Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 14
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Enginn vill vera karlremba eða ráðast með dónaskap á fólk af öðru þjóðerni. Fólk fær fyrir hjartað ef það er sakað um fordóma í garð kvenna, samkyn- hneigðra eða útlendinga. En sama fólk virðist ekki skilja fordóma gagnvart eldra fólki, sem úir og grúir af í okkar samfélagi. Þeirra verður vart á vinnu- stöðum, þegar reynt er að bola út eldri starfsmönnum til að yngja upp. Þeirra verður vart þegar talað er niður til eldra fólks og líka þegar horft er í gegnum eldra fólk, eins og það sé ekki til. Útbelgdir af aldursrembu Þegar spurðist út að RÚV ætlaði að setja á dagskrá umræðuþátt með stjórnendum af eldri kynslóðinni brugðust marg- ir ókvæða við. Umsjónarmönnunum var líkt við steingervinga og risaeðlur. „Hvar er unga fólkið?“ var spurt og einn skrifaði á Facebook: „Það eru nokkur hjúkrunarheimili aldraðra í Reykjavík. Þar hefði eflaust mátt finna þáttastjórn- endur fyrir RÚV.“ Þá var nýlega rætt um það í fremur neikvæðum tón að sjón- armið „sjötugra“ væru ráðandi í þjóð- málaumræðunni. Aldursfordómar sjálfsagðir Menn hefði rekið í rogastans, ef þetta hefði verið umræða um konur, samkyn- hneigða eða útlendinga. En þegar eldra fólk á í hlut, eru fordómar af þessu tagi leyfilegir, jafnvel sjálfsagðir. Marg- ir sem komnir eru um sextugt eða eru jafnvel yngri, eiga erfitt með að fá starf ef þeir einhverra hluta vegna missa störfin sem þeir hafa verið í. Fæstir eru til í að tjá sig um það opinberlega, enda vilja þeir ekki eyðileggja fyrir sér í atvinnuleitinni. Á sama tíma er rætt um að hækka eftirlaunaaldurinn í landinu! Þetta er áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að fólki sem er 55 ára og eldra mun fjölga um 45% á næstu 15 árum. Þetta er einnig mismunun, sóun á reynslu og þekkingu þessa fólks og brot á mann- réttindum þess. Aldursfordómar á Íslandi SAMFÉLAG Erna Indriðadóttir ritstjóri vefritsins Lifðu núna Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Í sland er úr leik í heimsmeistaramótinu í Katar. Frammi- staða Íslands var óvenju slök að þessu sinni. Liðið var nokkuð langt frá því sem við eigum að venjast. Í áratuga- raðir hefur landsliðið heillað okkur með framgöngu sinni. Svo var ekki nú. Þeir sem léku fyrir okkar hönd gerðu eflaust sitt besta nú, sem fyrr. Það var bara ekki nóg. Það er eitt. Annað er umgjörð mótsins og hvar það var haldið. Smáríkið Katar er ríkt land. Auðæfunum er hins vegar ein- staklega illa skipt milli þegna landsins. Þar er að finna ömurlega fátækt og fádæma ríkidæmi, bruðl og óhóf. Mannréttindi eru ekki virt sem sést best á stöðu kvenna og fátækra. Ríku menn- irnir í Katar eru gripnir einhvers konar dellu. Þeir keppast við að halda hvert stórmótið á eftir öðru. Þeir hafa næga peninga. Þeir hafa marga fátæka verkamenn, kannski á að segja þræla, til að vinna að byggingu íþróttamannvirkja. Þar sem vinnuaðstæður eru bágbornar og banaslys eru ekki fátíð. Undir þessum kringumstæð- um þiggja tuttugu og þrjár þjóðir að koma, taka þátt í sýningunni og samþykkja þá um leið það fyrirkomulag sem ríkir í Katar. Misskiptinguna, mannréttindabrotin og stöðu kvenna. Ísland var meðal þessara þjóða. Rök mæla með að ekki sé gott að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Ef aðeins er horft til íþrótta og hefðar er margt sem þarf að skoða betur. Landslið Katar er skipað úrvalsleikmönnum héðan og þaðan úr heiminum. Fæstir hafa nokkur tengsl við sitt nýja föðurland, Katar. Þá helst til að leika einn og einn landsleik fyrir Katar og þiggja áður óþekkt laun fyrir. Þessi framganga er eðlilega einstök og vonandi fáum til eftirbreytni. Með þátttöku sinni hafa þjóðirn- ar tuttugu og þrjár lýst stuðningi sínum við þessar aðfarir. Segja