Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 12
ÐUKÖNNUR SAFAPRESSUR KÆLISKÁPARURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR HANDÞEYTARAR
R MATVINNSLUVÉLAR ELDAVÉLAR VIFTURR ELDHÚSVOGIR BRAUÐRISTAR HELLUBORÐAR DJÚPSTEIKINGAPOTTAR KAFFIVÉLAR SAMLOKUURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR HANDÞEYTARAR ÖRRAUÐRISTAR HELLUBORÐ EGGJASJÓÐARAR DJÚAMLOKUGRILL RAFMAGNSTANNBURSTAR SLÉTTUELHÚSVOGIR BLANDARAR MATVINNSLUTÆKI
AR HANDÞEYTARAR MATVINNSLUVÉLAR ELDAVÉELDHÚSVOGIR BRAUÐRISTAR HELLUBORÐ EGG
OTTAVÉLAR MÍNÚTUG
Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík
www.rafha.is
ÚTS L
SPARAÐU NÚNA!
39.900
ÞVOTTAVÉLAR FRÁ KR.
á óvart. Ég hefði kosið að vita það
fyrirfram, áður en ég fór að tala um
gjöf. Það breytir myndinni.“
Hvaðan fékkst þú upplýsingar um
að þetta væri gjöf? „Jón Bjartmars,
yfirlögregluþjónn hjá RLS sem hafði
verið í sambandi við yfirvöld í Nor
egi, sagði mér að þetta hefði verið
með þessum hætti sem ég er að lýsa.
Hann miðlaði þeim upplýsingum
sem hann hafði til mín.“
Haraldur segist hafa viljað þiggja
byssurnar því að skotvopn lögregl
unnar hafi verið orðin úrelt.
„Þótt við hefðum keypt þessar
byssur fyrir það verð sem þeir
settu upp og síðar kom í ljós, þá er
það algjört hrakvirði fyrir það sem
þeir buðu. Við hefðum þarna getað
endurnýjað vopn lögreglunnar fyrir
nánast enga fjárhæð. Ef við ættum
að festa kaup á slíkum vopnum í
dag þá kostar það ríkissjóð tugi
milljóna. Ég hef bent á að það sé
full þörf á að endurnýja búnaðinn
en kostnaðurinn er svo mikill að
ég efast um að það verði gert. Hins
vegar á lögreglan skammbyssur
sem hafa verið geymdar á lögreglu
stöðvum. Sumir lögreglustjórar
hafa tekið þá ákvörðun að vopnin
séu færð í lögreglubíla. Þetta eru
nokkrir lögreglubílar á landinu.“
Sérsveitin kemur að fleiri málum
Hann segir þó sömu reglur gilda um
vopnin og áður. Hvert tilvik sé metið
og leyfi yfirmanns þurfi til þess að
nota vopnið. „Þetta þýðir að í stað
þess að þessi vopn séu læst inni á
stöð þá eru þau læst inni í bílum
sem eru á hreyfingu um umdæmið.“
Haraldur segir ljóst að upp séu að
koma erfiðari mál en áður og sér
sveitin þurfi oftar að veita aðstoð.
„Ég held að almenningur viti ekki
að það hefur færst mjög í aukana
að sérsveit RLS vinnur með lögregl
unni á höfuðborgarsvæðinu í mjög
erfiðum útköllum. Sérsveitin var
til dæmis núna um jól og áramót í
mjög mörgum erfiðum útköllum
þar sem þurfti að taka á mönnum
með hnífa.“
Með áætlanir verði hryðjuverk
Á undanförnum árum hefur verk-
efnum lögreglu fjölgað og þau breyst,
meðal annars með tilkomu netglæpa
og fjölgun ferðamanna hér á landi.
Erum við tilbúin til að takast á við
þetta? „Stutta svarið er tæplega,“
segir hann. „Netglæpir eru eitt
mesta vandamál lögreglu að fást við
í dag. Vegna þess að þeir flæða yfir
allt, þeir tengjast skipulagðri glæpa
starfsemi, hryðjuverkjum, barna
níðingum, fíkniefnasölu, vopna
sölu, netið tengist öllum þessum
afbrotum meira og minna, og þetta
er allt undir yfirborðinu. Þetta er
peningaþvætti, sem ég nefni sér
staklega. Íslenska lögreglan verður
að undirbúa einingu til að fást við
þessi mál. Við erum því miður langt
á eftir í þessum efnum.“
Er raunveruleg hryðjuverkaógn á
Íslandi?
