbjörn.
Hann segir að nemendurnir hafi ver-
ið vel meðvitaðir um það hvað hægt
væri að fá fyrir peninginn. Nemenda-
ráð skólans ákvað að hvetja alla nem-
endur skólans til að gefa fé til styrkt-
ar börnum á Filippseyjum. Mæltu
nemendurnir með því að hver og einn
gæfi þrjú hundruð krónur, sumir gáfu
minna, sumir meira. Engir nemend-
ur gáfu þó meira en Sara Freysdótt-
ir og Þórunn Birna Úlfarsdóttir. Þær
gáfu afrakstur af tombólum sem þær
stöllur stóðu fyrir og afhentu UNICEF
rúmlega þrjátíu þúsund krónur. n
hjalmar@dv.is
Kærleiksríkir nemendur Stjórn nemenda-
félagsins afhenti Stefáni Inga Stefánssyni,
framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, afrakstur
kærleiksverkefnis nemenda Álftanesskóla.