Fréttablaðið - 27.01.2015, Síða 15

Fréttablaðið - 27.01.2015, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2015 | SKOÐUN | 15 Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára sam- starfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóð- unum í fremstu röð í alþjóð- legum samanburði. Árangur- inn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norður löndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt fram- faraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg for- senda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnu- þátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðar- samfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmál- anna og á þjóðþingum Norður- landa bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðs- mála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmið- um. Einmitt þess vegna geta nor- ræn stjórnvöld lært mikið hver af öðrum. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafn- réttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefni- lega ekki eingöngu um kosn- ingarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meið- andi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyn- bundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rann- sókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hag- vexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norð- urlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvett- vang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttis- starfi og umræðum um jafn- réttis mál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttis- mála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfs- ins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlönd- unum komu að gerð áætlunar- innar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrir- myndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna Í dag, á Helfarardegin- um 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði hat- urs, fordóma og skorts á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðis- legt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jafnan rétt allra. Allir fæðast með þann grund- vallarrétt, þau mann- réttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunun á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrund- völlur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir ein- staklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verk- efni okkar í fjölmenningarsam- félögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikil vægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í ger- vallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfga- hópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógn- vekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóð- erniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðis- legu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berj- ast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun. Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega sam- félagi, bæði á Norðurlöndun- um og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verk- færi. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýð- ræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi. Opið og lýðræðislegt samfélag fyrir alla Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvern- ig vilt þú að framhalds- skólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjöl- breytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Fram- haldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunn- stoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nem- endur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskól- arnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeild- ir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta fram- haldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntan- lega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhalds- skólar úti á landi vera undir hnífn- um. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurð- ur. Og hversu mikill? Jú, ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þing- menn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virð- ist ætla að takast að breyta fram- haldsskólakerfinu í grundvallar- atriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill? Það sem fólk vill? MENNTUN Steinþór D. Kristjánsson framhaldsskóla- kennari JAFNRÉTTI Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlanda Manu Sareen formaður Norrænu ráðherranefndar- innar um jafnréttis- mál 2015 Dagfi nn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar Persónuvernd ➜ Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu sam- félögum … SAMFÉLAG Marit Nybakk, Noregi Phia Andersson, Svíþjóð Guðbjartur Hannesson, Íslandi Karin Gaardsted, Danmörk Tuula Peltonen, Finnlandi stjórn jafnaðar- manna í Norður- landaráði Save the Children á Íslandi ➜ Leita þarf fl eiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla … 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 0 -9 A B 8 1 7 F 0 -9 9 7 C 1 7 F 0 -9 8 4 0 1 7 F 0 -9 7 0 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.