Fréttablaðið - 08.01.2016, Page 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga.
Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við
þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala
og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna
nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota
ráðgjöf og meðferð.
Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu
Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra
brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar
vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og
um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til
Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu
viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan
stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef
áfallastreitu röskun greinist er boðið upp á sérhæfða,
áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki
þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda
einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu
er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og
reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðis-
ofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið
reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós
góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolend-
um. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda
aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu.
Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík
fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp
góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir
einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru marg-
víslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin,
jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt
ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum
áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi sam-
hliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með
afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka
í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af ein-
kennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir
á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni
skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess
á nýju ári.
Gömul og ný brot
Öllum sem
leita til
Neyðarmót-
tökunnar er
boðin
sálfræðiþjón-
usta.
Eygló
Harðardóttir
félags- og hús-
næðismálaráð-
herra
Lögreglan er í eldlínunni. Minnst einn fíkniefnalögreglumaður er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við aðila í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að koma þeim til aðstoðar. Sá sat í gæsluvarð-haldi í tíu daga. Ríkissaksóknari hefur mál
mannsins til skoðunar.
Annar var færður til í starfi eftir þrálátan orðróm um
að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rann-
sóknar en sá gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga-
deild og fíkniefnadeild. Það mál var ekki sent til ríkissak-
sóknara heldur með þessari tilfærslu innan lögreglunnar
leyst innanhúss. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað
um mál mannsins með umfangsmiklum hætti.
Allir skulu taldir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð
og það á ekki síður við um lögreglumenn en aðra.
Málin velta engu að síður upp stórum spurningum, sem
ítrekað hafa verið settar fram, án þess að við þeim hafi
verið brugðist.
Í samtali við Vísi sagði Kim Kliver, yfirlögregluþjónn
hjá dönsku lögreglunni, að komi mál sem þessi upp þar
sé það afar skýrt að sjálfstæð og óháð deild taki þau til
skoðunar. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert
athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður sak-
sóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei
ásakanir á sjálfa sig,“ sagði Kliver.
Allir yfirmenn lögreglu, ríkissaksóknari og innanríkis-
ráðherra eru sammála um þörf fyrir sérstakan vettvang,
nefnd eða hvað það yrði sem myndi taka á málum sem
þessum. Ekki gangi að láta lögregluna rannsaka sig sjálfa.
Á þetta hefur oft verið bent en ekkert verið gert.
Nú hefur hins vegar orðið hreyfing á málinu. Í nóvem-
ber skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði,
skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í
henni er lagt til að ráðherra skipi eftirlitsnefnd með
störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við
erindum frá borgurunum. Mörgum finnst þessi tillaga
ekki ganga nægilega langt.
Krafan er sú að eftirlitið verði virkara og að frum-
kvæði þeirra sem það hafa með höndum. Koma þurfi á
fót sjálfstæðri stofnun. „Það er svo mikilvægt að fyrir-
byggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu
ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varð-
menn að fylgjast með varðmönnunum,“ sagði Helgi á
forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag.
Lögreglumenn eru mannlegir. Þeir eru gallaðir og þeir
gera mistök. Rétt eins og allir aðrir almennir borgarar
þessa lands. Þorri lögreglumanna er strangheiðarlegur
og þorri landsmanna er það líka. En meðal þeirra eru
skemmd epli eins og í öllum eplakörfum. Virkara og
betra eftirlit verður að vera til staðar.
Þar að auki er til önnur lausn á þessum vanda. Hún
er sú að leggja niður vopn í stríðinu gegn fíkniefnum.
Þar sem fíkniefni eru ólögleg, hvar sem er í heiminum,
skipta ævintýralega háar fjárhæðir um hendur í undir-
heimunum. Og alls staðar hafa einstakir lögreglumenn
freistast til að fá skerf af þeirri köku. Engin sannfærandi
rök eru fyrir því að svo sé ekki hér á landi öfugt við alla
aðra staði.
Skemmd epli
Krafan er sú
að eftirlitið
verði virkara
og að frum-
kvæði þeirra
sem það hafa
með höndum.
Sendiherrar í eigin landi
Í blaðinu í dag kemur fram að um
helmingur sendiherra Íslands er
staðsettur í utanríkisráðuneytinu,
en ekki erlendis. Samkvæmt launa-
töflu kjararáðs eru laun sendiherra
tæplega 750 þúsund krónur. Í lok
árs skipaði Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra skrifstofu-
stjóra rekstrar ráðuneytisins,
mannauðsstjóra ráðuneytisins,
sendiráðunaut uppbyggingarsjóðs
EES og starfsmann utanríkisþjón-
ustunnar sem sendiherra, en þeir
eru allir staðsettir hér á landi.
Fyrrverandi þingmaður
VG, Árni Þór Sigurðsson, er sendi-
herra Norðurslóða. Hvað svo sem
það þýðir. Spurning hvort ekki
verði hægt að bjóða flóttamönnum
sem væntanlegir eru til landsins
sendiherrastarf. Tilefnið virðist
ekki þurfa að vera mikið.
Erindreki hafsins
Í gær var svo tilkynnt að Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, muni hefja störf
þann 1. apríl næstkomandi í utan-
ríkisráðuneytinu sem sérstakur
erindreki hafsins. Hans verkefni
er að sinna alþjóðlegu samstarfi
um málefni hafsins og samræma
verkefni ráðuneytanna sem snúa
að hafinu.
Það myndi auðvelda Jóhanni
vinnuna sína erlendis ef hann fengi
líka titilinn sendiherra. Það væri
ekki amalegt að hafa titilinn sendi-
herra hafsins og vera þar með sá
sendiherra sem hefði stærstu lög-
sögu allra sendiherra í heiminum.
snaeros@frettabladid.is
Frá degi til dags
8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r14 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
8
-0
B
E
8
1
8
1
8
-0
A
A
C
1
8
1
8
-0
9
7
0
1
8
1
8
-0
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K