Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2015 | SKOÐUN | 15 Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára sam- starfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóð- unum í fremstu röð í alþjóð- legum samanburði. Árangur- inn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norður löndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt fram- faraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg for- senda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnu- þátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðar- samfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmál- anna og á þjóðþingum Norður- landa bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðs- mála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmið- um. Einmitt þess vegna geta nor- ræn stjórnvöld lært mikið hver af öðrum. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafn- réttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefni- lega ekki eingöngu um kosn- ingarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meið- andi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyn- bundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rann- sókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hag- vexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norð- urlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvett- vang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttis- starfi og umræðum um jafn- réttis mál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttis- mála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfs- ins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlönd- unum komu að gerð áætlunar- innar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrir- myndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna Í dag, á Helfarardegin- um 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði hat- urs, fordóma og skorts á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðis- legt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jafnan rétt allra. Allir fæðast með þann grund- vallarrétt, þau mann- réttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunun á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrund- völlur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir ein- staklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verk- efni okkar í fjölmenningarsam- félögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikil vægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í ger- vallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfga- hópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógn- vekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóð- erniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðis- legu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berj- ast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun. Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega sam- félagi, bæði á Norðurlöndun- um og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verk- færi. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýð- ræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi. Opið og lýðræðislegt samfélag fyrir alla Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvern- ig vilt þú að framhalds- skólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjöl- breytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Fram- haldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunn- stoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nem- endur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskól- arnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeild- ir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta fram- haldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntan- lega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhalds- skólar úti á landi vera undir hnífn- um. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurð- ur. Og hversu mikill? Jú, ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þing- menn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virð- ist ætla að takast að breyta fram- haldsskólakerfinu í grundvallar- atriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill? Það sem fólk vill? MENNTUN Steinþór D. Kristjánsson framhaldsskóla- kennari JAFNRÉTTI Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlanda Manu Sareen formaður Norrænu ráðherranefndar- innar um jafnréttis- mál 2015 Dagfi nn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar Persónuvernd ➜ Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu sam- félögum … SAMFÉLAG Marit Nybakk, Noregi Phia Andersson, Svíþjóð Guðbjartur Hannesson, Íslandi Karin Gaardsted, Danmörk Tuula Peltonen, Finnlandi stjórn jafnaðar- manna í Norður- landaráði Save the Children á Íslandi ➜ Leita þarf fl eiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla … 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 0 -9 A B 8 1 7 F 0 -9 9 7 C 1 7 F 0 -9 8 4 0 1 7 F 0 -9 7 0 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.