Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 32
Um helgina var fyrsta kynn-ing bílaumboðsins Öskju á nýrri línu Mercedes-Benz Vito-bifreiða en stutt er síðan fyrstu bílarnir í sendibílaútfærsl- unni komu til landsins. Agnar Daníelsson, sölustjóri atvinnu- bíla hjá Öskju, segir Mercedes- Benz Vito vera ótrúlega fjölhæfan bíl en hann er í boði sem sendibíll, fjölnota- og fólksbíll. „Hægt er að fá yfirbygginguna á Vito, hvort sem er sendi- eða fólksbíl, í þrem- ur lengdum, eftir þörfum hvers og eins. Vito hefur tvær vélar í fimm aflútfærslum, frá 88 hestöflum til 190 hestafla. Auk þess hefur hann þrjú drifkerfi, framhjóladrif, aftur- hjóla- og fjórhjóladrif.“ Sendibíllinn, sem getur verið 2ja eða 3ja sæta, er með þili milli farm- og farþegarýmis og getur verið með rennihurðum á báðum hliðum. „Að aftan getur verið heill hleri eða tvær hurðir. Timb- urklæðningar eru í hliðum og timbur plata í gólfi. Bindirennur eru í hliðum og gólfi til að tryggja að farmur hreyfist ekki meðan hann er fluttur á milli staða. Lágt uppstig er í bílinn og sérlega þægi- legt að ganga um hann.“ Vito Mixto er fjölnota bíll en hann getur verið með 3ja sæta farþegabekk til viðbótar við fram- sætin sem annaðhvort eru tvö eða þrjú. „Þetta er flottur, þægilegur og sérlega lipur vinnuflokkabíll eða góður alhliða bíll fyrir fyrir- tæki sem þurfa annars vegar að flytja fólk og hins vegar farm.“ Fólksbíllinn Vito Tourer fæst í þremur innréttingarútfærslum en að sjálfsögðu með sömu mögu- leikum í lengdum á yfirbyggingu, drifútfærslu eða vélarafköstum. „Einfaldasta gerðin er Tourer BASE sem er með mjög einfaldar en sterkar innréttingar. Bíllinn er hugsaður til að flytja mannskap að og frá vinnusvæðum eða þar sem notkun ökutækis gefur ekki kost á að notaður sé fallega innréttaður fólksbíll.“ Tourer PRO er þó sú gerð sem líklega selst í mestu magni segir Agnar enda vel búinn fólksbíll með öllum helstu þægindum. „Farþegabekkir geta verið með heilu baki eða með stökum bökum fyrir hvern farþega sem getur þá hallað bakinu sínu eftir þörfum. Gólfið er úr níðsterkri plastplötu sem auðvelt er að þrífa.“ Öryggið uppfært Agnar segir Tourer SELECT vera best búna Tourer-fólksbílinn. Hann er með teppalögð gólf, ál- felgur, samlita stuðara, loftkæl- ingu, stýri með aðgerðahnöppum og fleira sem staðalbúnað. Fólks- bíllinn er væntanlegur til landsins í lok mars. Mercedes-Benz Vito hefur fengið stórkostlega uppfærslu á öryggis kerfum að sögn Agn- ars. „Staðalbúnaður er hliðar- vindsbúnaður (Crosswind ASS- IST), sem aðstoðar ökumann að halda réttri stefnu á vegi þó að sterk vindhviða skelli á bílnum, ásamt athyglisvara (ATTENTION ASSIST) sem reiknar aksturstíma og mælir hegðun ökumanns og minnir hann á að stansa og hvíla sig ef hann sýnir merki um þreytu í akstri.“ Úr sömu verksmiðju og byggð- ur á sömu yfirbyggingu, vélum og drifbúnaði kemur Mercedes- Benz V-Class, sannkallaður há- gæðafólksbíll að sögn Agnars. „V-Class var kynntur til leiks síð- astliðið sumar og hefur notið mik- illa vinsælda enda háklassafólks- bíll með innréttingar og áklæði af bestu gerð.“ Á sýningunni síðustu helgi var einnig sýndur Mercedes-Benz Sprinter sem er og hefur verið í for- ystu í sínum stærðarflokki. „Sprint- er er ekki síður fjölhæfur. Hann hefur margar lengdir og hæðir á yf- irbyggingu í boði, margar vélarút- færslur, gírkassa og drifbúnað. Öfl- ugasti sendibíllinn í sínum flokki. Enginn bíll er vinsælli sem lítill hópferðabíll, sannkallaður mark- aðsleiðtogi í sínum flokki.“ Atvinnubíladeild Öskju býður einnig upp á Mercedes-Benz Atego sem er grindarbíll fyrir vörukassa, pall eða aðra yfirbyggingu og er með heildarþunga frá 6,5 tonnum upp í 16 tonn. Í næstu deild þar ofan við býður Askja upp á Merc- edes-Benz Actros, Antos og Arocs. Allir bílarnir eru byggðir á svip- aðri tækni og t.d. eru í boði sömu vélar, gírkassar, drif og annað fyrir alla þessa bíla en þeir hafa allir sitt sérstaka hlutverk. Auk þessa býður Askja upp á hópferðabíla frá Daimler AG sem framleiddir eru undir merkjum EvoBus, en það eru hópferðabíl- ar af gerðunum Mercedes-Benz og Setra. „EvoBus er langstærsti framleiðandi hópferðabíla í Evr- ópu. Vörulínan er frá smárút- um og strætisvögnum að hágæða og tæknivæddum stórum ferða- mannarútum með öllum helstu þægindum.“ Allar nánari upplýsingar gefa sölumenn Öskju í síma 590 2100. Fyrstu Mercedes-Benz Vito- bílarnir komnir til landsins Mercedes-Benz Vito er ótrúlega fjölhæfur bíll. Hann er í boði sem sendibíll, fjölnota- og fólksbíll og hefur fengið stórkostlega uppfærslu á öryggiskerfum. Askja kynnti Mercedes-Benz Vito, ásamt fleiri fjölhæfum bílum, á bílasýningu um síðustu helgi. Margir áhugasamir gestir settust inn í bílana til að fá betri tilfinningu fyrir þeim. Starfsmenn Öskju svöruðu spurningum gesta og gáfu góð ráð. Mikið fjölmenni var á sýningunni um helgina. MYND/ÚR EINKASAFNI Askja kynnti nýja línu af Mercedes-Benz Vito bifreiðum, auk annarra bifreiða, á glæsilegri bílasýningu síðustu helgi. MYNDIR/HARI KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 201512 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 0 -D A E 8 1 7 F 0 -D 9 A C 1 7 F 0 -D 8 7 0 1 7 F 0 -D 7 3 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.