Fréttablaðið - 08.01.2016, Page 26
Fólk| helgin
Íslenska sakamálaserían Ófærð hefur vakið mikla athygli og fengið góðar viðtökur meðal
landsmanna. Þættirnir, sem eru
framleiddir af RVK Studios, eru úr
smiðju Baltasars Kormáks en leik-
stýrt af honum sjálfum og þremur
öðrum leikstjórum, þeim Baldvini
Zophoníassyni, Berki Sigþórssyni
og Óskari Þór Axelssyni. Tíu þættir
voru teknir upp og stýrir hver leik-
stjóri 2-3 þáttum.
Fyrir Óskar Þór Axelsson var
þetta spennandi áskorun en síð-
asta verk hans, kvikmyndin Svart-
ur á leik, kom út árið 2012 og fékk
mjög góðar viðtökur. „Þetta eru
auðvitað að mörgu leyti öðruvísi
vinnubrögð en maður á að venjast
þegar maður leikstýrir einn sinni
eigin kvikmynd en um leið ákaf-
lega skemmtileg reynsla. Baltasar,
Sigurjón Kjartansson höfundur og
hópurinn sem stóð að þáttunum
pössuðu vel upp á að leyfa okkur
hinum leikstjórunum að koma með
hugmyndir í undirbúningsferlinu
sem og að gefa okkur töluvert
frelsi við að vinna þættina okkar.“
Byrjaði ungur
Áhuginn á kvikmyndagerð
hefur fylgt Óskari frá því hann var
drengur. „Ég byrjaði að gera stutt-
myndir þrettán ára. Faðir minn lést
fyrir aldur fram skömmu áður og
eftir á að hyggja hugsa ég að þetta
ástarævintýri mitt við kvikmynda-
gerð hafi að einhverju leyti byrjað
sem flótti frá raunveruleikanum.
En áður hafði ég líka alltaf verið
að búa til teiknimyndasögur, skrifa
sögur og búa til heimatilbúin út-
varpsleikrit. Þannig að frásagnar-
gleðin hefur fylgt mér svo langt
aftur sem ég man.“
Óskar lauk BA-námi í almennri
bókmenntafræði frá Háskóla Ís-
lands en stefndi alltaf á nám í kvik-
myndagerð erlendis. Strax eftir
útskrift stofnaði hann kvikmynda-
fyrirtækið Þeir tveir með Gunn-
ari B. Guðmundssyni. „Fyrirtækið
var stofnað utan um stuttmynd og
í kjölfarið fórum við svo að gera
sjónvarpsauglýsingar. Ég var því
á fullu í auglýsingabransanum
milli 1998 og 2001 þegar ég fór í
kvikmyndagerðarnám í New York
University.“
Ómetanlegt veganesti
Námið í Bandaríkjunum tók þrjú
ár og var mjög krefjandi að sögn
Óskars. „Um var að ræða nám í
almennri kvikmyndagerð en með
áherslu á leikstjórn og handrits-
gerð. Fyrstu tvö árin eru algjörlega
strúktúreruð og maður átti ekki
mikið líf utan skólans en lokaárið
var frjálsara. Námið hjálpaði mér
að þróa minn eigin stíl, en eins
mótaði það kvikmyndasmekk minn
og að læra að meta þau verk sem
saman mynda hinn kvikmyndalega
grunn sem við kvikmyndagerðar-
menn nútímans erum að byggja
ofan á. Það hefur reynst mér
ómetanlegt veganesti.“
Féll Fyrir BÓkinni
Um það leyti sem Óskar var að út-
skrifast sendu framleiðendur kvik-
myndarinnar Svartur á leik honum
bókina eftir Stefán Mána sem
myndin er byggð á. „Þeir töldu
að ég væri einn þeirra sem gætu
komið til greina sem leikstjóri þess
verkefnis, ekki síst vegna gríðar-
legs áhuga míns á glæpamyndum
sem þeim var vel kunnugt um. Ég
féll strax fyrir bókinni og sá að
þarna væri kominn úrvals efni-
viður til að hefja feril minn sem
leikstjóri kvikmynda í fullri lengd.“
Hann segir allt ferlið við gerð
myndarinnar hafa verið mjög lær-
dómsríkt. „Ég kom að verkefninu
í byrjun árs 2006 og myndin kom
út í mars 2012. Ferlið tók því sex
ár frá því ég kom að verkefninu
og var því nokkuð löng og erfið
meðganga. Fæðingin sjálf, þ.e.
