Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 10
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 GRIKKLAND Alexis Tsipras sór embættiseið sinn sem forsætis- ráðherra Grikklands í gær, dag- inn eftir þingkosningar sem skiluðu SYRIZA-flokknum hans nærri helmingi þingsæta. SYRIZA fékk 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikk- lands, og vantaði því aðeins tvo þingmenn upp á hreinan meiri- hluta. Þingflokkur Óháðra Grikkja, sem hlaut 13 þingmenn, féllst á stjórnar samstarf. Flokk- arnir tveir eiga það sameigin- legt að hafa verið á móti hinum ströngu aðhaldsaðgerðum og stórfelldum niðurgreiðslum rík- isskulda samkvæmt skilmálum Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. SYRIZA og Óháðir Grikkir eru hins vegar andstæðingar í flestum öðrum málum, þar sem Óháðir Grikkir eru þjóðernis- sinnar á hægri vængnum, en SYRIZA er vinstra megin í póli- tíkinni. Þjóðverjar standa enn harð- ir gegn því að gefa Grikkjum minnsta afslátt á kröfunum. „Það þarf að standa við þær skuldbindingar sem Grikkland hefur gengist undir,“ sagði Stef- fen Seibert, talsmaður Angelu Merkel kanslara. Christine Lagarde, fram- kvæmda stjóri Alþjóðagjald- eyris sjóðsins, segir ekki koma til greina að Grikkir fái neina sérmeðferð. „Það þarf að virða innri reglur evrusvæðisins,“ hafði franska dagblaðið Le Monde eftir henni. „Við getum ekki sett eitt land í sérflokk.“ Hún sagði einnig nauðsynlegt að Grikkir gerðu kerfisbreyting- ar í stjórnsýslunni: „Það snýst ekki um aðhaldsaðgerðir, heldur er hér um að ræða grundvallar- endurbætur sem enn á eftir að gera.“ François Hollande Frakk- landsforseti óskaði SYRIZA hins vegar til hamingju með sigur- inn, og Alexander Stubb, for- sætisráðherra Finnlands, virðist ekki lengur jafn stífur gagnvart Grikkjum og hann hefur verið til þessa, heldur segir hann nú vel koma til greina að semja við Grikki um framhaldið: „Byrj- unar reglan er sú að við munum ekki gefa eftir neinar skuldir, en við erum reiðubúin til að ræða breytingar á skilmálum og leng- ingu lánstíma,“ sagði Stubb, og bætti því við að hann væri sann- færður um að fundist geti lausn sem hægt verði að sætta sig við. Þá sagði fjármálaráðherra Belgíu einnig vera svigrúm til þess að ræða skilmálabreyting- ar til að auðvelda Grikkjum að greiða niður skuldirnar. Enn er hins vegar allt óljóst um framhaldið. Nýja stjórnin í Grikklandi ætlar sér að draga úr niðurskurði og knýja fram skuldbreytingar. Viðsemjend- urnir í Evrópusambandinu og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verða augljóslega tregir til samninga. Almenningur í Grikklandi situr uppi með útkomuna. gudsteinn@frettabladid.is Snöggir að mynda stjórn Alexis Tsipras, hinn vinstri sinnaði sigurvegari grísku þingkosninganna, ætlar að mynda ríkisstjórn með hægri þjóðernissinnum. Stefnt á samninga við ESB. PANOS KAMMENOS OG ALEXIS TSIPRAS Leiðtogar Óháðra Grikkja og SYRIZA voru snöggir að mynda ríkisstjórn í gærmorgun, daginn eftir þingkosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍKURBORG „Markmið sam- takanna Stelpur rokka er að leið- rétta kynjahalla í íslensku tón- listarlífi og verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstunda- starfi,“ segir í samningi samtak- anna við Reykja víkur borg. „Kjarni starfseminnar er rokk- sumarbúðir fyrir tólf til sextán ára stúlkur þar sem þær læra á hljóð- færi, spila í hljómsveit og semja,“ segir í samningnum. „Á öllu kynn- ingarefni félagasamtakanna Stelp- ur rokka, jafnt innan lands sem utan, komi fram að verkefnið sé styrkt af Reykjavíkurborg.“ Borgarráð samþykkti að veita samtals 7,5 milljónir króna til verkefnisins á næstu þremur árum. Verkefnið er sagt falla vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem meðal annars „kveður á um að börnum og unglingum sé veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án haml- andi áhrifa hefðbundinna kynja- mynda“. - gar Borgarráð jafnar kynjahalla og styrkir tónlistarsumarbúðir fyrir stúlkur: Stelpur rokka og fá 7,5 milljónir VILJA BREYTINGU Samtökin Stelpur rokka vilja auka vægi kvenna í rokk- tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Veit á vandaða lausn Heil máltíð í flösku Næringardrykkur fyrir vannærða Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Næringavörur falla undir ákvæði SÍ SPURÐU UM DRYKKINN Í NÆSTA APÓTEKI www.apotekarinn.is Sól í hjarta og sinni... en því miður hvorki úti né inni. afsláttur af vítamínum til 12. feb.20% PIP AR \T BW A • SÍ A Þangað til sú gula fer að skína aftur af fullum krafti mælir Apótekarinn með daglegum skammti af D-vítamíni. Kommúnista- fl okkurinn: Elsti stjórn- málafl okkurinn Nýtt lýðræði: Gamli íhalds- fl okkurinn PASOK: Gamli sósíalista- fl okkurinn Óháðir Grikkir: hægri þjóðernissinnar To Potami: Splunkunýr miðju- fl okkur Gyllt dögun: Nýnasista- fl okkur SYRIZA: róttækur vinstrifl okkur FLOKKASKIPAN NÝJA GRÍSKA ÞJÓÐÞINGSINS 149 171512 16 78 13 Við munum ekki gefa eftir neinar skuldir, en við erum reiðubúin til að ræða breytingar á skil- málum og lengingu lánstíma. Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -9 7 4 8 1 7 F 2 -9 6 0 C 1 7 F 2 -9 4 D 0 1 7 F 2 -9 3 9 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.