Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 43
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar27. JANÚAR 2015 ÞRIÐJUDAGUR 23 Síðasta ár var það besta frá hruni þegar kemur að sölu ný rra at v innutækja frá Volvo. Eftir hrun höfðu fæst fyrir- tæki burði til að endurnýja at- vinnutæki sín og því eru þau mörg hver orðin gömul og mikið notuð og því mikil endurnýjunar- þörf fyrirliggjandi að sögn Kristins Más Emilssonar, framkvæmda- stjóra atvinnutækjasviðs Brim- borgar. „Við þekkjum dæmi þess að eldri Volvo-flutningabílar sem koma í reglubundna þjónustu séu eknir hátt í 1,2 milljónir kílómetra og samt í fullri notkun. Efnahags- lífið sýndi jákvæðari merki í fyrra sem leiddi til aukinnar fjárfesting- ar í atvinnutækjum og því hefur markaður fyrir ný atvinnutæki verið að lifna við.“ Nýja Volvo FH-vörubifreiðin sem kynnt var til sögunnar hjá Volvo Trucks með heimsfrum- sýningu í september 2012 hefur fengið frábærar viðtökur hjá eig- endum, rekstraraðilum og öku- mönnum hérlendis. Á síðasta ári voru afhentir 28 Volvo-vörubílar yfir 12 tonn að þyngd. Það er um þriðjungur af markaði fyrir stóra vörubíla en í heild voru nýskráðir 96 bílar að sögn Kristins. Taka við Renault Trucks Þann 1. febrúar næstkomandi tekur Brimborg við Renault Trucks umboðinu hér á landi. „Renault Trucks-vörubílar falla vel að vöru- framboði atvinnubíla hjá Brim- borg þar sem vörubílalína Renault Trucks er sterk frá 5-12 tonnum. Á síðasta ári var Brimborg stærst bílaumboða á markaði fyrir at- vinnubíla í flokki atvinnubíla allt að 5 tonnum og næststærst í flokki atvinnubíla frá 12 tonnum og yfir. Brimborg mun einnig taka yfir sölu, varahluti og þjónustu Renault Trucks-vörubíla og leggja metnað sinn í að tryggja framúrskarandi þjónustu og hagstætt verð.“ Nýjungar fram undan Fyrsta Volvo FH-vörubifreið- in með hinum nýja I-Shift Dual Clutch-gírkassa er nú komin til landsins og verður hún afhent SSG Verktökum ehf. í janúar. „Hér er á ferðinni Volvo FH 6x4T með 13 lítra vél og er 500 hestöfl. Það sem er einnig nýtt við þennan bíl er að hann kemur ekki með hefð- bundinni I-Shift gírstöng við hlið sætis heldur er hann með takka- borð í mælaborði sem stjórnar gírkassanum. I-Shift Dual Clutch- gírkassinn skilar afli vélarinn- ar betur út í hjól í brekkum og við krefjandi aðstæður þar sem næsti gír er tilbúinn líkt og í kapp- akstursbíl.“ Volvo hefur sótt hratt fram á markaði fyrir nýjar rútur. Mik- ill uppgangur hefur verið undan- farin ár í flutningum á erlendum ferðamönnum með rútum sem koma hingað til landsins. „Það voru nýskráðar átta nýjar Volvo- rútur á síðasta ári en heildar- skráningarfjöldi nýrra hópbif- reiða, fyrir utan strætisvagna, sem bera meira en 41 farþega var alls 18 rútur. Hlutur Volvo á rútu- markaði á Íslandi var því mjög sterkur eða 44%.“ Framleiðslulína Volvo CE- vinnuvéla er ansi breið og kemur í mörgum flokkum og mismunandi þyngdum. „Á síðasta ári voru af- hentar hjá Brimborg fimm Volvo- vinnuvélar, þar af þrjár hjólaskófl- ur í mismunandi stærðum, ein 14 tonna beltagrafa og ein 16 tonna hjólagrafa. Megingildin í fram- leiðslu Volvo CE-vinnuvéla eru gæði, öryggi og umhverfismildi.“ Góð þjónusta Kristinn segir Brimborg leggja mikla áherslu á öfluga þjónustu við Volvo-atvinnutæki. Verkstæði Volvo atvinnutækjasviðs hafi á að skipa öflugum hóp tæknimanna sem fá reglulega þjálfun í nýjustu tækni. „Nútíma atvinnutæki eru flókin og þurfa sérhæfingar við. Verkstæðinu er skipt upp annars vegar í vélaverkstæði sem þjónar vinnuvélum og bátavélum og hins vegar vörubíla- og rútuverkstæði.“ Undanfarið ár hefur verið lögð áhersla á breytingar á innvið- um verkstæðis, að opna rýmin og bæta enn frekar aðstöðu fyrir véla- og gírkassaviðgerðir. Öll gólf hafa verið tekin í gegn og máluð og mikil áhersla lögð á hreinlæti og snyrti- mennsku. „Endurnýjun er hafin á þjónustubílum verkstæðanna og er fyrsti nýi bíllinn kominn í fulla notkun. Tæknimenn Brimborgar nota þjónustubifreiðar til að fara um landið og þjónusta atvinnu- tækin á staðnum. Stefnt er að því að allur floti viðgerðarbíla verði nýr í lok ársins.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.brimborg.is og í nýju símanúmeri Volvo atvinnu- tækja, s: 515 7070. Árið 2014 var besta árið frá hruni Það eru bjartir tímar fram undan hjá bílaumboðinu Brimborg. Markaðurinn tók vel við sér á síðasta ári sem var það söluhæsta frá hruni. Atvinnutæki frá Volvo seldust vel á síðasta ári og á næstunni tekur fyrirtækið við umboðinu fyrir Renault Trucks. Nýr Volvo FH 6x4T vörubifreið.Hluti starfsmanna á Volvo vörubifreiðaverkstæðinu. Ný Volvo 9500 rúta til sölu við hlið glæsilegrar Volvo FH16 vörubifreiðar. Söludeild atvinnutækja Brimborgar. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Árnason, Tómas Rögnvaldsson og Hafþór Þorvaldsson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Hjálmarsson, Kristinn Már Emils- son, framkvæmdastjóri atvinnutækjasviðs, og Gissur Kristjánsson. MYNDIR/GVA 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -7 4 B 8 1 7 F 2 -7 3 7 C 1 7 F 2 -7 2 4 0 1 7 F 2 -7 1 0 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.