Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 20
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
P
áll Magnússon útvarpsstjóri
er á undarlegum brautum.
Starfsfólk hans er rekið og
niðurlægt í hagræðingarað
gerðum þar sem nauðsynlegt hefði
verið að sýna mildi og tillitssemi.
Fautaskapurinn var takmarkalaus og
myndgerðist í orðsins fyllstu merk
ingu þegar Páll náðist á upptöku þar
sem hann kallaði undirmann sinn
óþverra.
Flestum er ljóst að Ríkisútvarpið
er rekstrarlega í ógöngum. Stofnun
in hefur tapað háum fjárhæðum án
þess að tekist hafi að snúa við þeirri
þróun. Útvarpsstjórinn hefur rekið
báknið í beinni samkeppni við einka
aðila og gert út á sápu fremur en að
sinna því hlutverki sínu að hlúa að
menningu í landinu. Sá hluti Ríkis
útvarpsins sem hefur komist næst
því að sinna lögboðnu hlutverki sínu
er Rás 1 þar sem öflugt starfsfólk hef
ur lagt metnað í að halda úti dagskrá
án þess að gefa bíómiða og konfekt
kassa fyrir hlustunina. Rás 2 er því
marki brennd að þar er flest til sölu.
Þeir sem vilja athygli á ríkismiðlinum
gefa gjafir sem þulir ljósvakans dæla
út af fullkomnu siðleysi. Borgaðu
og fjölmiðillinn vekur á þér athygli.
Þarna er sama aðferðarfræðin og í
dagblaði útrásarvíkingsins sem selur
aðgang að blaðamennskunni. Sjón
varpið er í meginatriðum eins og
Stöð 2 eða Skjár Einn. Amerísk af
þreying ríður þar húsum í bland við
innlenda skemmtiþætti sem sum
ir hverjir skilja eftir óbragð í munni.
Notaleg tilbreyting er í þætti á borð
við Orðbragð þar sem með glaðbeitt
um hætti er fjallað að gagni um ís
lenska tungu. En þetta er undan
tekningin. Sumir hafa nefnt nauðsyn
þess að halda úti ríkisfréttastofu.
Fréttastofa RÚV hefur undanfar
ið gert flestu hugsandi fólki ljóst að
henni er stjórnað með þeim hætti
að samrýmist ekki heiðarlegri frétta
mennsku. Fréttaröð um uppsagnir í
þeirra eigin stofnun er vísbending
um óboðlega stjórn
unarhætti.
Það sætir
furðu að
stjórn Ríkis
útvarpsins
skuli láta
það við
gang
ast að Páll
Magnússon láti stærsta höggið ríða
á Rás 1. Þar ætti að hlífa og efla. En
það er áhugavert í því ljósi að stríð
alin yfirstjórnin með útvarpsstjórann
í broddi fylkingar sleppur við niður
skurð. Starfsmannastjórinn sem
traðkar á mannauðinum með því að
reka fólk tafarlaust á dyr og loka
aðgangi að tölvupósti og Face
booksíðu starfsmanna situr
sem fastast. Fitulag RÚV er
ósnert á meðan vöðvar ris
ans rýrna og aflimun er í full
um gangi.
Stjórn Ríkisútvarpsins
verður að láta til sín taka.
Fimm ára skipunartími út
varpsstjórans mun renna
út á næstunni og þá er mál
að skipta út. Það þarf nýja
hugsun inn í fyrirtækið og
endurskilgreiningu.
