Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 6
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR |
Það er staðreynd að mansal þrífst
á Íslandi. Þetta segir Snorri Birg-
isson, rannsóknarlögreglumað-
ur á Suðurnesjum, sem rannsak-
að hefur mansalsmál og staðið
fyrir fræðslu um þau undanfar-
in ár. Hann segir ábendingum um
mansal fara fjölgandi í takt við
aukna fræðslu á einkennum þess.
Birtingarmyndir mansals
eru margvíslegar á heimsvísu.
Í áætlun ríkisstjórnarinnar
gegn mansali á Íslandi er það
sagt vera til dæmis hagnýting
á einstaklingum í kynferðisleg-
um tilgangi, vinnuþrælkun eða
refsiverð hagnýting á líkama ein-
stakling með til dæmis fíkniefna-
smygli eða líffærasölu. Einstak-
lingur eða hópur einstaklinga er
notaður í ábataskyni með einum
eða öðrum hætti.
Mesta aukningin hérlendis
undanfarið hefur verið í ábend-
ingum um vinnumansal. Um
skipulagða glæpastarfssemi er
að ræða þar sem stórir glæpa-
hópar standa oft að baki kaupum
og sölum á manneskjum.
Árið 2009 var dæmt í fyrsta
og eina skipti í mansalsmáli
hérlendis. Ákært hefur verið í
nokkrum málum þar sem mansal
kemur við sögu en sýknað hefur
verið í ákærum um mansalsþátt-
inn.
Snorri segir um að ræða flókin
mál þar sem oft getur reynst erf-
itt að sanna hvort um mansal sé
að ræða. Einnig vegna þess að oft
getur reynst erfitt að fá fórnar-
lömbin til samstarfs. Þau eru oft
beitt mikilli kúgun og eru hrædd
við að segja frá. Það reynist líka
erfitt að hafa uppi á fórnarlömb-
um mansals því þeir sem fyrir
því standa passa vel upp á ein-
angrun þeirra.
„Blekking og einangrun eru
stórir þættir í þessu. Oft er þetta
þannig að fólk kemur hingað á
röngum forsendum með loforð
um góða vinnu og húsnæði. Síðan
þegar það er komið til landsins
þá er raunin önnur,“ segir hann.
„Oft eru vegabréf tekin af fólki
og það getur ekki tjáð sig við
yfirvöld án afskipta yfirmanna.
Þeim er sagt að það kosti pen-
inga að fá kennitölu og að tala
við félagsþjónustuna. Þetta eru
einstaklingar sem þekkja ekkert
annað og vita ekki hvert þeir eiga
að leita.“
Snorri segir að þau mál sem
lögreglan hafi haft til skoðunar
tengist ýmsum geirum atvinnu-
lífsins. „Þær upplýsingar sem við
höfum verið að fá tengjast mörg-
um stigum þjóðfélagsins. Bygg-
ingarvinnu, ferðaþjónustu, hrein-
gerningarfyrirtækjum og fleiri.“
Eftir að mansalsmálið kom
upp árið 2009 var farið að skoða
mansalsmál með öðrum augum.