tökurnar og eftirvinnslan, gekk þó
blessunar lega vel og barnið hefur
dafnað ágætlega síðan og ég er
stoltur af því.“
Ánægður með útkomuna
Hann er afar ánægður með út-
komu Ófærðar og þær viðtökur
sem fyrstu þættirnir hafa fengið.
„Mér finnst okkur hafa tekist
nokkuð vel að gera það sem lagt
var upp með, þ.e. skemmtilega
og þrælspennandi seríu með
góðum karakterum.“
Ófærð hefur selst mjög vel er-
lendis og verður serían m.a. sýnd
á besta tíma á mörgum af helstu
sjónvarpsstöðvum í Evrópu. „Ég
er sérstaklega ánægður með að
hún hafi selst til Bandaríkjanna
en það er ákaflega erfiður mark-
aður að komast inn á fyrir efni á
öðru tungumáli en ensku og því
mikil viðurkenning. Maður bíður
auð vitað spenntur eftir að heyra
hvernig þáttunum verður tekið
þegar sýningar hefjast erlendis. Ég
hef góða trú á að viðbrögðin verði
jákvæð og að meiri eftirspurn fylgi
í kjölfarið eftir leiknu íslensku efni.“
spennandi verkeFni
Þessa dagana vinnur Óskar að að-
lögun bókar Yrsu Sigurðardóttur,
Ég man þig, sem Zik Zak kvik-
myndir framleiða ásamt Sigurjóni
Sighvatssyni. „Við erum búin að
klára tökur á annarri af tveimur
sögum sem sagðar eru í þeirri bók.
Þessa stundina er ég að snurfusa
handritið fyrir seinni söguna sem
gerist á Ísafirði ásamt því að vinna
að klippingu fyrri hlutans með
Kristjáni Loðmfjörð. Tökur á seinni
partinum hefjast seint í mars.“
Auk þess er hann að vinna í
ýmsum öðrum verkefnum. „Þar má
m.a. nefna sjónvarpsseríu á vegum
Sagafilm sem ég er mjög spenntur
fyrir. Hún byggir á karakterum
og söguheimi bókaraðarinnar
um Stellu Blómkvist. Þá er ég að
vinna að nokkrum bandarískum
verkefnum en ég er með umboðs-
mannateymi í Los Angeles og von-
andi mun eitthvert þeirra verða að
veruleika á næstu árum.“
n starri@365.is
Ástarævintýri
sem hÓFst snemma
eFnilegur Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson stýrði þremur þáttum af saka-
málaseríunni Ófærð. Mörg spennandi verkefni eru fram undan á nýju ári.
GÓÐAR VIÐTÖKUR „Maður bíður auðvitað spenntur eftir að heyra hvernig þáttunum verður tekið þegar sýningar hefjast
erlendis. Ég hef góða trú á að viðbrögðin verði jákvæð,“ segir óskar Þór Axelsson, einn fjögurra leikstjóra ófærðar. MYND/GVA
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my styleStærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
ÚTSALAN er hafin
30-50% afsláttur
af öllum útsöluvörum
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
ÚTSALAN er hafin
30-50% afsláttur
af öllum útsöluvörum
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Verð nú: Verð áður:
Kjóll 6.900 kr. 9.900 kr.
Pils 6.900 kr. 9.900 kr.
Buxur 6.900 kr. 11.900 kr.
Toppur 5.900 kr. 8.900 kr.
Peysa 4.900 kr. 7.900 kr.
Poncho 2.900 kr. 5.900 kr.
Buxur 7.900 kr. 12.900 kr.
Glæsileg útsala
20 – 50% afsláttur
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
1
8
-0
B
E
8
1
8
1
8
-0
A
A
C
1
8
1
8
-0
9
7
0
1
8
1
8
-0
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K