Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 14
Vikublað 10.–12. desember 201314 Fréttir
É
g er bara ógeðslega reið,“ segir
Amal Tamimi, framkvæmda-
stýra Jafnréttishúss, en texta-
brot úr nýútgefinni ævisögu
hennar hafa að undanförnu
verið birt á haturssíðunni Mót-
mælum mosku á Íslandi. Amal seg-
ir textabrotin tekin úr samhengi og
sett fram í þeim tilgangi að koma
höggi á bróður hennar, Salmann
Tamimi, forstöðumanns Félags
múslima. Þá sé þetta ekki síður gert
til þess að ala á fordómum gagnvart
múslimum sem virðist vera megin-
markmið síðuhaldara.
„Þetta er sama fólk og sagði mig
vera hryðjuverkamann þegar ég
bauð mig fram fyrir Samfylkinguna
og núna eru þau að stilla mér upp
eins og einhverju fórnarlambi bara
til þess að koma höggi á bróður
minn,“ segir Amal. Hún greinir frá
því í bókinni sem ber heitið Von,
að hún og bróðir hennar Salmann
talist ekki við vegna fjölskyldu-
deilna sem eigi rætur sínar að rekja
til þess þegar hún ákvað að giftast
íslenskum manni. Í bókinni seg-
ist Amal geta skilið afstöðu bróður
síns en síðuhaldarar haturssíðunn-
ar virðast líta á þessar fjölskyldu-
deilur sem sönnun þess hversu
miklir kúgarar múslimar séu.
Vill fá frið
„Svona nokkuð getur komið upp í
öllum fjölskyldum,“ segir Amal og
bætir því við að hún vilji fá að vera
í friði frá hatursfullu fólki. „Ég kæri
mig ekki um að bæta fleiri vanda-
málum í tilveru mína,“ segir hún.
Amal hefur sent frá sér skilaboð á
Facebook þar sem hún biður síðu-
haldara um að gera sér ekki mat úr
deilum þeirra systkina ella muni
hún kæra þá. Þá segist Amal ekki
vilja sjá nafnið sitt á síðunni sem
hefur vakið talsverða athygli fyrir
þann hatursfulla áróður sem þar er
rekinn gegn múslimum. Um 3.500
manns eru meðlimir í Mótmælum
mosku á Íslandi.
„Farðu heim Amal við viljum
ekki þína líka á okkar landi,“ seg-
ir í einni athugasemd við færslu
síðuhaldara þar sem fjallað er um
fjölskyldudeiluna. Þá segir annar:
„burtu með þetta pakk .storhættu-
legir .á allan hátt.“ Amal segist ekki
hafa kært málið en það muni hún
gera haldi síðuhaldarar áróðri sín-
um áfram. „Í viðtalinu sem þeir eru
alltaf að vitna í er ég að reyna að
skýra mögulegt sjónarhorn bróð-
ur míns á þetta mál. Þetta gerð-
ist, þetta er búið og við tölumst
ekki við í dag, en það er fáránlegt
af þeim að vera að kjamsa á þessu,
einhverju sem getur gerst í öllum
fjölskyldum.“
Býst við frekari árásum
Amal segir ýmislegt ljótt hafa verið
ritað um hana á síðunni en hingað
til hafi hún ekki svarað slíku. „Mér
fannst ekki taka því enda virð-
ist þetta vera mjög fáfrótt fólk sem
veit lítið um íslam eða múslima en
þegar þeir eru farnir að misnota
ævisögu mína til þess að auka við
hatur á múslimum þá er mér nóg
boðið.“ Hún segist alltaf vera til í
samræður sem byggja á raunveru-
legum upplýsingum en mikið af því
sem fram komi á haturssíðunni sé
hreinlega bull.
Amal nefnir dæmi af mynd af
konu sem hefur verið lamin og það
notað sem rök fyrir því hversu of-
beldisfullir og kúgandi múslimar
séu almennt. „Það er sko kvenna-
athvarf á Íslandi fyrir konur sem
hafa verið lamdar og það oftar
en ekki af íslenskum karlmönn-
um. Þetta er svo ruglað að það
nær engri átt.“ Hún tekur fram að
kannski hefði hún ekki átt að tjá sig
neitt um málið en þarna hafi henni
einfaldlega blöskrað. „En nú má
ég eflaust búast við því að verða
fyrir ennþá frekari árásum. Ætli ég
fái ekki bara næst svínshaus fyrir
framan húsið mitt?“
Óttast valdatöku múslima
Fordómar gagnvart múslimum
virðast vera að aukast á Íslandi
en það vakti óhug margra nýlega
þegar svínshausum var dreift á
moskulóð í Sogamýrinni. Amal
segist hafa orðið vör við þessa
þróun sem sé frekar óhugnanleg.