„Ég átta mig á því að fyrir Íslend
inga þá er það mjög fjarlægt. Sumir
gera grín að þessu og finnst löggan
fara yfir strikið. Auðvitað þekkjum
við þessa umræðu. En það er hlut
verk lögreglunnar að benda á hluti
sem gætu farið betur og að vera und
irbúin. Ísland getur ekki tekið sig út
fyrir sviga í heiminum og sagt að við
séum í svo friðelskandi umhverfi að
hér geti aldrei neitt gerst.“
Hann segir að hluti af starfi sínu
sé að vera tilbúinn með áætlun verði
hryðjuverkaárásir gerðar hér.
„Auðvitað vonast allir til þess að
það gerist ekkert slíkt á Íslandi. Ég
held samt að það væri ábyrgðarlaust
af lögregluyfirvöldum að útiloka
þann möguleika.“
En erum við í stakk búin til þess að
fást við það ef slíkt kæmi upp? „Tæp
lega, satt best að segja. Hvaða land
er það í raun og veru? Voru Norð
menn í stakk búnir, Bretar, Frakkar?
Við höfum útbúið áætlanir í þess
um efnum, t.d. út af skotárásum í
skólum eins og við höfum séð víða
erlendis. Við erum með viðbragðs
áætlanir út af mörgum atburðum.“
Hann segir flesta sammála um að
efla þurfi löggæslu með fjárveiting
um. Fjölga þurfi lögreglumönnum.
Sjálfboðaliðar líkt og björgunar
sveitir séu í auknum mæli farnir að
sinna störfum sem ættu að vera í
höndum lögreglu.
Hvað finnst þér um þá þróun? „Ég
held að björgunarsveitirnar séu
hugsi yfir því eins og lögreglan. Ég
ber mikla virðingu fyrir störfum
björgunarsveitanna og samstarfið
hefur verið gott. Kannski eru þær að
vinna störf sem eru fullnærri verk
efnum lögreglunnar, eru kannski
oft komnar í óþægilega stöðu í sam
skiptum sínum við verkefnin eða
borgarana,“ segir hann. „Lögregla
styðst mikið við björgunarsveitirnar
í verkefnum sem lögreglan ætti að
sinna. Mannskapurinn er ekki fyrir
hendi hjá lögreglunni oft á tíðum.
Svo eru björgunarsveitirnar ákaf
lega bóngóðar og segja aldrei nei.“
Vill fækka lögreglustjórum
Stærsta umdæmi íslensku lögregl
unnar er höfuðborgarsvæðið. Sig
ríður Björk Guðjónsdóttir er þar
lögreglustjóri. Nokkuð hefur verið
fjallað um samskiptavanda innan
yfirstjórnar lögreglunnar. Vinnu
sálfræðingur vinnur nú að því að
uppræta vandann.
„Þegar við heyrum að það séu
vandamál út af samskiptum yfir
manna þá er það ekkert nýtt. Það
eru margir yfirmenn og stundum er
áskorun að fá lögregluna til þess að
vinna eins og einn maður. Við erum
með níu lögreglustjóra í dag, þið
getið ímyndað ykkur hvernig þetta
var fyrir nokkrum árum, þegar við
vorum með 27 lögreglustjóra, sem
jafnframt voru sýslumenn og toll
stjórar,“ útskýrir Haraldur.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
eigi að fækka umdæmunum, þann
ig að verði fjórir til sex lögreglu
stjórar og ríkislögreglustjóri. Það
geta verið skiptar skoðanir innan
hvers lögregluliðs og lögreglunnar
í heild sinni. Um hvaða aðferðum
á að beita, hvert á að stefna og þar
fram eftir götunum. Nýi lögreglu
stjórinn hefur sett sér markmið, t.d.
að leggja áherslu á kynferðisbrota
málin og heimilisofbeldið. Þegar þú
ferð inn í embætti, sem er fastmót
að, eins og lögreglustjóraembættið
á höfuðborgarsvæðinu og ert með
ákveðnar áherslur og markmið og
sýn, þá getur það valdið óróleika,“
segir Haraldur og bætir við að hann
þekki Sigríði vel. Hún hafi verið
aðstoðarríkislögreglustjóri undir
sér, sýslumaður á Ísafirði og lög
reglustjóri á Suðurnesjum.
Karlaveldi innan lögreglunnar
„Við erum að tala um reynslubolta.
