Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Síða 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 10.–12. desember 2013 SpilltuStu ríki heimS n Ný skýrsla frá Transparency International n Sómalía, Norður-Kórea og Afganistan skrapa botninn n Ekkert Evrópuríki á listanum Sómalía Stig: 8 Íbúafjöldi: 10 milljónir Lífslíkur: 50 ár Þjóðarleiðtogi: Hassan Sheikh Mohamud n Sómalía nýtur þess vafasama heiðurs að vera spilltasta ríki heims ásamt Norður-Kóreu og Afganistan. Hálf- gert upplausnar- ástand hefur verið í Sómalíu um margra ára skeið og nánast algjör stjórnleysi ríkt. Spilling virðist vera óhjákvæmilegur fylgi- fiskur stjórnleysis og sú er raunin í Sómalíu. Ríkið hefur fengið mikla fjármuni í aðstoð frá erlendum ríkjum og opinberar eftirlits- stofnanir hafa gagnrýnt það að milljarðar króna sem áttu að fara í hjálparstarf á undanförnum árum hafi alls ekki skilað sér í hjálparstarf. Suður-Súdan Stig: 14 Íbúafjöldi: 8,3 milljónir Lífslíkur: 62 Þjóðarleiðtogi: Salva Kiir Mayardit n Þó svo að Suður- Súdan hafi aðeins fengið sjálfstæði árið 2011 virðist spilling loða við þetta nýjasta land heims samkvæmt upplýsingum Transparency International. Innviðir landsins eru enn í mótun og virðist spilling vera útbreitt vandamál, meðal annars af þeim sökum. Þannig geta landsmenn sem hafa nægt fé milli handanna mútað opinberum starfsmönnum til að fá betri þjónustu, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Í skýrslu Transparency um Suður-Súdan í mars kom fram að 66 prósent landsmanna hafi þurft að múta einhverjum til að fá betri þjónustu. Afganistan Stig: 8 Íbúafjöldi: 31 milljón Lífslíkur: 60 ár Þjóðarleiðtogi: Hamid Karzai n Spilling er útbreitt og vaxandi vanda- mál í afgönsku þjóðfélagi og er ríkið metið jafn spillt og Sómalía og Norður-Kórea. Stórt spillingarmál kom upp árið 2010 þegar upp komst að aðilar tengdir Hamid Karzai for- seta höfðu eytt ótrúlegum fjárhæðum í eigu Kabul Bank til að fjármagna lúxuslífsstíl sinn. Upphæðin sem um ræddi nam milljarði Bandaríkjadala, eða rúmum 100 milljörðum króna á núverandi gengi en þessir aðilar lán- uðu einnig vinum og vandamönnum sínum fé á laun. Aðeins tókst að endurheimta 180 milljónir dala, rúma 20 milljarða króna. Jemen Stig: 17 Íbúafjöldi: 24,8 milljónir Lífslíkur: 64 ár Þjóðarleiðtogi: Abd Rabbuh Mansur Hadi n Jemen er eitt fátækasta ríkið í Mið-Austurlöndum. Efnahagurinn er afar bágur og slig- andi 40 prósenta atvinnuleysi er viðvarandi. At- vinnuleysi á meðal ungs fólks er 70 prósent. Konur eiga afar erfitt uppdráttar í landinu. 0,7 prósent þingmanna eru konur og aðeins 7,6 prósent kvenna sækja sér framhalds- menntun. Heilsa þjóðarinnar er bág og 61 prósent barna í landinu þjáist af vannær- ingu, samkvæmt Alþjóðabankanum. Matar- skortur er eitt stærsta vandamálið sem Jemenar glíma við. Súdan Stig: 11 Íbúafjöldi: 31 milljón Lífslíkur: 62 Þjóðarleiðtogi: Omar al-Bashir n Súdanska ríkisstjórnin fer með öll völd yfir olíubirgðum landsins og hefur svokölluð einkavinavæðing loðað við landið um langt skeið. Opinberir starfsmenn eru gjarnan sagðir krefjast greiðslna undir borðið til að veita betri