Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar27. JANÚAR 2015 ÞRIÐJUDAGUR 9 Jötunn Vélar er best þekkt fyrir þjón-ustu við landbúnað og bændur enda býður fyrirtækið upp á mikið úrval véla og tækja frá fjölda leiðandi framleið- enda. Þekktustu vörumerkin eru vafa- laust Massey Ferguson- og Valtra-dráttar- vélarnar en þess má geta að markaðshlut- deild þessara merkja var 51,4% á síðasta ári. Jötunn Vélar var stofnað 2004 og því að verða ellefu ára. Þrátt fyrir krefjandi tíma í kringum hrunið tókst fyrirtækinu að komast í gegnum þá og er í dag orðið mun stærra og öflugra en fyrir hrun með um fjörutíu starfsmenn og verslanir á Sel- fossi, Akureyri og Egilsstöðum. Að sögn Finnboga Magnússonar framkvæmda- stjóra má þakka þetta annars vegar gríð- arlega öflugu starfsfólki sem var tilbúið að leggja mikið á sig og leita nýrra mögu- leika á breyttum tímum og ekki síður þeirri miklu tryggð sem viðskiptavinir hafa ávallt sýnt fyrirtækinu. Á síðasta ári tók Jötunn Vélar við umboði fyrir Toro-sláttuvélar og Club Car-vinnu- og golfbíla og opnaði í kjölfarið varahlutaþjón- ustu á Funahöfðanum til að þjónusta við- skiptavini þessara tækja. „Það er skemmst frá því að segja að rekstur þessarar deildar gekk vonum framar og var því ákveðið að efla hana enn frekar og hefja jafnframt inn- flutning og umboðssölu vinnuvéla og vöru- bíla,“ segir Finnbogi. Jötunn Vélar hefur fengið til liðs við sig Baldur Þórarinsson og mun hann veita þessari deild forstöðu og stýra uppbygg- ingu hennar en hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur starfað í þessum geira í bráðum tuttugu ár. „Þó við séum rétt að byrja hafa margir haft samband við mig og spurst fyrir um vélar og tæki sem þá vant- ar og fyrstu tækin eru nú þegar á leiðinni til landsins,“ segir Baldur. „ Eftir bankahrun var mikið af vinnuvélum og vörubílum flutt úr landi því verktakastarfsemin drógst mikið saman á þessum tíma. Við finnum þó greinilega fyrir aukinni þörf fyrir endur- nýjun þar sem tækjafloti landsins er orð- inn gamall enda mjög lítið flutt inn og selt af nýjum vinnuvélum á árunum 2008-2014. Framboðið fyrir þá sem vilja kaupa notuð tæki en ekki of gömul er því ekki mikið innan lands í dag. Markmið okkar er að bjóða trausta og markvissa þjónustu sem styður uppbyggingu og árangur viðskipta- vina okkar í krefjandi umhverfi dagsins í dag.“ Markmið okkar er að bjóða trausta og markvissa þjónustu sem styður uppbyggingu og árangur viðskiptavina okkar í krefjandi umhverfi dagsins í dag. Jötunn Vélar eflir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu Jötunn Vélar hefur nýlega hafið innflutning og umboðssölu vinnuvéla og vörubíla. Starfsfólk fyrirtækisins finnur nú þegar fyrir aukinni þörf fyrir endurnýjun þar sem tækjafloti landsins er orðinn gamall og lítið framboð af góðum notuðum tækjum. Baldur Þórarinsson hjá Jötni Vélum segist finna fyrir miklum áhuga fólks og hefur fengið fjölda fyrirspurna um nýjar vinnuvélar og vörubíla þrátt fyrir að fyrirtækið sé nýbyrjað að flytja þá inn. MYND/ERNIR Vélar og tæki fyrir þinn rekstur Miðhrauni 2 - 210 Garðabæ Sími 480 0444 kt. 600404-2610 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 1 -C 7 E 8 1 7 F 1 -C 6 A C 1 7 F 1 -C 5 7 0 1 7 F 1 -C 4 3 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.