Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 201516 Vinnueftirlitið hefur umsjón með verklegum vinnuvéla-prófum og útgáfu vinnuvéla- skírteina í samræmi við Reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum (198/1983). Til að öðlast vinnuvéla- réttindi verður að uppfylla nokkur skilyrði að sögn Guðmundar Þórs Sigurðssonar, verkefnastjóra upp- lýsinga- og fræðsludeildar, og Magn- úsar Guðmundssonar, deildarstjóra vinnuvéladeildar Vinnueftirlitsins. „Fyrst ber að nefna aldur en til að fá vinnuvélaréttindi verður maður að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf. Þó er 16 ára aldurstakmark til að sitja bóklegt vinnuvélanámskeið. Þrem- ur mánuðum fyrir 17 ára afmælis- dag getur viðkomandi farið að æfa sig á tæki undir leiðsögn einstaklings sem hefur kennararéttindi á vinnu- vélina,“ segir Guðmundur. Áður en verkleg þjálfun hefst skulu nemendur sitja bóklegt vinnu- vélanámskeið og verða að standast próf að því loknu bætir Magnús við. „Bókleg námskeið eru til bæði fyrir einstaka flokka vinnuvéla eða fyrir marga flokka vinnuvéla til dæmis frumnámskeið, sem Vinnueftirlitið heldur.“ Verkleg þjálfun Þegar bóklegu námskeiði er lokið tekur við verkleg þjálfun sem verð- ur að vara í að minnsta kosti sex tán klukkustundur á hvern flokk véla sem menn ætla að fá réttindi fyrir. „Verkþjálfun skal fara fram undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur réttindi til kennslu og þar sem ekki er margt fólk eða slysahætta til stað- ar.“ Þegar nemandi er kominn með staðfestingu á að hafa lokið a.m.k. 16 stunda verklegri þjálfun óskar hann eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu og fer í verklegt próf. „Standist nem- andi prófið fær hann staðfestingu á því hjá prófdómara sem hann fram- vísar hjá Vinnueftirlitinu um leið og hann sækir um vinnuvélaskírteini fyrir viðkomandi vél eða vélar.” Til að fá réttindi til að stjórna krana þarf viðkomandi auk þess að framvísa læknisvottorði sem sam- svarar vottorði til að fá aukin öku- réttindi. Það er Vinnueftirlitið og ákveðn- ir ökuskólar sem halda bóklegu vinnuvélanámskeiðin. Vinnueftirlið heldur stutt bókleg námskeið (frum- námskeið) sem gilda aðallega fyrir minni vinnuvélar og krana. „Ökuskólarnir halda síðan 80 kennslustunda bókleg námskeið sem heita Grunnnámskeið. Þau veita rétt til að þreyta verkleg próf á allar gerðir og stærðir vinnuvéla hjá prófdómara frá Vinnueftirlitinu.“ Mætingarskylda Vinnueftirlitið heldur frumnám- skeið og byggingakrananámskeið en önnur námskeið eru haldin í sam- vinnu við atvinnurekendur á hverj- um tíma, til dæmis dráttarvélanám- skeið og lyftaranámskeið. „Stunda- skrár eru kynntar við upphaf kennslu og nefna má að það er alltaf 100% mætingarskylda á námskeið Vinnu- eftirlitsins. Fyrir endurtöku á nám- skeiði greiðist 75% af námskeiðs- gjaldi eins og það er á hverjum tíma.“ Frumnámskeið er 27 kennslustundir og er kennt á þremur dögum. Fyrsti dagur á frumnámskeiði kallast for- nám og fjallar um vinnuverndar- mál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft. „Dagar tvö og þrjú fjalla um einstaka flokka vinnuvéla og fleira þeim tengt. Frumnámskeiði líkur með skriflegu krossaprófi.“ Allar nánari upplýsingar um vinnuvélanámskeið og vinnuvéla- réttindi má finna á www.vinnueft- irlit.is Vinnuvélanámskeið og réttindi Verkleg vinnuvélapróf og útgáfa vinnuvélaskírteina eru í höndum Vinnueftirlitsins. Nemendur þurfa fyrst að ljúka bóklegu vinnuvélanámskeiði áður en verkleg þjálfun hefst. Auk Vinnueftirlitsins halda ákveðnir ökuskólar bóklegu vinnuvélanámskeiðin. Til að öðlast vinnuvélaréttindi verður að uppfylla nokkur skilyrði að sögn Magnúsar Guðmundssonar, deildarstjóra vinnuvéladeildar og Guð- mundar Þórs Sigurðssonar, verkefnastjóra upplýsinga- og fræðsludeildar Vinnueftirlitsins. MYND/GVA 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 1 -C 7 E 8 1 7 F 1 -C 6 A C 1 7 F 1 -C 5 7 0 1 7 F 1 -C 4 3 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.