má að Alþjóðahandknattleikssambandið og þátttöku- þjóðirnar hafi sleppt fádæma góðu tækifæri til að láta til sín taka, beina athyglinni að því sem var og er að gerast í Katar. Sýna í verki að ekki sé unnt að gera hvað sem er ef aðeins nægir peningar eru til staðar. Ekki má vera hægt að kaupa hvað sem er. Heimsmeistaramót í handbolta er smátt í sniðum í samanburði við heimsmeistaramót í fótbolta. Nú er unnið að einu slíku í Katar. Spilling vellur um allt. Fáir en ofurríkir karlar í Katar hafa náð sínu fram. Keypt til sín stærstu íþróttamótin. Enn er fátækum verkamönnum fórnað. Þeir deyja við byggingu íþrótta- mannvirkja sem fulltrúar okkar heimshluta munu síðan spranga um á. Við munum samþykkja áframhald vitleysunnar. Ísland og hinar þjóðirnar tuttugu og tvær, sem mættu til Katar, voru hluti leiktjalda sem hafa enga þýðingu því allt hugsandi fólk hefur skömm á því sem gert var og gert er í Katar og íþróttamótin eru ríku mönnunum í Katar ekki til framdráttar. Alls ekki. Eftir stendur að vel upplýstar þjóðir samþykkja að vera leik- föng spillta aðalsins í Katar. Handboltamótið í Katar gat markað tímamót: Ísland samþykkti með þátttökunni Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is ➜ Fólk fær fyrir hjartað ef það er sakað um fordóma í garð kvenna, samkynhneigðra eða útlendinga. En sama fólk virðist ekki skilja for- dóma gagnvart eldra fólki, sem úir og grúir af í okkar samfélagi. Þeirra verður vart á vinnustöðum, þegar reynt er að bola út eldri starfs- mönnum til að yngja upp. Óheilbrigt samband Ný könnun MMR sýnir að Sjálfstæðis- flokkur mælist með 27,3% fylgi og er stærstur á þingi, en Framsóknarflokkur minnstur með 9,4% fylgi. Það er ekkert óeðlilegt að stærsti og minnsti flokkurinn myndi meirihluta sé þess kostur. Það var hins vegar ekki svo nú, flokkarnir hafa 19 þingmenn hvor. Ef kannanir eru mælikvarði á heilbrigði sambands tveggja stjórnarflokka þá er erfitt að halda því fram að sambandið sé gæfuríkt fyrir Framsóknarflokk. Að hefja samstarf sem jafningjar er eitt, en þegar annar aðilinn á í miklum erfiðleikum með að fóta sig og hinn styrkist á sama tíma eða í það minnsta heldur velli, er nokkuð gefið að togstreita og óeining geri vart við sig. Gústafs-gate ómælt Könnun MMR var gerð dagana 9.-14. janúar, nokkru áður en fulltrúar Fram- sóknarflokksins í Reykjavík skipuðu Gústaf Adolf Níelsson, sjálfskipaðan verndara kristinna miðaldra manna, í mannréttindaráð. Því verður áhugavert að sjá hvort raunfylgi flokksins hafi farið enn neðar eftir þann gjörning eða hvort viðbrögð flokksforystunnar hafi verið nógu afdráttarlaus til að flokkurinn haldi sjó. Viðbrögðin voru nokkuð afdráttarlaus og skjót, sérstaklega samanborið við við- brögðin við ummælum Svein- bjargar Birnu Sveinbjörns- dóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, í fyrravor um að afturkalla ætti lóðaút- hlutun vegna mosku í Reykjavík. Margflókin mál á dagskrá Áhugavert er að fylgjast með hvernig stjórnarflokkarnir ráða fram úr flóknum og stórum hagsmunamálum sem liggja fyrir vorþinginu. Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnun og veiðigjöld, breytingar á rammaáætlun og lög um náttúruvernd, náttúrupass- inn, breytingar á húsnæðiskerfi og ný tillaga um hvernig skuli draga aðild að ESB til baka. Áframhaldandi ójafnvægi milli þeirra í könnunum eykur varla samstöðuna. Það fjarar undan Framsókn þrátt fyrir skulda- niðurfellingu á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa óhaggaður þrátt fyrir Ásmund Friðriksson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. heidakristin@frettabladid.is 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 1 -4 2 9 8 1 7 F 1 -4 1 5 C 1 7 F 1 -4 0 2 0 1 7 F 1 -3 E E 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.