Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 201510 Ég hef verið í slökkviliðinu í sjö ár. Ein af inntökukröf-unum er að vera með meira- próf en fyrstu þrjú árin fer maður lítið í aksturinn. Eftir það keyr- um við alla bílana, slökkvibíl, körfubíl og sjúkrabíl. Slökkvilið- ið er einnig með gámabíla sem við notum til að flytja björgunar- gáma milli staða,“ segir Birna Björnsdóttir slökkviliðsmaður þegar hún er spurð út í tækin sem hún stjórni í vinnunni. „Körfubíllinn er stærstur og mest krefjandi að vinna á. Það þarf sérstakt próf á hann sem allir fara í eftir þrjú ár í starfi. Við æfum okkur á bílinn með reynd- ari starfsmönnum og tökum svo prófið hér innanhúss. Það þarf að kunna að stýra honum, reisa körf- una og framkvæma fleiri kúnst- ir,“ útskýrir Birna og segir að þó ákveðna lagni þurfi á svo stór tæki sé það æfingin sem skipti öllu máli. „Helst þarf bara að gera sér grein fyrir að bílarnir eru stór- ir og langir. Það þarf að æfa sig í að keyra og fá þannig tilfinningu fyrir bílnum og hvernig hann bregst við í akstri. Ekki er alltaf þörf á körfubíln- um í útkalli og þá höldum við okkur við með því að fara út þegar tími gefst, reisum bílinn og æfum okkur á hann. Það er alltaf einn skráður á körfubílinn á hverri vakt, stundum ég og stundum ekki.“ Er samkeppni í liðinu? „Jú, jú, menn hafa auðvitað allt- af metnað til að gera vel,“ segir Birna sposk. „En kerfið rúllar samt þannig að hver maður í liðinu er ekki allt- af að gera það sama. Það fá allir að gera allt, sem er skemmtilegt og alltaf áskorun,“ segir Birna. Hún segir starfið fyrir vikið fjölbreytt og áhugavert en ekkert endilega taugatrekkjandi. „Slökkviliðið sinnir sjúkra- f lutningum og einnig eiturefn- um, köfun og utanvegabjörgun eins og á fjöllum. Auðvitað er allt- af spenna í kringum þessa vinnu og þannig fólk velst í þetta starf. Ég veit aldrei hvað ég er að fara að gera þegar ég mæti í vinnuna. Ég er bara alltaf tilbúin í allt. Það er ákveðinn sjarmi yfir því, finnst mér. Ég hafði lengi haft áhuga á þessu starfi þegar ég sótti loks um. Slökkviliðið er óneitanlega svolítið karlaveldi og eins og er er ég eina konan í útkallsliðinu, en það hefur aldrei skipt neinu máli. Það væri samt gaman ef f leiri konur kæmu í liðið.“ Körfubíllinn er stærstur og mest krefjandi að vinna á. Það þarf sérstakt próf á hann sem allir fara í eftir þrjú ár í starfi.” „Það hefur orðið mikil aukning í sölu sendi- og vörubíla undan- farna mánuði. Sérstaklega mikil eftirspurn hefur verið eftir Iveco- atvinnubílum og Komatsu-vinnu- vélum. Salan hér innanhúss hefur margfaldast á milli ára. Við finnum einnig fyrir mikilli aukningu í jarð- vinnugeiranum,“ segir Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvél- um. „Iveco-sendibílar eru til í miklu úrvali. Við getum boðið sendibíl, allt frá þremur og hálfu tonni, en ekki þarf meirapróf til að aka þeim, upp í stærstu tegund dráttar- eða flutningabíla. Þessir bílar eru þægi- legir í akstri og búnir öllum þægind- um. Iveco Daily-sendibíllinn var nýlega kosinn sendibíll ársins 2015 í sínum flokki. Við erum stoltir af því,“ segir Viktor. „Þessi bíll hent- ar vel fyrir smærri fyrirtæki, iðnað- armenn og alla þá sem þurfa frá sjö og upp í tuttugu rúmmetra farang- ursrými. Við erum með þennan bíl á staðnum í prufuakstur og eigum hann alltaf til á lager,“ segir Viktor. „Við höfum verið að selja Iveco- vörubíla til margra fyrirtækja, svo sem Eimskips, Ölgerðarinn- ar, Reykjavíkurborgar, Olíudreif- ingar, Hafnarfjarðarbæjar, Orku- veitu Reykjavíkur og Hjálparsveit- ar skáta í Kópavogi svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum upp á þjónustu- samning sem fyrirtæki hafa verið ánægð með. Þá er greidd ákveð- in upphæð fyrir hvern ekinn kíló- metra og í staðinn er 5 ára ábyrgð með bílnum.“ Kraftvélar eru til húsa að Dal- vegi 6-8 í Kópavogi. Frekari upp- lýsingar á heimasíðunni kraftvel- ar.is Sendibíll ársins Mikil aukning hefur verið í sölu vörubíla og vinnuvéla undanfarið. Kraftvélar bjóða mikið úrval, meðal annars Iveco-vörubíla sem hafa verið mjög eftirsóttir og Komatsu-vinnuvélar. Óskar Sig- mundsson sölufulltrúi með nýjum Iveco-vöru- bílum. MYND/GVA Slökkviliðsstarfið áskorun alla daga Birna Björnsdóttir slökkviliðsmaður segir æfinguna skapa meistarann við stjórn stórra slökkvi- og körfubíla. Starfið sjálft sé fjölbreytt og krefjandi og engir tveir dagar eru eins. Hún veit aldrei hvað bíður hennar þegar hún mætir á vakt, hún mætir einfaldlega alltaf tilbúin, í allt. Birna Björnsdóttir slökkviliðsmaður segir engan dag eins í vinnunni. Starfið sé fyrir vikið áhugavert og krefjandi. MYND/GVA 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 1 -9 B 7 8 1 7 F 1 -9 A 3 C 1 7 F 1 -9 9 0 0 1 7 F 1 -9 7 C 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.