„Þegar við horfum til dæmis til
starfsmannaleiganna sem voru
mikið hér í góðærinu þá hefð-
um við eflaust skoðað það á allt
annan hátt ef við hefðum á þeim
tíma haft þá vitneskju sem við
höfum núna um mansal.“
Mansalsmál eru flókin viður-
eignar og geta tengst ýmsum
kimum samfélagsins. Nýleg
mál sem lögreglan hefur verið
að skoða hafa til dæmis tengst
því að fólk smygli fíkniefnum til
landsins og sé síðan nýtt í það að
stunda vændi eða vinnumansal
eftir smyglið. „Við höfum kall-
að það margnýtingu á manneskju
sem vöru. Það er eitthvað sem
við erum nýfarin að sjá og er í
rauninni dapurt. Þarna eru tveir
stærstu brotaflokkarnir farnir að
sameinast undir einn hatt.“
Fólk sem er hér á landi í vinnu-
mansali býr yfirleitt við mjög
slæmar aðstæður. Nýr vinkill á
þessum málum eru svokallaðir
verndartollar. „Fólk er þá að borga
ákveðnum aðila pening fyrir að
halda vinnu sinni. Þá er beitt þess-
ari blekkingu að aðilinn hafi ein-
hver ítök en hann er bara að beita
fjárkúgun. Eins er verið að borga
ákveðnar upphæðir fyrir að búa
við öryggi. Það er verið að hagnýta
sér viðkomandi sem þekkir ekki
umhverfið og réttindi sín.“
Snorri segir mikilvægt að
fræða fólk um einkenni mansals
og opna augu almennings fyrir
því að það eigi sér stað hérlend-
is. Sjálfur sótti hann fræðslu
á vegum Front ex, landamæra-
stofnunar Evrópusambandsins,
og hefur verið að fræða víða
um þessi mál. „Við höfum verið
að stíla inn á það fólk sem gæti
á einhverjum tímapunkti átt í
samskiptum við hugsanleg fórn-
arlömb. Lögreglumenn, útlend-
ingastofnun, Rauða krossinn og
þjónustumiðstöðvar Reykjavík-
urborgar svo eitthvað sé nefnt.
Við höfum líka verið að tala við
stéttarfélögin og starfsmenn lög-
reglu, fræða þá sömuleiðis. Þetta
vandamál hefur lengi verið til
staðar en við verðum vör við það
núna af því við þekkjum einkenni
þess og horfum öðruvísi á þessi
mál.“
MANSAL FER VAXANDI UM ALLAN HEIM
Áætlað er að 20-30 milljónir manna í heiminum búi við ánauð. Flestir af þeim búa í Indlandi, Kína, Pakistan,
Úsbekistan og Rússlandi. Hagnaður af þrælahaldi í heiminum er áætlaður vera 2.000 milljarðar á ári.
80%
fórnarlamba
eru konur og allt
að helmingur börn
undir 18 ára aldri. Á
Vesturlöndum starfa
flest þeirra í ánauð í
kynlífsiðnaði.
32%
25%
43%
Kynlífsiðnaður
Nauðungarvinna
Hernaður og
glæpastarfsemi
TEGUNDIR MANSALS
1 Hefur viðkomandi einhver af eftir-
töldum einkennum: Mar, þunglyndi,
ótti, óhófleg undirgefni?
2 Hefur viðkomandi umráð yfir
persónulegum gögnum sínum, s.s.
peningum, skilríkjum, ferðagögnum?
3 Getur viðkomandi sannað á sér deili
með skilríkjum? Ef ekki, hver hefur
skilríki hans undir höndum?
4 Hefur viðkomandi verið sagt hvað
hann eigi að segja við lögreglu og
útlendingaeftirlit?
5 Var viðkomandi ráðinn til starfa í
einu starfi en neyddur til að taka að
sér annað starf?
6 Eru laun viðkomandi tekin upp í að
greiða fyrir „smyglið/aðstoðina“?
7 Hefur viðkomandi verið neyddur
til að taka þátt í kynferðislegum
athöfnum?
8 Er viðkomandi frjáls ferða sinna?
9 Hefur fjölskyldu viðkomandi verið
hótað skaða reyni hann að flýja?
10 Hefur viðkomandi verið hótað með
því að honum verði brottvísað eða
aðgerðum löggæsluyfirvalda?
11 Hefur viðkomandi verið unninn
skaði eða verið sviptur mat, drykk,
svefni, læknisþjónustu eða öðrum
lífsnauðsynjum?
12 Hefur viðkomandi frelsi til að hafa
samband við vini eða fjölskyldu?
13 Hefur viðkomandi verið neyddur til
að taka þátt í auglýsingu á kynlífi?
14 Hefur viðkomandi leyfi til félagslegra
samskipta eða til að rækja trú sína?
15 Fær viðkomandi ekki að tala fyrir
sig sjálfur eða fylgir honum ráðandi
einstaklingur?
