Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 15
Vikublað 10.–12. desember 2013 Fréttir Viðskipti 15 AGS taldi leiðréttingar skulda lenda á ríkinu Benti á að fjármagnið úr þrotabúum væri ekki í hendi og að þeir fengju hjálp sem ekki þyrftu A lþjóða gjaldeyrissjóðurinn (AGS) varaði eindregið við því að skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar gætu lent á ríkissjóði. Þetta kom fram í skýrslunni sem sjóðurinn vann um stöðuna í efnahagsmálunum á Ís­ landi. Eitt af því sem sjóðurinn benti á var að slíkar skuldaniðurfellingar, byggðar á kosningaloforðum Fram­ sóknarflokksins, kæmu sér ekki endilega best fyrir þá verst settu í íslensku samfélagi og þá sem mest þyrftu á leiðréttingunum að halda. Sjóðurinn taldi slíkar skuldaleið­ réttingar geta haft slæm áhrif á stöðu ríkissjóðs. Líkt og fram hefur komið í fjöl­ miðlum þá hyggst ríkisstjórn Sjálf­ stæðisflokksins og Framsóknar­ flokksins sækja 80 milljarða króna til þrotabúa fallinna fjármálafyrir­ tækja sem síðan verða notaðir til skuldaleiðréttinga. 70 milljarðar munu svo eiga að fást með skattleysi séreignarsparnaðar og verður ríkis­ sjóður því af þeim skatttekjum. Ef svo fer að kröfuhafar bankanna leiti réttar síns gegn íslenska ríkinu á þeim grundvelli að skattlagningin sé lögbrot, meðal annars brot á eignar­ réttar­ og jafnræðisákvæðum stjórn­ arskrárinnar, gæti íslenska ríkið þurft að borga þrotabúum bankanna aftur með vöxtum, málskostnaði og hugs­ anlega skaðabótum. Þannig gæti 150 milljarða króna reikningurinn fyrir skuldaniðurfærslunum lent á ríkis­ sjóði, íslensku þjóðinni. Ólíkar túlkanir Í skýrslu AGS kemur fram ólíkur skilningur á því hver muni greiða fyrir skuldaniðurfellingarnar. AGS hafði aðrar hugmyndir um þetta at­ riði en ríkisstjórnin eins og kemur glögglega fram í henni. Þar segir að ríkisstjórnin hafi bent á að skulda­ niðurfærslan myndi ekki lenda á ríkis sjóði að neinu leyti en nú liggur hins vegar fyrir að 70 milljarðar hið minnsta muni lenda á ríkissjóði út af tillögunum og hugsanlega meira en 150 milljarðar króna. Ekki úrræði fyrir þá verst settu Orðrétt segir um skuldatillögurnar í skýrslu AGS: „Forsætisráðherrann mun sjá um að unnar verði tillögur um skuldalækkanir (sem verða til­ búnar í nóvember 2013) – sem munu að öllum líkindum fela í sér niður­ færslu á höfuðstólum húsnæðis­ lána. Starfsmenn AGS ítrekuðu að það væri lítið svigrúm í fjárlögum fyrir nýjar tillögur og að almennar skuldaniðurfellingar séu kostnaðar­ samar og muni hugsanlega ekki veita heimilunum sem mest þurfa á því að halda nægjanlegan stuðning. Stjórn­ völd eru hins vegar á þeirri skoðun að ekki sé um að ræða spurningu sem snertir fjárlögin þar sem skulda­ tillögurnar myndu að öllum líkind­ um verða fjármagnaðar með óvæntu fjármagni úr þrotabúum gömlu bankanna. Starfsfólk benti hins vegar á að slíkt óvænt fjármagn úr þrotabú­ unum sé ekki í hendi en ef það væri það væri auk þess betra að nota það til að lækka skuldir ríkissjóðs.