Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Síða 38
Vikublað 10.–12. desember 201338 Fólk
Tónlistarmenn
í kvöldsundi
Tónlistarmennirnir Emmsjé
Gauti og Logi Pedro Stefánsson
létu fara vel um sig í heitum potti
Laugardalslaugarinnar á sunnu-
dagskvöld ásamt tveimur vinum
sínum. Kapparnir hafa í nógu
að snúast um hátíðarnar. Emm-
sjé Gauti gaf nýlega út plötuna
Þeyr, en þetta er önnur breið-
skífa rapparans og fylgir þar með
eftir plötunni Bara ég frá árinu
2011. Logi Pedro stofnaði hljóm-
sveitina Highlands ásamt Karin
Sveinsdóttur fyrir skömmu og
frumflutti DV fyrsta lag sveitar-
innar, Hearts, sem hefur vakið
mikla athygli. Þess má til gam-
ans geta að Karin er yngri systir
Emmsjé Gauta.
Skrifaði tilli
en ekki titill
Heiða Kristín Helgadóttir seg-
ist hafa sent tölvupóst í anda
Bjarna Harðarsonar á Face-
book-síðu sinni í gær. Tölvupóst-
urinn var öllu meinlausari en
frægur klúðurspóstur Bjarna og
öllu fyndnari, en Heiða Kristín
misritaði orðið titill og skrifaði
tilli í staðinn. „Jæja krakkar …
búin að senda einn semi bjarna
harða póst, skrifa tilli í staðinn
fyrir titill í pósti þar sem það átti
ekki við og fara framúr mér á alls
konar annan hátt. það eru tveir
dagar í jól. ég legg ekki á meira
á ykkur.“
Ryksugar burt kílóin
Ellý Ármanns slær ekki slöku við í orlofinu
Þ
rátt fyrir að vera í orlofi ligg-
ur fjölmiðlakonan Ellý Ár-
manns ekki með tærnar upp í
loft. Hún er í svokölluðu blaða-
mannaorlofi en í stað þess að slaka á í
fríinu þá ákvað hún að taka sig í gegn,
setja heilsuna í fyrsta sæti og árangur-
inn lætur ekki á sér standa. Fimm
kíló eru farin á nokkrum vikum. „Ég
ákvað að gefa mér sérstakt heilsuátak
í orlofinu,“ segir Ellý. Hún breytti um
mataræði, fylgir LKL-lífsstílnum þar
sem kolvetnum er sleppt, er dugleg í
ræktinni og fer þar að auki í sérstaka
„ryksugun“ á snyrtistofunni Systra-
seli. Að sögn Ellýjar er meðferðin
afar sársaukafull en þess virði þar
sem hún sjái á sér mikinn árangur.
Ellý er klædd í sérstakan nælongalla
og „ryksuguð“ með sérstöku tæki
sem er ætlað að bæta blóðflæð-
ið og auka starfsemi háræða og
leiða til minnkandi vökvasöfn-
unar í líkamanum að hennar
sögn. „Þær ryk-
suga mig tvisvar
í viku í 50 mín-
útur í senn.
Samhliða sárs-
aukanum er ég á
LKL-mataræðinu
sem kroppurinn
elskar. Ég er núna
orðinn fimm
kílóum léttari en
ég var fyrir þrem-
ur vikum þegar
átakið hófst en samt er ég síborðandi
og alsæl,“ segir Ellý.
viktoria@dv.is
Ryksugan
Hér sést
þegar verið
er að „ryk-
suga“ Ellý.
Sársaukafullt
Elllý klæðist
sérstökum
nælongalla í
meðferðinni
sem hún segir
mjög sárs-
aukafulla en
þess virði.
Heiða skiptir út
slæmum siðum
Í
hverjum mánuði tek ég slæman
ávana og reyni að skipta honum
út fyrir einhvern góðan. Þetta
ætla ég að gera í tólf mánuði,“
segir Heiða Rún Sigurðardótt-
ir leikkona. Hún hefur ákveðið að
taka líf sitt í gegn, losa sig við slæma
ávana og skipta þeim út fyrir aðra
betri. Hún segist hafa fengið hug-
myndina eftir að hafa fengið nóg
af letinni í sjálfri sér. „Ég er bara
svo löt ef ég er ekki að vinna. Ég get
hangið heilu dagana og gert ekki
neitt og ég var komin með nóg af
því,“ segir hún hlæjandi.
Vinna bug á letinni
Heiða flutti nýlega heim til Íslands
eftir að hafa búið í átta ár erlendis.
Fyrst í Indlandi þar sem hún starf-
aði sem fyrirsæta en síðan í London
þar sem hún nam leiklist. Heiða
hefur getið sér gott orð fyrir leik-
listarhæfileika sína en hún kom
einmitt til landsins til þess að leika í
sjónvarpsþáttaröðinni Hamrinum.
Og það var einmitt þegar upptök-
um á Hamrinum lauk sem Heiða
ákvað að nú væri kominn tími til
að ögra sjálfri sér og breyta aðeins
til. Horfa minna á þætti í tölvunni
og gera eitthvað af viti eins og hún
segir sjálf.