Almenningur
á heimt
ingu
á því
að þeir milljarðar sem fyrirbærið
sogar til sín séu notaðir af skyn
semi og þjóðinni til gagns. Það geng
ur bókstaflega ekki að ríkið haldi úti
samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Sá
leikur er eins og ójafn og hugsast
getur. Skattfé er notað
til þess að framleiða
fjölmiðlaefni sem
jafnóðum fellur
í gleymskunnar
dá og er fáum
til gagns. Það er
kominn tími til
þess að reisa
við Ríkisútvarp
ið og skapa því
þann sóma og
sess sem boð
legur er. Út með
Pál og meðreiðar
fólk hans. n
Vikublað 10.–12. desember 2013
Ég var í helvíti Ég svaf uppí með þeim
öllum fjórum
Ég er sorgmæddur, það er
vont að vera sagt upp
Fitulagið friðað
Valgarður Bragason um Landakotsskóla. – DV Björgvin Halldórsson um kettina sína. – DV Guðni Már Henningsson. – DV
Harður Illugi
Illugi Gunnarsson menntamála
ráðherra þykir einstaklega
kjarkaður stjórnmálamaður.
Hann hefur hiklaust tekið slagi
á borð við skerðingar hjá Lána
sjóði íslenskra námsmanna og
niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu.
Það vekur athygli að hann hvik
ar hvergi frá ákvörðunum sínum
þótt naprir vindar blási. Nýjasta
útspil hans kom á beinni línu
DV og er það að ekki sé óhugs
andi að selja Rás 2.
Innanhúss á Mogga
Ævisaga Hemma Gunn, sem Orri
Páll Ormarsson, blaðamaður á
Morgunblaðinu skráði, hefur
verið umdeild og
þá sérstaklega
vegna eftirmála
bókarinnar þar
sem höfundur
inn lýsir Hemma
sem ósanninda
manni. Vinnu
staður Orra Páls birti ritdóm um
bókina fyrir síðustu helgi. Þar
gaf Skafti Þ. Halldórsson félaga
sínum fjórar stjörnur fyrir verk
ið. Reyndar gefur hann lítið fyrir
fyrsta hluta bókarinnar og um
fjöllunina um knattspyrnuferil
Hemma.
Trompaður ráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis
ráðherra er á góðri leið með að
verða frægastur allra ráðherra að
endemum. Ríkis
útvarpið rakti ítar
lega hvernig hann
sem stjórnarand
stöðuþingmaður
hraunaði yfir IPA
styrki Evrópusam
bandsins og taldi
þá óæskilega þar sem verið væri
að bera fé á Íslendinga. Líkti hann
þeim við eldvatn og perlur. Þegar
ESB ákvað að hætta að veita „mút
unum“ til Íslands trompaðist ráð
herrann. Enginn botnar í því hvað
hann vill eða hvað ráði breyttri af
stöðu ráðherrans.
Framsókn flýgur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra má vel við
una að kannanir sýna að Fram
sóknarflokkur hans rís í fylgi
eftir að úrræði fyrir skuldara
voru kynnt með pompi og prakt
í Hörpu. Þetta gerist þrátt fyr
ir að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi tónað niður svimandi
loforð Framsókn ar úr
200–300 millj
örðum í
80. Hið
skondna
er svo að
Sjálfstæð
isflokk
urinn, sem
engin lof
orð sveik, tap
ar fylgi sam
kvæmt nýjustu
mælingum.
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Á
Alþingi hefur verið upplýst að
ein megin ástæðan fyrir því
að ákveðið hefur verið að lög
þvinga Orkuveitu Reykjavíkur
til að aðskilja starfsemi sína í ein
ingar (sem „stunda vinnslu, fram
leiðslu og sölu raforku og heits vatns
og gufu og rekstur grunnkerfa, svo
sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu,
vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu,
auk annarrar starfsemi sem hefur
sambærilega stöðu“), sé sú að aðrar
veitustofnanir í landinu séu þessa
fýsandi.
Öllum skal gert jafn erfitt fyrir
Fyrst þær hafi verið þvingaðar inn
í slíkt ferli þá skuli einnig hið sama
gilda um OR. Með öðrum orðum,
öllum, þar á meðal OR skuli gert að
búa við sömu erfiðu aðstæðurnar!
Reykjavíkurborg, Akranes og
Borgarbyggð andmæltu þessu lengi
framan af en gáfust síðan upp og
lyppuðust niður frammi fyrir ríkis
valdinu.