Mikið af hatursfullri umræðu um
múslima fer fram á vefsvæði Mót-
mælum mosku á Íslandi en á síð-
unni segir meðal annars: „Það
er öryggismál, að ekki verði leyfð
bygging mosku á Íslandi, þar sem
undirbúningur hryðjuverka virðist
oft eiga upptök sín innan veggja
moskunnar.“
Skúli Skúlason er einn þeirra
sem hefur talað í nafni síðu-
haldara, en hann sagði í samtali
við Pressuna í janúar í fyrra að
moska sem fyrirhugað er að byggja
í Sogamýri yrði eins konar stjórn-
stöð múslima á Íslandi en þar
myndu þeir plotta öll sín launráð.
„Við verðum að horfa til Norður-
landanna og sjá hvernig ástandið
er þar. Um leið og múslimarnir eru
komnir með mosku þá er eins og
klukka fari í gang. Hún tifar þar til
þeir verða að yfirstétt og við sjálf
verðum undirstétt. Þetta er það
sem þeir ætla að gera hér eins og
annars staðar.“ n
„Farðu heim“
n Ævisaga Amal misnotuð á haturssíðu n „Ógeðslega reið“
Nóg boðið Amal Tamimi
hefur hingað til sleppt því að
bregðast við hatursfullum
árásum á sig og sína en segir
að nú sé henni nóg boðið.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Þegar þeir eru
farnir að misnota
ævisögu mína til þess að
auka við hatur á múslim-
um þá er mér nóg boðið.
„Ætli ég
fái ekki
bara næst svíns-
haus fyrir framan
húsið mitt?
Árásir á Salmann Salmann Tamimi er bróðir Amal en myndum af honum hefur undan-
farið verið dreift á síðunni með textabrotum úr ævisögu Amal til þess að koma höggi á hann.
Tvö útköll
á einum
klukkutíma
Brunar í Breiðholtinu
Það var lán í óláni að allt tiltækt
lið slökkviliðsins á höfuðborgar-
svæðinu var í Breiðholti aðfaranótt
mánudags. Eldsvoðar komu upp
á tveimur stöðum, annars vegar í
versluninni Mini Market rétt fyrir
klukkan fjögur að
morgni mánudags
og svo klukku-
stund síðar í íbúð í
Írabakka.
Í versluninni
Mini Market er all-
ur lager verslunar-
innar ónýtur, sem
og búðin. Eigandi verslunarinnar
greindi frá því á mánudag að þetta
kæmi honum sérstaklega illa, enda
væri desembermánuður annasam-
asti tími búðarinnar. Hann kvaðst
vera tryggður, en taldi að lagerinn
væri líklega vantryggður, enda átti
næsta tryggingamat ekki að fara
fram fyrr en í janúar. Ólíklegt verð-
ur að teljast að búðin verði opnuð
aftur fyrr en á nýju ári.
Þegar útkallið barst um bruna
í Írabakka var slökkviliðið því fljótt
á vettvang og hafði að mestu lok-
ið starfi sínu við Mini Market í
Drafnarfelli. Fjórir voru fluttir á
slysadeild eftir brunann í Írabakka.
Þar á meðal voru mæðgur sem
búa í íbúðinni sem brann. Móðir-
in er á gjörgæslu, en hún er bæði
með reykeitrun og brunasár. Dótt-
ir konunnar var flutt á barnadeild
undir kvöld á mánudag. Stúlkan,
sem er 14 ára, dró móður sína út úr
brennandi íbúðinni, en áður hafði
nágranni reynt að koma þeim til
aðstoðar. Hann þurfti frá að hörfa
þar sem eldurinn í íbúðinni var
svo mikill sem og reykurinn. Hann
reyndi þá að komast að þeim um
svalir íbúðarinnar en þá höfðu þær
fundið leið út úr íbúðinni.
Aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu
höfðust við í strætisvögnum á
meðan slökkvilið var á störfum.
Stakk mann
ítrekað
Aðalmeðferð í máli erlends
karlmanns sem ákærður er
fyrir tilraun til manndráps
hófst í Héraðsdómi
Reykjaness á mánudag. Sam-
kvæmt ákæru réðst maðurinn,
Rui Manuel Mendes Lopes, að
öðrum manni með hnífi og
stakk hann margsinnis í brjóst,
kvið og útlimi með þeim af-
leiðingum að hann hlaut alls
ellefu skurði. Árásin átti sér
stað aðfaranótt laugardagsins
13. júní 2009 að Auðbrekku í
Kópavogi.
Samkvæmt ákærunni hlaut
maðurinn tvo skurði hægra
megin á brjósti, fjóra hægra
megin á kviði, tvo á hægri
framhandlegg en þar náði sár-
ið í gegnum handlegginn, á
vinstri upphandlegg þar sem
sárið náði í gegnum tvíhöfða,
á vinstri holhönd, á hægra
læri aftan til þar sem vöðvi
og fell fóru í sundur að hluta
og á hægra hné. Einnig hlaut
þolandinn blæðingu á kvið-
vöðva og sár inn í vöðvann,
loft í vinstri nárabláæð, skaða
á slagæð í hægri úlnlið, auk
þess sem sin, sem stýrir hægri
þumalfingri, fór í sundur.
Fórnarlamb árásarinnar,
krefur Lopes um eina og hálfa
milljón króna í miskabætur.