„Eftir að ég kláraði upptökur
og var komin í smá frí þá fór ég að
finna fyrir því hvað ég var rosa-
lega löt og hvað frítíminn fór í ekki
neitt,“ segir Heiða hlæjandi. „Ég var
ekki nógu ánægð með þetta. Ég hef
líka oft reynt að taka mig á, meðal
annars með því að byrja að borða
hollt eða æfa. Ég er bara svo mikið
allt eða ekkert týpa þannig að þegar
ég hef farið af stað í eitthvað svona
þá gefst ég alltaf upp af því ég verð
of áköf,“ segir hún.
„Mjög erfitt“
Í þetta skiptið ákvað hún að hafa
annað hátt á og stofnaði þess vegna
bloggsíðu þar sem fólk getur fylgst
með baráttu hennar við ósiðina.
Bloggsíðuna stofnaði hún líka til
þess að setja aukna pressu á sig að
fylgja markmiðunum eftir. „Það er
aukin pressa ef ég veit að fólk er að
fylgjast með og minni líkur á að ég
hætti við þetta.“
Mánuður er síðan Heiða hófst
handa. Hún segir fyrsta mánuðinn
hafa gengið ágætlega þó að henni
hefði viljað ganga aðeins betur.
„Fyrsta markmiðið var að fara að
æfa og borða hollari mat. Ég viður-
kenni alveg að það var mjög erfitt,
ég var dálítið að leita að þeirri
hreyfingu sem hentaði mér en
þetta snýst ekki um að vinna eitt-
hvað heldur að koma því í rútínu,“
segir hún.
Brjótast úr vananum
Á mánudag byrjaði hún á mark-
miði númer tvö sem hún segir hafa
verið afar mikla áskorun fyrir sig.
Hún var komin með nóg af því að
eyða alltof miklum tíma í tölvunni
við sjónvarpsgláp eða tilgangslaust
netvafur. Hún ætlar þess vegna
að takmarka þann tíma sem hún
eyðir í tölvunni; kíkja bara á Face-
book einu sinni á dag og ekki horfa
á neina þætti eða bíómyndir í tölv-
unni. „Í staðinn vil ég einbeita mér
að því að lesa bækur sem ég geri
alltof lítið af, kynna mér nýja tón-
list og svo finnst mér áhugavert að
sjá hvað ég geri við tímann þegar ég
má ekki vera í tölvunni,“ segir hún.
Heiða segir að þetta snúist fyrst
og fremst um að brjótast úr van-
anum. Hún segist strax hafa fund-
ið mun fyrsta tölvulausa daginn.
„Ég vaknaði þennan fyrsta dag og
vissi ekki hvað ég ætti að gera af
mér. Ég var ekki alveg tilbúin til
þess að fara fram úr þannig að ég
fór að lesa í bók. Ég fann hvað ég
var miklu rólegri og miklu meira á
staðnum.“
Jákvæð í heilan mánuð
Heiða er ekki búin að ákveða öll
markmiðin fyrir mánuðina tólf og
ætlar að leyfa þeim að koma til
sín. „Ég er búin að ákveða næsta
mánuð en ekki lengra, þó ég sé
með einhverjar hugmyndir. Í næsta
mánuði ætla ég að vera jákvæð,
það virkar kannski mjög einfalt
en er örugglega mjög erfitt. Síðan
langar mig að reyna að tala ekk-
ert um sjálfa mig í heilan mánuð
og læra meira að hlusta á aðra.
Annars er ég bara mest spennt
fyrir því að sjá hvað ég muni gera
þegar ég hef ekki tölvuna til þess
að hanga í. Það er svo margt sem
mér finnst skemmtilegt að gera en
geri ekki af því að hitt er komið upp
í svo mikinn vana,“ segir hún. „Eftir
mánuðina tólf vonast ég til þess að
vera búin að losa mig við leiðinlega
ávana og vera búin að tileinka mér
aðra betri í staðinn.“
Hægt er að fylgjast með Heiðu á
bloggsíðunni: www.thelazydetox.
tumblr.com n
Tólf mánaða leti-„detox“ Heiðu Rúnar„Ég er bara svo
löt ef ég er ekki
að vinna. Ég get hangið
heilu dagana og gert ekki
neitt og ég var komin
með nóg af því.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Burt með ósiðina Heiða ætlar að losa sig við leiðinlegan ávana í hverjum mánuði og taka
upp góðan í staðinn. Mynd SigtRygguR ARi
Styrkja
veik börn
Hljómsveitin Of Monsters and
Men hélt fría tónleika á Vífils-
staðatúni í Garðabæ í ágúst síð-
astliðnum. Á tónleikunum voru
seldir bolir og rann allur ágóði
af sölu þeirra, eða ein milljón,
til Barnaspítala Hringsins en
auk þess jafnaði hljómsveitin
þá upphæð og gaf spítalanum.
Nú hafa þau ákveðið að halda
sölu bolanna áfram og mun allur
ágóði renna óskertur til Barna-
spítalans. Hægt er að kaupa boli
á heimasíðu hljómsveitarinn-
ar: ofmonstersandmen.cind-
erblock.com og í versluninni
Sturlu við Laugaveg.