Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 31
Vikublað 10.–12. desember 2013 Sport 31
1 BrasilíaSæti á heimslista: 10
Fjöldi HM-titla: 5
Lykilmaður: Neymar
n Eins og flestum er kunnugt fer mótið
fram í Brasilíu og það yrðu ekkert nema
vonbrigði fyrir heimamenn ef þeim tækist
ekki að vinna titilinn á heimavelli. Brasilíu-
menn fóru létt með Álfukeppnina í sumar
þar sem þeir unnu heimsmeistara Spánar
í úrslitaleiknum 3–0. Liðið virðist býsna
sterkt nú í aðdraganda mótsins og hefur
unnið 12 af síðustu 13 landsleikjum sínum.
Brasilía er í A-riðli með Kamerún, Mexíkó og
Króatíu og ætti að fara nokkuð örugglega
áfram.
2 ArgentínaSæti á heimslista: 3
Fjöldi HM-titla: 2
Lykilmaður: Lionel
Messi
n Argentínumenn
hafa ekki unnið
HM síðan árið
1986 en liðið er
betur mannað núna
en oft áður. Ef Lionel
Messi nær að hrista af sér meiðslin
sem hafa verið að hrjá hann skyldi enginn
útiloka Argentínumenn enda valinn maður
í hverri stöðu. Argentínumenn drógust í
F-riðil með Nígeríu, Íran og Bosníu og ættu
að fá fullt hús stiga út úr þeim riðli. Argent-
ínumenn hafa unnið 7 af síðustu 12 leikjum
sínum í öllum keppnum, tapað einu sinni og
gert fjögur jafntefli.
3 Þýska-land
Sæti á heims-
lista: 2
Fjöldi HM-titla: 3
Lykilmenn: Mesut
Özil, B. Schweinst-
eiger
n Það eru eflaust margir á því að nú sé tími
Þjóðverjanna runninn upp, en liðið hefur
staðið í skugganum á firnasterkum Spán-
verjum undanfarin ár. Flestir lykilmanna
Þjóðverja eru á besta aldri í dag og er ljóst
að þýska stálið mun selja sig dýrt næsta
sumar. Liðið er í nokkuð sterkum riðli ásamt
Gana, Bandaríkjunum og Portúgal en ef allt
er eðlilegt ættu Þjóðverjar að fara áfram í
16-liða úrslit. Liðið hefur unnið 9 af síðustu
12 leikjum sínum, tapað einum og gert tvö
jafntefli.
4 SpánnSæti á heimslista: 1
Fjöldi HM-titla: 1
Lykilmaður: Andres Iniesta
n Ákveðin kyn-
slóðaskipti eru að
verða í spænska
landsliðinu enda
eru lykilmenn
undanfarinna
ára, leikmenn á
borð við Xavi, David
Villa, Carles Puyol og
Xabi Alonso, komnir töluvert yfir
þrítugt. Spánverjar eiga þó mikinn fjölda
ungra og efnilegra leikmanna sem eiga eftir
að láta til sín taka í framtíðinni. Spánverj-
ar eru í erfiðum riðli með Chile, Ástralíu
og Hollandi og alls ekkert sjálfgefið að
heimsmeistararnir komist upp úr riðlinum.
Liðið hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum
sínum, tapað tveimur og gert tvö jafntefli.
5 BelgíaSæti á heimslista: 11
Fjöldi HM-titla: 0
Lykilmaður: Eden Hazard
n Ótrúlegur uppgangur hefur verið í
belgískri knattspyrnu undanfarin ár og leika
leikmenn belgíska lands-
liðsins með mörgum
af stærstu liðum
heims. Langt er
liðið síðan Belgar
tóku síðast
þátt á stórmóti
og spurning
hvort reynsluleysi
leikmannahópsins komi til með að há þeim
næsta sumar. Belgía dróst í riðil með Alsír,
Suður-Kóreu og Rússlandi og verður liðið
væntanlega í harðri baráttu við Suður-
Kóreu og Rússland um að komast áfram.
Liðinu gekk vel í undankeppni mótsins
en tapaði tveimur æfingarleikjum, gegn
Kólumbíu og Japan, á dögunum.
6 KólumbíaSæti á heimslista: 4
Fjöldi HM-titla: 0
Lykilmaður: Radamel Falcao
n Kólumbíumenn eru ógnarsterkir um
þessar mundir og fremstur í flokki frábærra
leikmanna liðsins er markahrókurinn
Radamel Falcao. Liðið
endaði í 2. sæti í
Suður-Ameríkuriðli
undankeppninnar,
tveimur stigum á
eftir Argentínu.
