Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 54
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 22 BÆKUR ★ ★★★★ Rogastanz Ingibjörg Reynisdóttir 2014, Sögur útgáfa Ein mikilvægasta ákvörðun sem höfundur tekur þegar hann skrif- ar skáldsögu er að velja frásagn- arháttinn. Hinir ýmsu möguleikar hafa mismunandi áhrif og henta söguefni misvel. Sú aðferð að segja sögu í þriðju persónu nútíð er ekki algeng í íslenskum bókmenntum og hefur helst tíðkast í þýðingum á erlend- um barnabókum sem unnar eru upp úr sjónvarpsþáttum eða kvik- myndum. Þessi háttur er líka algengur í handritaskrifum sem skýrir kannski af hverju upplif- un mín á að lesa skáldsögu Ingi- bjargar Reynisdóttur, Rogastanz, var sú að ég væri að lesa lýsingu á sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Þessi frásagnarháttur getur aukið dramatíska spennu vegna þess að hann krefst þess að lesendur gang- ist inn á það að sagan sé að gerast, á þessum stað og stund, en ef höf- undur er ekki þeim mun færari þá er hætta á að lesendur kaupi það ekki. Það verður þá erfiðara fyrir lesendur að gangast inn á forsendur sögunnar og við það skapast fjar- lægð gagnvart efninu. Myndræn útfærsla handrita yfirvinnur þetta vandamál en það gerist ekki jafn auðveldlega þegar texti er lesinn, sérstaklega vegna þess að ekki er mikil hefð fyrir þessari aðferð í íslenskum bókmenntum. Til að nota þennan frásagnarhátt þarf sagan því að vera mjög svo trúverðug og það er því miður ekki raunin hér. Ingibjörg lýsir skrautlegum persónum í Reykjavík nútímans sem erfitt er að tengja við. Aðal- persónan, Sara, sem er rúmlega fertugur blaðamaður, er skilget- ið afkvæmi hinnar dæmigerðu söguhetju skvísubókmenntanna, hálf vandræðaleg einstæð kona sem er í leit að ást, en vandamálið er það að sú týpa er yfirleitt á þrí- tugsaldri og það er bara sorglegt að sjá manneskju sem ekki hefur þroskast neitt á tveimur áratugum. Helstu aukapersónur eru flestar einhliða, annaðhvort nánast full- komnar (lesbísku vinkonurnar) eða afskræmdar skrípamyndir (serbnesku hjónin). Persónusköp- unin felst gjarnan í því að lesend- um er sagt að persónurnar séu svona eða hinsegin frekar en að sagan leiði það í ljós. Auk þessa er sjónarhornið sem Ingibjörg velur afskaplega flökt- andi og óljóst. Farið er úr lýsing- um á því sem gerist, forsögu pers- ónanna og hugsunum þeirra auk túlkana sögumanns á þessu öllu án fyrir vara og án þess að stíll text- ans fylgi því eftir. Alvitur sögu- maður er auðvitað viðurkennt frá- sagnarform en þá skiptir öllu máli að frásögnin sé þannig að hvert atriði taki við af öðru á eðlilegan hátt og sviptingar sem þessar séu undirbyggðar eða að minnsta kosti hafi tilgang í heildarbyggingu sög- unnar. Í þessari bók er forsögu persón- anna skeytt inn í söguna án þess að það sé í eðlilegu samhengi frá- sagnarinnar, samtöl sem hafa engan sérstakan tilgang eru allt of algeng og atriðum sem eiga að vera skondin er lýst þannig að það er erfitt fyrir lesanda að sjá þau fyrir sér vegna fyrrnefndrar fjar- lægðar. Við það fellur grínið oft- ast um sjálft sig og þá stendur ekki mikið eftir. Ásdís Sigmundsdóttir NIÐURSTAÐA: Frásagnarhátturinn og vandamál í framsetningu sög unnar gera það að verkum að efnið nær engu flugi. … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar hefur verið starfrækt allt frá árinu 1980 og er því með eldri tónlistarhátíðum landsins. Á þess- um 35 árum hefur hátíðin vaxin jafnt og þétt