Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 26
Vikublað 10.–12. desember 201326 Lífsstíll Ert þú alkóhólisti? CAGE-spurningalistinn hefur margsannað sig sem góður mælikvarði Þ að hafa margoft verið gerð- ar vísindalegar rannsóknir á CAGE-spurningalistanum sem má sjá hér að neðan. Niðurstöður þeirra hafa verið á þann veg að spurningalistinn sé góð leið til þess að meta hvort við- komandi þjáist af alkóhólisma. Ef tvö svör við þessum fjórum spurningum eru „já“ er staðfest að áfengissýki sé á ferðinni og ná- kvæmnin er talin vera um 80%. Ef svörin eru „já“ við þriðju eða fjórðu spurningu er nákvæmnin hins vegar mun nær 100%. Ef að- eins einni spurningu er svarað já- kvætt kallar það á frekari athugun. Ef engri spurningu er svarað með „já“ má gera ráð fyrir því að áfeng- isneysla viðkomandi sé í lagi og innan eðlilegra marka. Á vef SÁÁ, þar sem er hægt að þreyta prófið, kemur þó fram að spurningalistar verða aldrei jafn nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu á sviði áfengis- neyslu. Hægt er að fara í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri eða ræða við heilsugæslu- lækninn sinn um neyslu sína. n ingosig@dv.is Breytist þú í svín er þú drekkur vín? Hægt er að fá hjálp hjá SÁÁ. n „Áfengi hefur meiri fáránleika og óþverra í för með sér heldur en einhver lífsgæði“ F rá mínum bæjardyrum séð veldur áfengi gríðarlegu tjóni,“ segir Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri SÁÁ, í sam- tali við blaðamann. Hjalti glímdi sjálfur við alkóhólisma en fór í meðferð árið 1983 og náði ár- angri samstundis. Fyrir skömmu fagnaði Hjalti 30 ára edrúafmæli sínu, eins og hann orðar það. „Áfengi er leyft vegna langrar hefð- ar. Ef áfengi kæmi hins vegar fram í dag yrði það ekki leyft.“ Fólk rústar lífi sínu Hjalti segir að mikill harmleikur fylgi oftar en ekki áfengisneyslu. Hjalti veltir því fyrir sér hvort áfengi geti haft eitthvað gott í för með sér og tekur tillit til heildarmyndarinn- ar þegar hann gefur svar. „Ég sé töluvert af fólki sem get- ur notað áfengi sér að skaðlausu,“ segir Hjalti og tekur sér stutta málhvíld, „… en síðan sé ég hina hliðina; fólk sem er að rústa lífi sínu og þeirra sem standa þeim næst með áfengi. Ég hef unnið hérna í áratugi og því er svarið mitt „nei“. Þetta hefur meiri fáránleika og óþverra í för með sér heldur en einhver lífsgæði.“ Umburðarlyndi gagnvart ölæði mikið Hjalti segir að í sínum draumaheimi yrðu afleiðingar áfengis viður- kenndar og tekið á þeim á mennsk- an hátt. Samfélagið og ekki síst stjórnvöldin ýta afleiðingunum til hliðar og slá þar af leiðandi ryki í augu almennings. Stjórnvöldin sjá möguleika á fjárhagslegri inn- komu, en Hjalti bendir á að af- leiðingar áfengis séu í beinu hlutfalli við heildarneysluna. Fjöl- margir þurfi að vinna baki brotnu við afleiðingar áfengis sem kostar samfélagið háar upphæðir. „Umburðarlyndi okkar gagn- vart ölæði og drykkjulátum er mjög mikið,“ segir Hjalti. „Á meðan við umberum og leyfum áfengi þá erum við að stytta leiðina að sjúk- dómnum,“ bætir hann við og á við alkóhólisma. Hjalti segir að fólk forðist að ræða áfengisneyslu á málefnalegan hátt. Áfengi eins og trúarbrögð „Við viljum ekki ræða þessi mál í rólegheitum. Fólk fer alltaf í vörn og fer að tala af tilfinningasemi og um að maður sé annaðhvort með eða á móti. Fólk fer að ræða þetta eins og trúarbrögð. Staðreyndirn- ar tala sínu máli og þrátt fyrir allt er áfengi það vímuefni sem veld- ur mestu tjóni og harmi í samfé- lögunum. En um leið og maður segir það þá fær maður upp alveg bylgju af mótmælum og rökum fyrir því að leyfa áfengi. Flestir geti notað það sér að skaðlausu. Það eru rökin fyrir því að leyfa þetta,“ segir Hjalti og gefur lítið fyrir þau „Ef áfengi kæmi fram í dag yrði það ekki leyft“ Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is „Það er núna hol- skefla af ofboðs- lega sorglegum atburðum. Kross í ferninginn merkir jákvætt svar en auður ferningur neikvætt q Hefur þér einhvern tímann fundist að þú þyrftir að draga úr drykkjunni? q Hefur fólk gert þér gramt í geði með því að setja út á drykkju þína? q Hefur þér einhvern tímann liðið illa eða haft sektarkennd vegna drykkju þinnar? q Hefur þú einhvern tímann fengið þér áfengi að morgni til að laga taugakerfið eða losa þig við timburmenn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.