þjónustu. Þá er mikill skortur á gagnsæi í landinu og veikur löggjafi gerir það að verkum að opinberir starfs- menn og embættismenn komast gjarnan upp með spillingu í embætti. Árið 2012 settu yfirvöld á fót nefnd sem hefur það hlutverk að berjast gegn spillingu. Enn sem komið er hefur nefndin þó ekki fjallað um eitt einasta spillingarmál. Norður-Kórea Stig: 8 Íbúafjöldi: 24,5 milljónir Lífslíkur: 69 ár Þjóðarleiðtogi: Kim Jong-un n Norður-Kórea er lokaðasta ríki heims auk þess að vera eitt það allra fátækasta í heiminum. Landinu er stjórnað af einræðis- herranum Kim Jong-un sem tók við embættinu af föður sínum, Kim Jong-il, árið 2011. Botnlaus spilling hefur ríkt í landinu um langt skeið og er þeim, sem taldir eru andvígir yfirvöldum, oftar en ekki stungið í steininn án dóms og laga, að sögn mannréttindasamtaka. Þá er það þekkt að opinberir starfsmenn, svo sem landamæra- verðir, taki við mútum frá þegnum landsins sem vilja komast frá því. Túrkmenistan Stig: 17 Íbúafjöldi: 5,1 milljón Lífslíkur: 63 ár Þjóðarleiðtogi: Gurbanguly Berdimuhamedow n Líkt og með svo mörg önnur ríki á lista Transparency International eru mútur og mútugreiðslur eitt helsta vanda- mál Túrkmenistan. Í gögnum sem WikiLeaks birti árið 2010 voru nefnd nokkur dæmi um þetta. Þannig geta þeir sem eru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur greitt frá 500 krónum til að sleppa við sekt. Þeir sem gerast sekir um ölvunarakstur eða að aka gegn rauðu ljósi geta sloppið við refsingu ef þeir greiða lögregluþjónum mútur sem oft eru á bilinu sex þúsund krónur til þrjátíu þúsund króna. Þá er spilling út- breidd í stjórnkerfi landsins og má geta þess að forsetinn var endurkjörinn í embætti í fyrra með 97% atkvæða. Írak Stig: 16 Íbúafjöldi: 31 milljón Lífslíkur: 69 ár Þjóðarleiðtogi: Jalal Talabani n Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar unnu um spillingu í Írak voru 31 þúsund íbúar spurðir um meinta spillingu í landinu. Í niður- stöðunum, sem voru birtar í ágúst síðast- liðnum, kom fram að 50 prósent aðspurðra töldu að spilling væri meiri nú en áður. Þá kom fram að fjórðungur landsmanna teldi sig þurfa að greiða mútur að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. „Spilling heldur áfram að hafa áhrif á daglegt líf meirihluta íbúa Íraks,“ kom fram í skýrslunni. Úsbekistan Stig: 17 Íbúafjöldi: 30 milljónir Lífslíkur: 68 ár Þjóðarleiðtogi: Islam Karimov n Töluverð spilling ríkir í Úsbekistan eins og sást berlega í leyniskjölum sem WikiLeaks gerði opin- ber fyrir nokkru. Í þeim kom meðal annars fram að elsta dóttir forseta landsins, Gulnara Karimova, ásamt glæpaforingjanum Salim Abduvaliyev hafi mik- ið um það að segja hver fær hátt settar stöður í landinu. Samkvæmt gögnum WikiLeaks mælir Abduvaliyev með tilteknum umsækjendum um stöður bæjarstjóra, saksóknara eða ráðherra við Karimovu sem síðan skipar þessa einstak- linga í embætti. Þá hefur Karimova verið sökuð um peningaþvætti í Sviss og Svíþjóð og voru háar fjárhæðir í hennar eigu frystar í Sviss sumarið 2012. 4 5 6 7 8–11 8–11 8–11 1–3 12–15 8–11 1–3 1–3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.