og hróður hennar borist víða. Kjartan Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar og bendir á að hátíðin standi á tímamótum að þessu sinni. „Tónskáldafélag Íslands hefur frá fyrstu tíð verið bakhjarl hátíð- arinnar og það merka félag er 70 ára í ár og þar með löggilt gamal- menni. En Myrkir músíkdag- ar hafa alltaf haft þá sérstöðu að vera grasrót og vettvangur mikils tilraunastarfs. Við reyn- um ætíð að frumflytja mikið af nýjum verkum og erum vettvang- ur fyrir tónskáld sem vilja fara út fyrir þægindarammann og taka áhættu í því sem þau eru að gera. Yngri kynslóðin hverju sinni er alltaf öflug á Myrkum músíkdög- um og við höfum verið með allt að fimm kynslóðir sem þátttakendur í hátíðinni hverju sinni.“ Hátíðin er helsti vettvang- ur nútímatónlistar og sem slík ákveðin heimild um það sem er efst á baugi hverju sinni. „Við höfum alltaf litið á það sem mikil- vægan hluta af því sem við erum að gera að endurspegla sam- tímann. Við viljum að komandi kynslóðir geti horft til baka og skoðað hvað var í gangi hverju sinni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að skrásetja það sem flutt er á hátíðinni og það helsta sem þar fer fram.“ Aðsóknin að Myrkum mús- íkdögum hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi og einnig hefur áhugi erlendra aðila vaxið á liðn- um árum. „Þessi áhugi erlendis frá er í raun ekki nýtilkominn en hann hefur þó verið vaxandi síðustu ár. BBC hefur útvarpað frá tónleikum á vegum hátíðar- innar, það hefur verið fjallað um okkur í virtum miðlum á borð við The Times og Guardian svo eitt- hvað sé nefnt. Það þykir sérstakt að svona lítið land sé með svona stóra hátíð sem gefur í raun sam- bærilegum hátíðum víða um heim ekkert eftir. Ég held að ástæðan sé að miklu leyti landfræðileg þar sem við njótum þess að vera mitt á milli austurs og vesturs og hingað streyma áhrif frá báðum álfum. Svo erum við einfaldlega frekar nýjungagjörn og opin fyrir því sem er í kringum okkur.“ Þegar dagskrá hátíðarinn- ar er skoðuð vekur aukið hlut- fall kvenna ákveðna athygli. „Já, þetta er afskaplega ánægju- legt fyrir alla. Það er mikill og góður kvennabragur yfir hátíð- inni í ár. Það endurspeglar líka þá staðreynd að hlutfall kvenna í Tónskáldafélagi Íslands er með því hæsta sem gerist í slíkum félögum í heiminum. Hvað varðar staka viðburði þá er einfaldlega of langt mál að fara að tíunda þá hér en fjölbreytnin er mikil. Ég hvet fólk til þess að kynna sér þetta sem fyrst á netinu enda eigum við von á rífandi aðsókn. Hátíðin fer öll fram í Hörpu og þetta hús er gríðar leg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og hátíð sem þessa.“ magnus@frettabladid.is Góður kvennabragur yfi r hátíðinni í ár Myrkir músíkdagar verða settir í 35. sinn á fi mmtudaginn á 70 ára afmælisári Tónskáldafélags Íslands. Kjartan Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Skrautlegar persónur í Reykjavík nútímans ROGASTANZ EKKI Í SAFN MYRKIR MÚSÍKDAGAR Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir hana afar fjölbreytta og spennandi á afmælisárinu. MENNING Við höfum alltaf litið á það sem mikil- vægan hluta af því sem við erum að gera að endurspegla samtímann. Við viljum að komandi kynslóðir geti horft til baka og skoðað hvað var í gangi hverju sinni. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 2 -1 B D 8 1 7 F 2 -1 A 9 C 1 7 F 2 -1 9 6 0 1 7 F 2 -1 8 2 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.