Treysta sér ekki til að
láta reyna á undanþágu
En hvers vegna telja menn sig þurfa
að gera þetta? Það er vegna þess að
tilskipun Evrópusambandsins kveð
ur á um slíkan aðskilnað og blátt
bann við því að starfsemi sem flokk
ast undir samkeppnisrekstur sé á
einhvern hátt niðurgreidd af starf
semi sem nýtur einkaleyfis.
Og vegna þess að Íslendingar
hafi ekki leitað eftir undan
þágu á sínum tíma frá til
skipun ESB hvað þetta
varðar, þá sé tómt mál um þetta að
tala nú.
Endurskoða þarf
allt regluverkið
Ég held hins vegar að þetta sé
misskilningur og að rétt sé að láta
á þetta reyna enda er ljóst að sam
kvæmt reglum ESB eru forsendur
fyrir hendi til undanþágu. Og hvað
varðar aðrar veitustofnanir en OR, þá
þarf að endurskoða laga og reglu
verk þeirra einnig. Það er einfald
lega fráleitt að starfsemi sem flokkast
undir grunnþjónustu sé ekki rekin
með hagsmuni samfélagsins eina að
leiðarljósi en ekki ímyndaðs mark
aðar.
Samkeppni veitustofnana
varð að martröð
Draumar um markaðsbúskap á sviði
veitustofnana hafa reynst martraðir
þegar til kastanna hefur komið og
oftar en ekki leitt til hærra verðs og
lakari þjónustu.
Þess má geta að ég hafði for
göngu um það í tíð síðustu ríkis
stjórnar að taka upp áður sam
þykkta pósttilskipun og láta tiltekin
ákvæði hennar ekki koma til fram
kvæmdar þar sem þau hentuðu illa
íslenskum veruleika. Áttum við þar
samleið með Norðmönnum.
Lánardrottnar og
langtímahagsmunir
Við umræðuna á Alþingi um OR
frumvarpið kemur fram að lánar
drottnar OR setji sig ekki upp á
móti aðskilnaðinum! Gott og vel,
við kunnum að vera þeim háð um
stundarsakir en hér er verið að tala
um skipulag til langrar framtíðar.
Auk þess skilst mér að málin standi
þannig að þeir setji sig ekki upp á
móti breytingum fremur en að þeir
séu þeim hlynntir.
Samlegð og markaður
Hagræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar
mátti ekki sjá smáa stofnun án þess
að vilja sameina hana annarri stærri
– allt vegna samlegðar – hér er hins
vegar farið gagnstæða leið og öllu
sundrað. Enda er takmarkið ekki
að ná samlegðaráhrifum; takmark
ið er ekki að þjóna notendum held
ur búa í haginn fyrir markaðsvæð
ingu veitustofnana og í framhaldinu
einkavæðingu raforkunnar og vatns
ins. Það er fráleitt annað en að slíkar
grunsemdir vakni í ljósi reynslunnar.
Sporin hræða.
Aftur í nefnd
Síðastliðinn mánudag fór fram at
kvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um
frumvarp sem heimilar uppstokkun
og aðskilnað en verði ekki frestað
gildistöku lögþvingunarfrumvarps
ins – eins og gert hefur verið þar til
nú – er komið í gang ferli sem geng
ur þvert á hagsmuni neytenda. Þing
flokkur VG sat hjá við atkvæðagreiðsl
una í þeirri von að Atvinnuveganefnd
Alþingis, sem hefur málið til umfjöll
unar, endurskoði afstöðu sína og fall
ist á að fresta enn um sinn að lög sem
þvinga OR til að fara inn í aðskilnað
arferli með starfsemi sína verði að
veruleika. n
„Hagræðingar
nefnd ríkisstjórn
arinnar mátti ekki sjá
smáa stofnun án þess
að vilja sameina hana
annarri stærri.
Ögmundur Jónasson
alþingismaður
Kjallari
„Yfirstjórnin
með útvarps
stjórann í broddi fylkingar
sleppur við niðurskurð.
Gegn hagsmunum samfélagsins