16 Er viðkomandi ekið til og frá vinnu,
býr hann og vinnur á sama stað?
17 Skuldar viðkomandi vinnuveitanda,
er honum ómögulegt að yfirgefa
starfið?
18 Fórnarlambið oft andvígt eða hrein-
lega áttar sig ekki á því að það sé
fórnarlamb mansals.
19 Tímafrekt– getur skipt mjög
miklu máli að fá gögn frá öðrum
löndum áður en grunaðir menn eru
lausir úr einangrun og geta þar með
samræmt framburð sinn.
20 Skipulagðir glæpahópar– getur
tekið nokkurn tíma að ná utan um
skipulagninguna og átta sig á hlut-
verki hvers og eins sakbornings.
EINKENNI MANSALS
Fleiri ábendingar um vinnumansal
Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna
þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. Mest fjölgun hefur orðið á ábendingum til lögreglunnar um mansal tengt almennum vinnumarkaði.
Þegar við
horfum til
dæmis til
starfsmanna-
leiganna sem
voru mikið hér
í góðærinu þá
hefðum við eflaust skoðað
það á allt annan hátt.
Snorri Birgisson, lögreglumaður.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjanabjorg@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Asia Pacific
23,542,800
Sub-Saharan
Africa
5,916,200
Russia
and Eurasia
2,599,300
United
States
60,100
Canada
4,600
Brazil
155,300
Mexíkó
266.900
Haítí
237.700
Evrópu-
sambandið
315.100
Uzbekistan
1,201,400
Rússland
1.049.700
Indland
14.285.700
Japan
237.500
Ástralía
3.000
Nýja-Sjáland
600
Súdan
429.000 Pakistan
2.058.200
China
3,241,400
Venesúela
60.900
Kólumbía
105.400
Perú
66.300
Síle
36.900
Argentína
77.300
Umfang nútíma
þrælahalds
Low
High
Kongó
762.900
Así
. .
Afríkuríki
sunnan Sahara
. .
Rússland
og Evrasía
2.599.300
Evrópa
566.200
Miðausturlönd,
Norður-Afríka
2.178.100
Bandaríkin
60.100
K
.
s ía
.
Egyptaland
393.800
Ús
. .
Kína
. .
ítið
M kið
Ameríka
1.285.000
Erfitt
er að meta
umfang mansals á Ís-
landi öðruvísi en að áætla
það út frá reynslu fag- og
eftirlitsaðila. Margrét Steinars-
dóttir, framkvæmdastjóri Mann-
réttindaskrifstofu Íslands, segist
hafa haft kynni af að minnsta
kosti 120-130 brotaþolum
mansals síðan 2004.
BIOMEGA
www.apotekid.is
– einfalt og ódýrt
20%
afsláttur Gildir til 31. janúar.
Gildir til 31. janúar.
NÁTTÚRULEG
SLÖKUN
Gildir til 31. janúar.Gildir til 31. janúar.
Spöngin • Hólagarður • Skeifan • Garðatorg • Setberg • Akureyri
Þarftu að kljást við krampa, sinadrátt,
svefnleysi eða hormónaójafnvægi?
Betri slökun í amstri dagsins
og á meðan þú sefur.
20%
afsláttur
20%
afsláttur
20%
afsláttur
RECHARGE
ORKUSKOT
af allri línunni.
Biomega vítamínin eru
fyrir alla fjölskylduna.
BODYFLEX
FYRIR LIÐINA!
Bodyflex Strong er fæðubótarefni gegn
stirðleika í liðamótum og styrkir heilbrigði
burðarvefja líkamans.
Enginn sykur, hitaeiningar
eða kolvetni
*Ekki tæmandi listi - Heimild: Ilo
ASKÝRING | 6
1 2 3 4 5MANSAL Á ÍSLANDI
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
2
-1
B
D
8
1
7
F
2
-1
A
9
C
1
7
F
2
-1
9
6
0
1
7
F
2
-1
8
2
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K