“ Eitt af lykilatriðunum Fjármögnunin á kosningaloforðum ríkisstjórnarinnar var eitt af lykil­ atriðunum, og eitt helsta óvissumál­ ið, í skýrslu AGS. Minnst er á þessa fjármögnun alloft í skýrslunni og er meðal annars bent á að þessi fjár­ mögnun á skuldaniðurfellingunum sé eitt helsta vafaatriði fjárlaganna fyrir árið 2014 þar sem fjármögnun tillagnanna gæti lent á ríkissjóði. AGS benti því á að fjármögnunin á skuldaleiðréttingunum væri eitt helsta áhættuatriðið sem steðjaði að íslensku efnahagslífi. AGS hefur ekki ennþá tjáð sig um skoðanir sínar á skulda­ tillögunum ríkisstjórnarinnar. Það hafa Seðlabanki Íslands og alþjóð­ leg matsfyrirtæki heldur ekki gert. Spurningin er sú hvaða áhrif þess­ ar tillögur muni hafa á lánshæfis­ mat Íslands – ef einhver. Eins og er sýna afleiðingar tillagnanna sig einna best í skoðanakönnunum á fylgi stjórnmálaflokka þar sem fylgi Framsóknarflokksins jókst eftir kynningu þeirra. Þetta gæti þó breyst eftir því sem frá líður, til að mynda ef Seðlabanki Íslands og matsfyrirtækin telja afleiðingar þeirra vera neikvæðar og ef það reynist rétt á endanum að skatt­ greiðendur muni sjálfir þurfa að fjármagna tillögurnar í gegnum ríkissjóð. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Starfsfólk benti hins vegar á að slíkt óvænt fjármagn úr þrotabúunum sé ekki í hendi. AGS var gagnrýninn Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn var gagnrýninn á skuldatillögur ríkisstjórnar Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar í ágúst síðastliðinn og benti meðal annars á að þær gætu lent á ríkinu. Mynd SIGtryGGur ArI Sækja í skattaskjól bræðranna Arion banki fær 250 þúsunda króna málskostnað frá Bakkabræðrum fyrir Hæstarétti B ræðurnir Lýður og Ágúst Guð­ mundssynir þurfa að greiða Arion banka 250 þúsunda króna málskostnað eftir að Hæstiréttur dæmdi bankanum í vil í máli bræðranna gegn honum í síð­ ustu viku. Deilan snýst um skulda­ mál þar sem Arion banki reynir að innheimta meira en 22 milljarða króna kröfur á hendur eignarhalds­ félagi sem bræðurnir eiga í Hollandi, Bakkabraedur Holding B.V. Dómur Hæstaréttar í síðustu viku var staðfesting á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu bræðr­ anna um endurupptöku skulda­ málsins var hafnað. Bræðurnir höfð­ uðu það mál vegna þess að þeir töldu stefnuna í skuldamálinu hafa ver­ ið birta með ófullnægjandi hætti. Nánar tiltekið mótmæltu Bakka­ bræður því að stefnan í skuldamál­ inu hefði verið birt forsvarsmanni félagsins, Lýði Guðmundssyni, á heimili hans í London en ekki í Hollandi þar sem lögheimili félags­ ins er. Bæði héraðsdómur og Hæsti­ réttur komumst að þessari niður­ stöðu. Vegna þessa getur Arion banki nú haldið áfram að reyna að sækja kröfu sína á hendur Bakkabraedur Holding B.V. en bankinn hefur gert árangurslausar tilraunir til að setja félagið í þrot og reyna að fá eitthvað upp í kröfur sínar á hendur félaginu. Niðurstaðan í málinu fyrir Hæsta­ rétti er því lítið skref í áttina að því markmiði Arion banka að reyna að fá eitthvað upp í kröfur sínar í málinu. Bakkabræður notuðu félagið til að halda utan um eignarhluti sína í fyrirtækjum eins og Kaupþingi og Exista á Íslandi. Á árunum fyr­ ir hrunið 2008 fengu þeir milljarða króna greidda til félagsins í formi arðs, nánar tiltekið um níu milljarða króna. Kröfuhöfum félagsins, meðal annars Arion banka, hefur ekki tekist