Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 201524
Stórar vagnalestir keyra um langan veg
Íslendingar eru ekki vanir því
að sjá vörubíla með fleiri en
einn tengivagn á þjóðvegum
landsins. Lengstu vagnalestirn-
ar úti í heimi geta þó innihald-
ið nokkra tengivagna en flestar
eru þær starfræktar í dreifbýlum
stærri landa á borð við Ástral-
íu, Argentínu, Kanada, Mexíkó
og Bandaríkin þar sem vega-
lengdir milli staða eru iðulega
mjög langar. Enska orðið „road
train“ er gjarnan notað yfir slík-
ar vagnlestir sem samanstanda
alltaf af tveimur tengivögnum
eða fleiri, allt upp í sex tengi-
vagna.
Langar vagnalestir hafa
löngum verið þekktar í Ástralíu
sem er mjög stórt land og strjál-
býlt. Algeng stærð á vagnalestum
þar í landi eru 3-4 tengivagnar
og getur slík lest náð tæpum 55
metrum að lengd. Sem dæmi um
vegalengd sem bílstjóri slíkrar
lestar þarf að keyra er vegalengd-
in frá hafnar borginni Darwin
í norðri suður til Alice Springs,
sem er nálægt miðju landsins,
um 1.290 km. Til samanburðar
er vegalengdin milli Reykjavík-
ur og Akureyrar 388 km. Lengsta
vagnalest heims samanstend-
ur af vörubíl og sjö tengivögn-
um. Hún er notuð við námu-
vinnslu í granítnámum í Nort-
hern Territory í Ástralíu þar sem
mjög langt er á milli námunnar
og næstu hafnar. Slík vagnalest
getur f lutt um 190 tonn og líkleg-
ast best að forðast hana á þjóð-
vegum landsins.
TÍU JARÐGÖNG Á ÍSLANDI
Á Íslandi eru tíu jarðgöng í
notkun. Lengstu jarðgöngin eru
undir Breiðadals- og Botnsheiði
milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar
og Súgandafjarðar en þau eru
þriggja arma. Elstu göngin eru
í gegnum Arnardalshamar milli
Ísafjarðar og Súðavíkur en þau
voru gerð 1948 og eru 30 m löng.
Göng Vígð lengd
Göng undir Breiðadals-
og Botnsheiði
1996 9,12 km
Héðinsfjarðargöng
2010 7,1 + 3,9 km
Fáskrúðsfjarðargöng
2005 5,9 km
Hvalfjarðargöng
1998 5,77 km
Bolungarvíkurgöng
2010 5,4 km
Múlagöng í Ólafsfjarðarmúla
1991 3,4 km
Almannaskarðsgöng
2005 1,3 km
Strákagöng við Siglufjörð
1967 800 m
Oddsskarð milli Eskifjarðar
og Norðfjarðar
1977 640 m
Arnardalshamar, milli
Ísafjarðar og Súðavíkur
1948 30 m
Vaðlaheiðargöng eru veggöng
sem verið er að gera undir
Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Göngin
verða um 7,5 km milli Eyjafjarðar
og Fnjóskadals. Með göngunum
styttist vegalengd milli Akureyrar
og Húsavíkur um 16 km og ekki
þarf lengur að fara um Víkurskarð.
Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
um verði lokið í árslok 2016.
EKIÐ LANDSHLUTA
Á MILLI
Á vef Vegagerðarinnar er að
finna ýmsan fróðleik. Þar má til
dæmis finna hversu langt er á
milli hinna ýmsu staða á landinu.
Hér eru nokkru dæmi um
algengar vegalengdir.
Reykjavík - Selfoss 57 km
Reykjavík - Borgarnes 74 km
Reykjavík - Akureyri 388 km
Reykjavík - Egilsstaðir 652 km
Reykjavík - Ísafjörður 455 km
Reykjavík - Vík í Mýrdal 186 km
Reykjavík - Seyðisfjörður 679 km
Akureyri - Seyðisfjörður 291 km
Akureyri - Egilsstaðir 264 km
Akureyri - Ísafjörður 558 km
Akureyri - Höfn í Hornafirði 510 km
Akureyri - Sauðárkrókur 120 km
Egilsstaðir - Ísafjörður 822 km
Egilsstaðir - Höfn í Hornafirði 246 km
Vík í Mýrdal - Höfn í Hornafirði 272 km
Ísafjörður - Patreksfjörður 178 km
Würth á Íslandi var stofnað 1988 og hefur nú
þjónustað sína viðskiptavini í 27 ár.
Würth samsteypan samanstendur af 413 fyrirtækjum í 84 löndum með ríflega 66 þúsund starfsmenn.
Würth á Íslandi ehf. einbeitti sér fyrst að þjónustu við bifreiðaverkstæði, en síðan við tré- og málmiðnaðinn ásamt
þjónustu við almennan iðnað.
Fyrir 2 árum bættust við í vörulínu fyrirtækisins stærri tæki fyrir verkstæði:
lyftur, hjólastillitæki, dekkjavélar og margt fleira undir merkjum WWE.
WWE (Würth Workshop Equipment ) er samstarfsvettvangur Würth fyrirtækja sem annast sölu og þjónustu á stærri
búnaði inn á verkstæði. Würth á Íslandi hefur markað sér þá stefnu að bjóða hágæðabúnað og þjónustu í þessum efnum
til að tryggja rekstraröryggi viðskiptavina sinna.
Sefac stólpalyftur
• Fáanlegar 5,5 7,5 og 8,2 tonn
• 7,5 er með þráðlausum samskiptum milli pósta
• Íslenskur texti í skjá
• Dekkjastærð : 962 til 1154 mm
• Mesta hæð: 1820 mm
• Hraði upp óhlaðinn 1090 mm/mín
• Hraði upp hlaðinn 7,5 T. 790 mm/mín
• Ryk og vatnsvarinn samkv. IP54
• Þyngd á stólpa 430 kg
Vesturhrauni 5
210 Garðabæ
S:530-2000
Bíldshöfði 16
112 Reykjavík
S:530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S:461-4800
Würth á Íslandi ehf
Hunter GSP HD
• Max ummál 52“ 1321 mm
• Max breidd 19,5“ 495 mm
• Max þyngd á dekki 227 kg
Hjólastilling
• Einföld og fljótleg mæling
• Ekki þarf að lyfta upp hásingum til að miðjustilla
• Lifandi mynd af 3 öxlum í einu, hvort sem er á bíl eða vagni
• Þráðlaus tenging milli hausa í tölvu
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
2
-4
8
4
8
1
7
F
2
-4
7
0
C
1
7
F
2
-4
5
D
0
1
7
F
2
-4
4
9
4
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K