Ég held að sumum finnist hún fara
bratt í breytingar og þá mætti segja,
hverju skilar það að fara hægt í
breytingar? Sumar breytingar eru
þannig að það þarf að fara í þær
hratt og örugglega. Aðrar taka tíma.
Það vita það allir að ég hef verið
bakhjarl og stuðningsmaður Sig
ríðar. Ég þekki hana persónulega,
hvernig hún vinnur. Hún er metn
aðarfull fyrir hönd lögreglunnar.
Það verður alltaf einhver togstreita
á fjölmennum vinnustað. Það má
ekki gleyma því,“ segir Haraldur.
„Sigríður Björk er líka fyrsti lög
reglustjórinn sem er kona í karl
lægu starfsumhverfi embættisins.
Ég er ekki að segja að það hafi áhrif
varðandi togstreituna, ég get ekki
fullyrt um það – en ég get ímyndað
mér það.“
Það hefur verið sagt að lögreglan
sé karllægur vinnustaður. Er þetta
að breytast? „Ég tók upp samstarf
með HÍ til að rannsaka málið. Ég
talaði við margar lögreglukonur sem
höfðu lýst áhyggjum sínum. Mér
fannst ekki spurning að fara í þetta.
Upplýsa hver staða þessara mála
væri. Í framhaldinu var rannsókn
Finnborgar Salóme birt,“ útskýrir
Haraldur. Í rannsókninni kom fram
að um þriðjungur lögreglukvenna
taldi sig þolanda kynferðislegrar
áreitni í lögreglunni.
„Síðan höfum við unnið í
jafnréttis áætlun. Hjá ríkislögreglu
stjóra er jafnréttisfulltrúi sem hefur
beinlínis það hlutverk að fylgjast
með jafnréttismálum. Það er ekki
bara að karl og kona sem vinna
hliðstæð störf séu með sömu laun.
Það er líka að bæði kyn geti notið
hæfni sinnar og hæfileika og fengið
framgang eftir því. Lögreglukonur
kvörtuðu undan því að svo væri
ekki. Fyrir mig er ekkert annað
hægt en að stíga inn í það og reyna
að breyta því.“
visir.is Viðtalið má hlusta á
í lengri útgáfu á Vísi, í hlaðvarpinu
Föstudagsviðtalið.
Haraldur er menntaður lög-
fræðingur, sem starfaði meðfram
námi sem lögreglumaður. Þaðan
hélt hann í Florida State University,
þar sem hann lagði stund á fram-
haldsnám í afbrotafræðum. „Þar
starfaði ég í hálft ár hjá lögreglunni
í Tallahassee, hjá Melvin Tucker lög-
reglustjóra. Það var ótrúleg reynsla.
Þar fékk ég að starfa með morð-
deildinni, fíkniefna- og kynferðis-
brotadeildinni. Ég sá mjög margt
þar sem við sjáum ekki hér. Það má
segja að ég hafi séð mjög margt
í lífinu sem almennur borgari sér
aldrei. Það er viðloðandi lögreglu-
störfin. Lögreglan sér og upplifir
alls konar hluti – jákvæða, en líka
neikvæðar, erfiðar, dökkar, sorg-
legar hliðar samfélagsins. Og þetta
situr dálítið í lögreglumönnum
hugsa ég, og þeim sem vinna við
þetta árum og áratugum saman.
Það mótar menn.“
Haraldur gekk í Menntaskólann í
Reykjavík. Þar varstu kallaður Halli
hippi?
„Ég hugsa að það hafi ýmsir kall-
að mig það, ekki síst kennararnir. Ég
var með sítt hár að sjálfsögðu, ég
var svona blómabarn,“ segir hann
og hlær. Hann segir það ekki hafa
verið auðvelt skref að klippa hárið
af enda hafi það náð niður fyrir
beltisstað. „Það var ákveðin sam-
keppni hjá ungum mönnum þá um
hver gæti náð að vera með lengsta
hárið. Ég held ég hafi verið svona
18-19 ára þegar hárið var klippt,
en það var klippt í skrefum, því
sársaukinn var svo yfirþyrmandi.
Svo endaði með því að ég sótti um
í lögreglunni í Reykjavík sem þá var
og talaði við Sigurjón Sigurðsson,
þáverandi lögreglustjóra, og hann
sagði við mig: „Haraldur, þú verður
að klippa það. Þá sá ég það að ég
gat fengið sumarstarf ef ég klippti
mig.“
Fórnaðir þú hárinu fyrir lög-
regluna?
