Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 8
Sími: 540 2050 | pontun@penninn.is
Tilboðsverð gildir út janúar 2016. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
Verð áður frá: 229 kr.
VERÐ FRÁ 137 KR.
BRÉFAKLEMMUR 26 MM - 77 MM
afsláttur
40%
BESTA TÓNLISTIN FRÁ 1960 1985
ÞESSI GÖMLU GÓÐU
Á EINUM STAÐ
8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
ViðSkipTi Miklar sveiflur hafa átt sér
stað á hlutabréfamörkuðum heims-
ins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins.
Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar
sinnum, í síðara skipti eftir innan
við hálftíma af viðskiptum þar sem
hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent.
Eftir lokun kauphallanna á mánu-
daginn féllu hlutabréf víðs vegar um
heiminn í verði, verst voru áhrifin í
Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8
prósent. Rólegra var á þriðjudaginn
og miðvikudaginn en eftir að mörk-
uðum í Kína var lokað aftur í gær
lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö
prósent.
Hlutabréfagengi erlendis fór að
hafa áhrif á íslenskum markaði í gær.
Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækk-
aði um 1,24 prósent í gær. Rauður
dagur var í Kauphöllinni þar sem
meirihluti skráðra fyrirtækja lækk-
aði í verði. Hlutabréf í Marel lækk-
uðu mest eða um 2,18 prósent í 464
milljóna króna viðskiptum.
„Íslenskt efnahagslíf og fyrir-
tæki eru ekki ónæm fyrir ástandi
heimsmála. Minni eftirspurn í einu
Óværð á mörkuðum
fyrstu viku ársins
Kauphöllum í Kína var lokað tvisvar í vikunni og lækkuðu hlutabréf um allan
heim. Íslenskt efnahagslíf er ekki ónæmt fyrir ástandi heimsmála að mati
Stefáns Brodda Guðjónssonar, en aðrir þættir eins og olíuverð hafi áhrif.
Kauphöllum var lokað tvisvar sinnum í vikunni í Kína eftir að hlutabréf hríðféllu. Fréttablaðið/Getty
ViðSkipTi Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna er meiri en árið 2007 og hefur
því aldrei verið meiri. Launastig á
Íslandi var hvað lægst meðal Norður-
landa árið 2010 en er nú það annað
hæsta. Hrein erlend staða þjóðarbús-
ins hefur aldrei verið betri eftir upp-
gjör þrotabúanna og fer skuldastaða
heimilanna og fyrirtækja batnandi.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í máli Þorsteins Víglundssonar,
framkvæmdastjóra Samtaka atvinnu-
lífsins, á fundi SA í gær.
Á fundinum gerði Þorsteinn grein
fyrir atvinnulífinu á nýju ári. Hann
sagði að árið muni einkennast af
kröftugum vexti á nær öllum sviðum
atvinnulífsins, hraður taktur sé í
einkaneyslu á Íslandi og mikil kaup-
máttaraukning hafi átt sér stað með
tilheyrandi þenslueinkennum í hag-
kerfinu. Munurinn frá árunum 2007
til 2008 sé þó sá að undirstöður hag-
kerfisins séu mun heilbrigðari.
„Vöxturinn hefur að mjög veru-
legu leyti grundvallast á auknum
útflutningi og útflutningstekjum og
fjárhagsleg staða bæði fyrirtækja og
heimila er orðin miklu sterkari en
þá var og er að þróast með mun hag-
stæðari hætti, fólk er að halda áfram
að greiða niður skuldir,“ segir Þor-
steinn.
Atvinnulífið stendur þó áfram
frammi fyrir áskorunum, verðbólga
hefur haldist lág vegna hagstæðra
ytri skilyrða og styrkingar krónu en
miklar launahækkanir eru farnar að
segja til sín. SA spáir því einnig að til
langs tíma muni öldrun þjóðarinnar
kosta ríkissjóð aukalega 2-3 prósent
af landsframleiðslu. – sg
SA spá góðum efnahag á árinu 2016
Þorsteinn Víglundsson segir undir-
stöður hagkerfisins mun heilbrigðari
nú en fyrir hrun. Fréttablaðið/GVa
lækkun
vísitölu
Kauphallarinnar í Sjanghæ
á mánudaginn
6,9% 7% lækkun á hluta-bréfamörkuðum
í Kína á fimmtudaginn
lækkun
á íslensku
úrvalsvísitölunni í gær
1,24% 2% lækkun á hluta-bréfamörkuðum
í Evrópu í gær
landi hefur áhrif á útflutning og
þar með eftir spurn í öðru landi. Að
lokum koma áhrifin fram í tekjum
og afkomu félaga á Íslandi eins og í
öðrum opnum hagkerfum. Íslenski
hlutabréfamarkaðurinn endur-
speglar samt ekki nema að hluta
til efnahagslíf í hinum stóra heimi.
Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálf-
sögðu með því sem er að gerast á
erlendum mörkuðum og ég á von á
að þeir flestir taki tillit til erlendrar
þróunar og breytinga á innbyrðis
verðlagningu íslenskra og erlendra
félaga,“ segir Stefán Broddi Guð-
jónsson, forstöðumaður greiningar-
deildar Arion banka.
Hann segir þó aðra þætti hafa
áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs,
vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur
um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda
ferðamanna. „Þegar allt er dregið
saman hafa fjárfestar á íslenska hluta-
bréfamarkaðinum greinilega komist
að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum
nýs árs að hér hafi aðstæður ekki
versnað,“ segir Stefán Broddi.
saeunn@frettabladid.is
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
8
-2
4
9
8
1
8
1
8
-2
3
5
C
1
8
1
8
-2
2
2
0
1
8
1
8
-2
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K