Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512-5429 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Sonax-vörumerkið, sem kom fyrst fram árið 1950, er þekkt fyrir mikil gæði og framúr- stefnulega vöruþróun byggða á hátæknilegum aðferðum,“ segir Sverrir Ögmundsson, sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni sem flytur inn gæðavörurnar frá Sonax. Hann segir margar vörurnar henta mjög vel fyrir vinnuvélar og vörubíla. „Í það minnsta eru mjög margir atvinnubílstjórar sem kjósa vör- urnar frá okkur.“ Þrífa skít en ekki smurningu Sverrir segir fjölmargar sápur frá Sonax henta vel til þrifa á vinnu- vélum og tækjum. Hann getur þess að allar vörurnar frá Sonax lúti þeim reglum um umhverfisvernd sem gildi í Evrópusambandinu. „Við erum með sterkar sápur sem henta vel fyrirtækjum sem eru með mörg tæki eða bíla. Þær eru fituleysandi, alkalískar með háu PH-gildi. Þær eru gæddar þeim eiginleikum að þær leysa vel upp fitu og óhreinindi en eru ekki með upplausnarefnum. Þannig leysa þær ekki upp tjöru, olíu, glussa og smurningu sem vinnuvélar og traktorar þurfa til að virka,“ lýsir Sverrir. Sem dæmi um þess konar sápur nefnir hann Sonax Dirt Dissolver og Sonax Ultra Power. Sverrir segir fólk geta valið á milli háfreyðandi og lágfreyðandi sápu. „Það er misjafnt hvað hent- ar en froðan mýkir vatnið, færir óhreinindi frá fletinum og fækkar þannig rispum,“ segir hann. Bónið verndar Mikilvægt er að bóna öll tæki reglulega til að minnka líkur á ryði. „Öll umhirða og þrif verða auðveldari ef þú bónar, ending- in eykst auk þess sem það hækk- ar endur söluverðið þegar tækin líta vel út,“ segir Sverrir og mælir sérstaklega með Hard Wax-bón- inu. „Það er mjög þægilegt að nota á stórar vinnuvélar, fljótlegt og má nota á alla fleti.“ Sonax framleiðir bón sem vinna má með á handvirkan máta með því að úða yfir bílana með úða- brúsa, nudda með þvottakústi og skola af. Það bón er einungis selt í 25 lítra brúsum enda er það aðal- lega notað á þvottastöðvum,“ lýsir Sverrir og bendir á að slíkt bón henti vel fyrir f lutningabíla og rútur enda afar fljótleg leið til að bóna. Hreint og fínt vinnurými Það skiptir marga máli að vinna í hreinu og snyrtilegu umhverfi. Sonax býður upp á fjölbreytt úrval af efnum til þrifa á innanrými. „Við erum með heilmikið af áhöldum, svömpum, míkrófíberklútum, sköfum og slíku til að þrífa bílana að innan sem utan. Þá er hægt að fá gluggahreinsiefni, sérstök efni til að hreinsa sæti, hurðaspjöld og mælaborð. Að auki má fá efni með vínylgljáa og önnur sem fríska upp á gúmmí,“ telur Sverrir upp. Hann áréttar að efnið sem spreyja má á mottur sé stamt og því ekki hætta á að sólar á skóm verði sleipir. Flugur og kalk Vöruúrvalið frá Sonax er mjög fjöl- breytt og þar kennir ýmissa grasa. „Á sumrin lenda margir í vand- ræðum með flugur og skordýr sem festast á húddi og grilli. Við erum með sérstök efni sem má úða á slík óhreinindi. Þetta er hátækni- vara sem mýkir upp óhreinind- in sem síðan er hægt að skola af,“ segir Sverrir en einnig er hægt að fá sérstaka svampa til að þrífa slík óhreinindi. Sverrir bendir einnig á að sumar sápur megi nota til margra hluta. „Við erum með sápur sem inni- halda sýrur sem leysa vel upp steinefni og kalk. Slíkar sápur henta einkar vel við þrif á f lísa- lögðum gólfum verkstæða og við þrif á steypubílum og tækjum sem notuð eru við steypuvinnu“. Hann bendir einnig á að Sonax bjóði upp á alls konar slípimassa og efni til að slípa upp gamalt og veðrað lakk. Bón og bílasápur fyrir vélar og vörubíla Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur um áratugaskeið flutt inn bón- og bílhreinsivörur frá þýska framleiðandanum Sonax. Margar þeirra henta vel fyrir vinnuvélar og vörubíla. Sonax-vörur eru söluhæstu bílhreinsivörurnar á íslenskum markaði. Sverrir Ögmundsson, sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni, hjá hluta af því úrvali af bóni og bílasápum frá Sonax sem henta vel fyrir vinnuvélar og tæki. MYND/GVA Vörurnar frá SONAX fást á mörgum útsölustöðum um allt land. HARD WAX - HREINSAR OG VERNDAR FÆST E INNIG Í 5 LÍTR A DUN KUM 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -7 4 B 8 1 7 F 2 -7 3 7 C 1 7 F 2 -7 2 4 0 1 7 F 2 -7 1 0 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.