„Já. Ég hef fórnað ýmsu fyrir
þetta starf, það verður að segjast
eins og er,“ segir hann hlæjandi. „Ég
verð þeirri stund fegnastur þegar
ég get byrjað að safna aftur. Um
leið og ég hætti.“
Ódæll unglingur
Hann segir það ekki hafa legið
beinast við að hann yrði lögreglu-
maður og reyndar hafi það komið
mörgum á óvart. „Ég var blóma-
barn og það var uppreisnarandi í
mér. Foreldrar mínir og umhverfi
fundu svolítið fyrir því. Ég var
svona frekar ódæll,“ segir hann.
„Engum datt í hug og síst af öllum
mér að ég yrði lögfræðingur, yrði
fangelsismálastjóri, varalögreglu-
stjóri í Reykjavík og ríkislögreglu-
stjóri.
Ég hef heyrt af sumum skóla-
félögum sem hafa annaðhvort
tekið um höfuðið í undrun eða
örvæntingu og hlegið upphátt
að þessum ferli mínum. Örlaga-
nornirnar hafa verið í sérkennilegu
ástandi þegar þær ákváðu mína
lífsbraut.“
Í MR kynntist hann eiginkonu
sinni, Brynhildi. „Hún var 16 ára og
ég var 18 ára og við eignuðumst
dreng þegar við vorum í MR. Það
var ekkert auðvelt fyrir okkur á
þessum árum, að fara í gegnum
þau mál á þeim árum, ýmsir sneru
upp á sig og fitjuðu upp á nefið, en
það er það besta sem hefur komið
fyrir mig. Mín kjölfesta.“
Ung tóku þau á sig mikla ábyrgð.
„Ég segi ekki að það hafi verið dans
á rósum en lífið gjörbreyttist, við
urðum að axla ábyrgð mjög ung,
sem er eitt það albesta sem hefur
komið fyrir mig því uppreisnar-
andinn hefði kannski tekið völdin
algjörlega. Hver veit?“
Dró sig út úr kastljósi fjölmiðla
„Ef ég er alveg ærlegur – það var
tímabil í mínu starfi, sem ríkislög-
reglustjóri og líka sem fangelsis-
málastjóri á tímabili, þar sem voru
nokkuð hatrammar ágjafir og pers-
ónulegar. Mér þótti það óþægilegt
að krakkarnir voru farnir að taka
eftir þessu. Ég hugsaði með mér,
get ég eitthvað gert til þess að hlífa
þeim við þessu? Ég fann að þeim
leið ekki alltaf vel undir þessum
árásum á pabba sinn og ákváð að
draga mig aðeins til hlés úr kast-
ljósi fjölmiðlanna sem ég gerði og
hef gert. Kannski hefur fólk tekið
eftir því. En nú eru þau orðin það
stálpuð og fullorðin og mér finnst
ég ekki verða fyrir sömu neikvæðu
árásunum og á þeim tíma.“
Gekk mikið á?
„Já, við vorum að rannsaka svo-
kölluð Baugsmál og það var hvasst
svolítið, hvassar og persónulegar
árásir. Ég deyfði fjölmiðlana dálítið.
Fyrir einhvern í þessu starfi þá
geturðu ekkert lokað þig af frá
fjölmiðlum alveg, það gengur ekki.
Þú þarft að vinna með þeim og
þeir eiga rétt á að ég vinni með
þeim, en ég reyndi að gera þetta
með þessum hætti, stíga aðeins til
hliðar.“
Haraldur segir það eftirminni-
legasta frá starfsferlinum vera það
hversu hratt hann hafi liðið.
Ætlarðu að gegna þessu starfi
áfram?
„Í gríni sagt hef ég alltaf svarað,
ég verð örugglega hættur 1. júlí.“
Næstkomandi?
„Já, þá kemur sú spurning.
Ekki endilega. Ég segi 1. júlí því
starfsmannalögin um opinbera
starfsmenn segja að þegar þú
hafir náð sjötugsaldri getirðu hætt
um næstu mánaðamót, og ég er
fæddur 25. júní. Það getur vel verið
að ég hætti fyrr, en það er 2024.“
↣Halli hippi: Blómabarn með hár niður á mitti
Haraldur segir Sigríði Björk sitja í karllægu embætti. fréttaBlaðið/GVa
8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
7
-F
D
1
8
1
8
1
7
-F
B
D
C
1
8
1
7
-F
A
A
0
1
8
1
7
-F
9
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K