Fréttablaðið - 08.01.2016, Side 20
Fólk| matargleði evu
SeSarSalat
Hvítlaukssósa
1 dós sýrður rjómi
1 tsk. dijon-sinnep
2-3 tsk. majónes
1 tsk. hvítvínsedik
1 tsk. sítrónusafi
Salt og pipar
2 hvítlauksrif
50-60 g nýrifinn parmesan-ostur
Maukið allt saman með töfrasprota
eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli
áður en þið berið fram með salatinu.
salatið
3 kjúklingabringur, skornar í ten-
inga
Ólífuolía
Salt og pipar
Kjúklingakrydd
100 g beikon
Kál, magn eftir smekk (helst
romain-salat)
1 agúrka
10 kirsuberjatómatar
Skerið kjúklingabringurnar í bita og
steikið upp úr olíu, kryddið til með
salti, pipar og kjúklingakryddi. Steik-
ið beikonið á annarri pönnu eða
steikið í ofni. Saxið kálið smátt og
dreifið á fat. Skerið agúrkuna, tóm-
atana og beikonið í litla bita og dreif-
ið yfir kálið. Því næst bætið þið kjúkl-
ingabitunum og brauðteningunum
yfir salatið. Í lokin rífið þið duglega
af parmesan-osti yfir allt salatið og
ekki spara ostinn!
HvítlaukS-
brauðteningar
Hvítt brauð
1 dl ólífuolía
Salt og pipar
2 hvítlauksrif
Blandið saman ólífuolíu, pressuðum
hvítlauk, salti og pipar í skál. Skerið
brauðið í teninga og veltið þeim upp
úr hvítlauksolíunni. Leggið brauð-
teningana á pappírsklædda ofnplötu
og bakið við 180°C í nokkrar mínút-
ur eða þar til þeir eru gullinbrúnir og
stökkir.
létt og gott CapreSe
1 askja kirsuberjatómatar
2 kúlur mozzarella
Fersk basilíkublöð
1 pakki hráskinka eða eins og 6
hráskinkusneiðar
1 skammtur basilíkupestó
baSilíkupeStó
1 höfuð fersk basilíka
Handfylli fersk steinselja
150 g ristaðar furuhnetur
50 g parmesanostur
1 hvítlauksrif
Safinn úr ½ sítrónu
1 dl góð ólífuolía
Salt og nýmalaður pipar
Skerið kirsuberjatómata í tvennt og
leggið á pappírsklædda ofnplötu.
Sáldrið smá ólífuolíu yfir og krydd-
ið þá til með salti og pipar. Bakið við
180°C í 20 mínútur. Útbúið pestó-
ið á meðan tómatarnir eru í ofnin-
um. Setjið allt í matvinnsluvél eða
maukið með töfrasprota, geymið í
kæli þar til þið ætlið að bera rétt-
inn fram. Raðið hráskinku á fallegt
fat eða disk, rífið niður mozzarella og
dreifið yfir, raðið tómötum og bas-
ilíkublöðum ofan á. Að lokum setjið
þið nokkrar matskeiðar af pestói yfir
réttinn og berið einnig pestóið fram
með réttinum í sér skál.
einfaldaSta
brauð í Heimi
470 g brauðhveiti
370 ml volgt vatn
1 tsk. salt
¼ tsk. þurrger
1 msk. ferskt rósmarín
2 hvítlauksrif
1. Blandið þurrefnum saman í skál
og hrærið vatni saman við. Setj-
ið plastfilmu yfir skálina og geym-
ið við stofuhita í að minnsta kosti tólf
klukkustundir.
2. Hellið deiginu á hveitistráð borð
og stráið smá hveiti yfir deigið. Saxið
rósmarín og hvítlauk mjög smátt og
blandið við deigið.
3. Hnoðið deigið rétt aðeins í hönd-
unum og brjótið það saman þannig
að það myndi kúlu.
4. Smyrjið ofnpott með olíu og setjið
pottinn inn í ofn við 230°C.
Takið pottinn út úr ofninum, setj-
ið brauðið í pottinn og inn í ofn í 30
mínútur. Þegar 30 mínútur eru liðnar
takið þið lokið af pottinum og bakið
áfram í 10-15 mínútur.
Létt og ljúffengt
í upphafi árs
ljúfmeti Þriðja serían af Matargleði Evu hefur göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 21. janúar. Hér er
hægt að taka forskot á sæluna og prófa rétti sem lífga upp á janúartilveruna.
klikkar seint Sesarsalat er algengur réttur á veitingahúsum. Það er gaman að útbúa eigið frá grunni.
einfalt en bragðmikið Brauðið er bakað í ofnpotti. flottur partíréttur Samsetningin hér er ómótstæðileg.
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
8
-2
E
7
8
1
8
1
8
-2
D
3
C
1
8
1
8
-2
C
0
0
1
8
1
8
-2
A
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K