Fréttablaðið - 27.01.2015, Síða 43

Fréttablaðið - 27.01.2015, Síða 43
KYNNING − AUGLÝSING Vörubílar og vinnuvélar27. JANÚAR 2015 ÞRIÐJUDAGUR 23 Síðasta ár var það besta frá hruni þegar kemur að sölu ný rra at v innutækja frá Volvo. Eftir hrun höfðu fæst fyrir- tæki burði til að endurnýja at- vinnutæki sín og því eru þau mörg hver orðin gömul og mikið notuð og því mikil endurnýjunar- þörf fyrirliggjandi að sögn Kristins Más Emilssonar, framkvæmda- stjóra atvinnutækjasviðs Brim- borgar. „Við þekkjum dæmi þess að eldri Volvo-flutningabílar sem koma í reglubundna þjónustu séu eknir hátt í 1,2 milljónir kílómetra og samt í fullri notkun. Efnahags- lífið sýndi jákvæðari merki í fyrra sem leiddi til aukinnar fjárfesting- ar í atvinnutækjum og því hefur markaður fyrir ný atvinnutæki verið að lifna við.“ Nýja Volvo FH-vörubifreiðin sem kynnt var til sögunnar hjá Volvo Trucks með heimsfrum- sýningu í september 2012 hefur fengið frábærar viðtökur hjá eig- endum, rekstraraðilum og öku- mönnum hérlendis. Á síðasta ári voru afhentir 28 Volvo-vörubílar yfir 12 tonn að þyngd. Það er um þriðjungur af markaði fyrir stóra vörubíla en í heild voru nýskráðir 96 bílar að sögn Kristins. Taka við Renault Trucks Þann 1. febrúar næstkomandi tekur Brimborg við Renault Trucks umboðinu hér á landi. „Renault Trucks-vörubílar falla vel að vöru- framboði atvinnubíla hjá Brim- borg þar sem vörubílalína Renault Trucks er sterk frá 5-12 tonnum. Á síðasta ári var Brimborg stærst bílaumboða á markaði fyrir at- vinnubíla í flokki atvinnubíla allt að 5 tonnum og næststærst í flokki atvinnubíla frá 12 tonnum og yfir. Brimborg mun einnig taka yfir sölu, varahluti og þjónustu Renault Trucks-vörubíla og leggja metnað sinn í að tryggja framúrskarandi þjónustu og hagstætt verð.“ Nýjungar fram undan Fyrsta Volvo FH-vörubifreið- in með hinum nýja I-Shift Dual Clutch-gírkassa er nú komin til landsins og verður hún afhent SSG Verktökum ehf. í janúar. „Hér er á ferðinni Volvo FH 6x4T með 13 lítra vél og er 500 hestöfl. Það sem er einnig nýtt við þennan bíl er að hann kemur ekki með hefð- bundinni I-Shift gírstöng við hlið sætis heldur er hann með takka- borð í mælaborði sem stjórnar gírkassanum. I-Shift Dual Clutch- gírkassinn skilar afli vélarinn- ar betur út í hjól í brekkum og við krefjandi aðstæður þar sem næsti gír er tilbúinn líkt og í kapp- akstursbíl.“ Volvo hefur sótt hratt fram á markaði fyrir nýjar rútur. Mik- ill uppgangur hefur verið undan- farin ár í flutningum á erlendum ferðamönnum með rútum sem koma hingað til landsins. „Það voru nýskráðar átta nýjar Volvo- rútur á síðasta ári en heildar- skráningarfjöldi nýrra hópbif- reiða, fyrir utan strætisvagna, sem bera meira en 41 farþega var alls 18 rútur. Hlutur Volvo á rútu- markaði á Íslandi var því mjög sterkur eða 44%.“ Framleiðslulína Volvo CE- vinnuvéla er ansi breið og kemur í mörgum flokkum og mismunandi þyngdum. „Á síðasta ári voru af- hentar hjá Brimborg fimm Volvo- vinnuvélar, þar af þrjár hjólaskófl- ur í mismunandi stærðum, ein 14 tonna beltagrafa og ein 16 tonna hjólagrafa. Megingildin í fram- leiðslu Volvo CE-vinnuvéla eru gæði, öryggi og umhverfismildi.“ Góð þjónusta Kristinn segir Brimborg leggja mikla áherslu á öfluga þjónustu við Volvo-atvinnutæki. Verkstæði Volvo atvinnutækjasviðs hafi á að skipa öflugum hóp tæknimanna sem fá reglulega þjálfun í nýjustu tækni. „Nútíma atvinnutæki eru flókin og þurfa sérhæfingar við. Verkstæðinu er skipt upp annars vegar í vélaverkstæði sem þjónar vinnuvélum og bátavélum og hins vegar vörubíla- og rútuverkstæði.“ Undanfarið ár hefur verið lögð áhersla á breytingar á innvið- um verkstæðis, að opna rýmin og bæta enn frekar aðstöðu fyrir véla- og gírkassaviðgerðir. Öll gólf hafa verið tekin í gegn og máluð og mikil áhersla lögð á hreinlæti og snyrti- mennsku. „Endurnýjun er hafin á þjónustubílum verkstæðanna og er fyrsti nýi bíllinn kominn í fulla notkun. Tæknimenn Brimborgar nota þjónustubifreiðar til að fara um landið og þjónusta atvinnu- tækin á staðnum. Stefnt er að því að allur floti viðgerðarbíla verði nýr í lok ársins.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.brimborg.is og í nýju símanúmeri Volvo atvinnu- tækja, s: 515 7070. Árið 2014 var besta árið frá hruni Það eru bjartir tímar fram undan hjá bílaumboðinu Brimborg. Markaðurinn tók vel við sér á síðasta ári sem var það söluhæsta frá hruni. Atvinnutæki frá Volvo seldust vel á síðasta ári og á næstunni tekur fyrirtækið við umboðinu fyrir Renault Trucks. Nýr Volvo FH 6x4T vörubifreið.Hluti starfsmanna á Volvo vörubifreiðaverkstæðinu. Ný Volvo 9500 rúta til sölu við hlið glæsilegrar Volvo FH16 vörubifreiðar. Söludeild atvinnutækja Brimborgar. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Árnason, Tómas Rögnvaldsson og Hafþór Þorvaldsson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Hjálmarsson, Kristinn Már Emils- son, framkvæmdastjóri atvinnutækjasviðs, og Gissur Kristjánsson. MYNDIR/GVA 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -7 4 B 8 1 7 F 2 -7 3 7 C 1 7 F 2 -7 2 4 0 1 7 F 2 -7 1 0 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.