Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 46

Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 365.is | Sími 1817 GRÍN, HASAR OG RÓMANTÍK Á BÍÓSTÖÐINNI Bíóstöðin er hluti af Skemmtipakkanum þar sem boðið er upp á kvikmyndir allan sólarhringinn. BÍÓSTÖÐINER Í SKEMMTI-PAKKANUM Í uppsetningu Leikhússins 10 fingur sem sló í gegn með leikritið Skrímslið litla systir mín Leikarar Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Listrænir stjórnendur Charlotte Bøving og Helga Arnalds Barnasýning ársins Sproti ársins Gríman 2015 - DV - S.J. Fréttablaðið Sun. 17. jan kl .13.00 Sun. 24.jan kl . 13.00 Sun. 7. feb kl . 13.00 Sun. 21. feb kl . 13.00 Hljómsveitin AmabAdamA er þessa dagana í stúdíói þar sem unnið er að því að taka upp nýja plötu sem stefnt er á að komi út á árinu. „Við erum að byrja að taka upp nýja plötu. Lagið sem við erum að taka upp núna heitir Æjæjæjæj. Við frumflutt- um það um verslunarmannahelgina. Núna langar okkur til þess að fara að gefa það út,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona hljómsveitarinnar, en sveitina skipa níu einstaklingar og forsprakkar hennar eru, auk Stein- unnar, Magnús Jónsson, eða Gnúsi Yones og Salka Sól Eyfeld. Síðasta smáskífan af nýju plötunni sem hljómsveitin sendi frá sér var lagið Óráð sem kom út í maí síðastliðnum. Lagið hlaut góðar viðtökur en það er eftir Gnúsa Yones og textinn ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Steinunn segir hljómsveitina að sjálfsögðu halda sig við sólskinsreggíið þó þau séu aðeins farin að gæla við döbbið. „Það er aðeins meira sólskin í sumum lögunum á meðan önnur eru kannski örlítið mystískari,“ segir hún og bætir við að nýja platan sé kannski örlítið meira bland en sú fyrri. Þyrst í að spila Árið 2015 var talsvert annasamt hjá hljómsveitinni sem spilaði mikið vítt og breitt um landið. „Það var mikið að gera út sumarið og við tókum með- vitaða ákvörðun um að draga okkur örlítið í hlé eftir verslunarmannahelg- ina til þess að hafa tíma til þess að hitt- ast meira, semja og æfa upp eitthvað nýtt.“ Núna hefur sveitin fengið nægan tíma til að semja og æfa og kominn tími til skella sér aftur upp á svið. „Við erum orðin mjög þyrst í það að spila og það er aldrei að vita hvort við skellum í tón- leika í bænum bráðum.“ Á næsta ári heldur AmabAdamA í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda og mun meðal annars koma fram á tón- leikahátíð á túrnum. „Við erum að fara að spila í útlöndum í fyrsta sinn og það er mjög spennandi. Ég fór með Reykja- víkurdætrum til Malmö í september og það var ný upplifun. Það er gaman að spila fyrir nýtt fólk á nýjum stað og svo er alltaf gaman að fara til útlanda,“ segir hún glöð í bragði. Að sögn umboðs- manns hljómsveitarinnar, Sindra Ást- marssonar, munu tónleikar hljóm- sveitarinnar fara fram í Bretlandi, á Spáni og hugsanlega í Þýskalandi. Fjallar um að gleyma sér Nýja lagið er væntanlegt á öldur ljós- vakans innan nokkurra vikna en það ber nafnið Æjæjæjæj. „Það fjallar um það þegar maður ætlar að fara að gera eitthvað en svo kemur eitthvað annað í staðinn sem fangar athygli manns og verður til þess að maður gleymir sér,“ segir Steinunn og bætir við að flestir geti sjálfsagt tengt við umfjöllunar- efni lagsins. „Til dæmis einhver fal- legur maður eða falleg kona, eða bara Esjan eða sjórinn,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hljómsveitarmeð- limir gætu sjálfsagt flokkast sem býsna gleymnir en áreitið sé líka meira en það var, þá sérstaklega með tilkomu snjallsíma. „Í mínum hluta textans er ég að tala um þegar maður á kannski að skrifa ritgerð en bara gleymir sér aðeins og festist í tölvunni, fer út að skemmta sér eða fer jafnvel að vaska upp í staðinn fyrir að fara að læra,“ segir Steinunn kímin og auðheyrt er að hún kannast eitthvað við þær aðstæður sjálf. „Magga texti fjallar til dæmis um þegar hann er að keyra og sér svo sæta stelpu að hann fer yfir á rauðu ljósi. Ég veit nú ekki alveg hvort það byggir á reynslu,“ segir Steinunn að lokum og skellir upp úr. gydaloa@frettabladid.is Kannast allir við það að gleyma sér AmabAdamA tekur upp nýtt efni og stefnir á að senda frá sér plötu á árinu. Auk þess heldur hljómsveitin sína fyrstu tónleika í útlöndum. Magga texti fjallar til dæMis uM þegar hann er að Keyra og sér svo sæta stelpu að hann fer yfir á rauðu. ég veit nú eKKi alveg hvort það byggir á reynslu. Ég var úti að labba að hugleiða um heimsfrið og ást. Æjæjæjæjæj og svo gleymdi ég mér. Og afhverju svona margir á jörðinni þurfað slást. Æjæjæjæjæj og svo gleymdi ég mér. Fór að pirra mig á allri þessari spilltu pólitík. Æjæjæjæjæj og svo gleymdi ég mér. Því um leið og ég sá þig var ég bara holy sjiittt. Æjæjæjæjæj viltu byrja með mér? Keyrði yfir rautt ljós það birtust blikkandi blá. Æjæjæjæjæj lögregluþjónn, úps ég gleymdi mér. Hann horfði á mig brosandi, blíður blikkandi já. Æjæjæjæjæj þarna gleymdir þú þér. Ég bara gleymi mér þegar fegurðina sé. Dett inn í draumalandið raun- veruleikinn tekur hlé. Sit í grasinu og stari á hana labb- andi framhjá. Það er eins og tíminn stöðvist og eina hljóðið er hjartað mitt að slá. æjæjæjæjæj Gnúsi, Salka og Steinunn í dúndrandi stuði í stúdíóinu þar sem þau voru að taka upp nýja smáskífu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r34 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 1 8 -1 0 D 8 1 8 1 8 -0 F 9 C 1 8 1 8 -0 E 6 0 1 8 1 8 -0 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.