Kólumbíumenn
eru í riðli með
Fílabeinsströndinni,
Japan og Grikklandi
sem gæti orðið nokkuð strembið enda
eru þetta allt nokkuð sterkar knattspyrnu-
þjóðir sem jafnframt spila mjög ólíkan
fótbolta. Kólumbíumenn hafa unnið 7 af
síðustu 12 leikjum sínu, tapað tveimur og
gert þrjú jafntefli.
7 FrakklandSæti á heimslista: 19
Fjöldi HM-titla: 1
Lykilmaður: Franck Ribery
n Frakkar hafa ekki átt sérstaklega góðu
gengi að fagna undanfar-
in ár en virðast þó vera
að rétta úr kútnum.
Liðið rétt komst
áfram í lokakeppn-
ina eftir sigur á
Úkraínumönnum
í umspili. Hópurinn
er nokkuð reynslu-
mikill og skyldi enginn
útiloka að Frakkar komist langt í
Brasilíu næsta sumar. Frakkar voru nokkuð
heppnir í riðladrættinum en þeir mæta
Svisslendingum, Hondúrum og Ekvadorum.
Frakkar ættu að komast nokkuð örugglega
upp úr þessum riðli og mætti ætla að þeir
yrðu í baráttu við Sviss um efsta sæti
riðilsins. Frakkar hafa unnið fjóra af síðustu
10 leikjum sínum í öllum keppnum, tapað
fjórum og gert tvö jafntefli.
8 ÍtalíaSæti á heimslista: 7
Fjöldi HM-titla: 4
Lykilmenn: Andrea Pirlo, Mario Balotelli
n Ítalir hafa verið lygilega öflugir undanfar-
in ár og staðið sig betur en margir þorðu að
vona. Liðið komst í úrslit EM 2012 þar sem
það tapaði fyrir Spánverjum í úrslitum. Ítalir
rúlluðu upp sínum riðli í undankeppninni en
drógust í nokkuð strembinn riðil á föstudag.
Þeir mæta Englandi, Úrúgvæ og Kostaríku
og er óhætt að segja að þetta sé einn sterk-
asti riðill mótsins. Ítalir eru bestir þegar
mest liggur við og þrátt fyrir styrkleika
Englendinga og Úrúgvæja
eru Ítalir sigurstrang-
legastir í riðlinum.
Ítalir hafa unnið
tvo af síðustu sjö
leikjum sínum í
öllum keppnum,
gert fjögur
jafntefli og tapað
einum.
9 HollandSæti á heimslista: 9
Fjöldi HM-titla: 0
Lykilmaður: Robin van Persie
n Hollendingar hafa þrisvar leikið til úrslita
á HM en alltaf tapað, síðast árið 2010.
Líklega munu Hollendingar þurfa að bíða
lengur eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli
enda meta veðbankar
möguleika þeirra
ekki ýkja mikla.
Hollenska liðið
vann öruggan
sigur í sínum riðli í
undankeppni HM
en miklu stærra
verkefni blasir við í
riðlakeppninni á HM þar sem Holland er í
riðli með Ástralíu, Chile og Spáni. Ef Hol-
lendingum tekst að komast upp úr riðlinum
eru þeir til alls líklegir enda riðillinn sá allra
sterkasti á mótinu. Holland hefur unnið
fjóra af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum
og gert þrjú jafntefli.
10 ÚrúgvæSæti á heimslista: 6
Fjöldi HM titla: 2
Lykilmaður: Luis Suárez
n Úrúgvæ hampaði síðast heimsmeistara-
titlinum árið 1950 en að mati veðbanka er
ólíklegt að þeir vinni titilinn aftur í bráð.
Liðið er þó betur mannað en oft áður
og hefur á að skipa einum allra besta
framherja heims, Luis Suárez, auk Edinson
Cavani. Úrúgvæ lenti í basli í undankeppn-
inni en komst í lokakeppnina með öruggum
sigri á Jórdaníu í umspili. Liðið er í erfiðum
riðli með Englandi, Kostaríku og Ítalíu. Fyr-
irfram ætti liðið að verða í baráttu við Ítali
um efsta sæti riðilsins en enginn ætti að
útiloka Englendinga. Úrúgvæ var sem fyrr
segir í basli í undankeppn- inni en
hefur þó unnið fimm
af síðustu sjö leikjum
sínum, tapað einum
og gert eitt jafntefli.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Brasilíumenn eru
sigurstranglegastir
n Dregið í riðla fyrir HM n Veðbanki Sky metur möguleika liðanna n Þessi lið eru líkleg