að sækja neina fjármuni til félagsins jafnvel þótt vitað sé að það hafi tekið við þessum arðgreiðslum. Málshöfð­ unin byggir þá á því að sannarlega ætti að vera eitthvað að sækja í bú Bakkabraedur Holding B.V. n ingi@dv.is Birt í Bretlandi Lýður Guðmundsson taldi stefnuna ekki hafa verið með réttum hætti í Bretlandi og vildi endurupptöku málsins. Áhættan í bankaskattinum Í kjölfarið á skuldaniðurfellingar­ tillögum ríkisstjórnarinnar er lík­ legt að ákveðin gerð af köldu stríði hefjist á meðal kröfuhafa föllnu bankanna og stjórnarinnar. Stór­ aukinn bankaskattur á þrotabúin í skuldaniðurfell­ ingartillögunum er ástæðan. Lítil sem engin sam­ skipti hafa verið á milli kröfuhaf­ anna og stjórnar­ innar og hafa þeir fyrrnefndu reynt að ná eyrum stjórnvalda um langt skeið en án árangurs. Leysa þarf úr því hvernig loka eigi uppgjöri á þrotabúum bank­ anna og heimila kröfuhöfum að taka eignir búanna úr landi í kjöl­ far nauðasamninganna. Kröfu­ hafarnir vita að þetta verður ekki klárað nema með aðkomu stjórn­ valda, ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands. Til að liðka til fyrir því að þetta uppgjör búanna geti fengið farsælan endi fyrir kröfuhafana luma þeir á trompi sem talar: Peningum. Komið hefur fram að kröfu­ hafarnir telji vígstöðu sína góða komi til þess að þeir leiti réttar síns út af bankaskattinum. Þeir gætu vísað í meint brot á lög­ um um gjaldþrotaskipti, þar sem ríkið í reynd lýsir kröfu í búin í formi skattlagningar löngu eftir að kröfulýsingarfrestur er liðinn, og þeir gætu vísað í eignarréttar­ ákvæði stjórnarskrárinnar og jafnvel að skattlagningin sé brot á jafnræðisreglu. Ljóst er að þeir munu íhuga að leita réttar síns og gera það ef til þess kemur. Á móti kemur að þeir gætu verið reiðubúnir að ganga til ein­ hvers konar samninga við ríkið um að gefa eftir tilteknar fjárhæð­ ir í íslenskum krónum til að upp­ gjör búanna geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. Sú röksemd – kaldir, peninga­ legir hagsmunir – gæti vegið upp á móti vilja þeirra til að standa í stappi um bankaskatt­ inn við ríkið fyrir dómstólum og þeir gætu einfald­ lega sagt: Tökum stærri hagsmuni fram yfir minni og gefum eftir svo við getum komið okkur frá Íslandi með fjármuni okkar. Slík eftirgjöf gæti falið í sér milljarða króna. Til þess að slíkt geti gerst þarf hins vegar að koma til þess að ís­ lenska ríkið setjist að samninga­ borðinu með kröfuhöfunum. Eft­ ir því sem DV kemst næst hefur þetta ekki gerst. Bankaskatturinn gæti hins vegar ýtt slíkri þróun af stað. Hvort slíkar samningavið­ ræður muni hefjast er hins vegar ómögulegt að segja þessa stund­ ina. Málið gæti farið í samkomu­ lagsfarveg eða endað í hörðu fyrir dómstólum. Ef fyrri lendingin verður ofan á mun ekki verða skorið úr um lagalegt réttmæti bankaskattsins fyrir dómstólnum en svo mun verða ef dómstóla­ leiðin verður farin. Fyrri leiðin gæti verið betri fyrir báða aðila því ef ríkið tapar málinu fyrir dóm­ stólum og bankaskatturinn verður dæmdur ólöglegur sitja Bjarni og Sigmundur Davíð í súpunni. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Pistill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.