Fréttablaðið - 25.06.2015, Page 16
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Tíðahringurinn stýrir innkaupum
kvenna. Þegar þær eru með egglos,
og þar með meira estrógen í blóðinu
en á öðrum tímum, eru þær líklegri
til að leita að fjölbreyttari vörum
en annars. Þetta eru niðurstöður
rannsóknar Kristinu Durante, sér-
fræðings í markaðsrannsóknum við
UTSA-háskólann í Bandaríkjunum.
Nokkur hundruð konur á aldrin-
um 18 til 40 ára voru beðnar um að
taka þátt í rannsókn Durante. Þær
sem ekki greindu frá hvar þær voru
í tíðahringnum og þær sem notuðu
hormónagetnaðarvarnir eins og
pilluna voru útilokaðar. Meðalaldur
þátttakenda var 22
ár, að því er
segir í frétt
á vísinda-
vefnum for-
skning.no.
Á hverjum
degi í heilan
mánuð voru
konurnar
látnar velja á
milli varalita, naglalakks og skó-
para í 20 mismunandi litum. Þar að
auki gátu þær valið á milli 20 mis-
munandi bragðtegunda af jógúrt og
jafnmargra súkkulaðitegunda. Þær
gátu valið sér eins margar tegundir
og þær vildu.
Haft er eftir Durante að konur
velji fleiri mismunandi tegundir
þegar þær eru sem frjósamastar
og sérstaklega þær sem eru í sam-
bandi. Það hversu gott ástarsam-
bandið er skiptir jafnframt máli.
Því minna sem konur eru tengdar
maka sínum, þeim mun fjölbreytt-
ari vörutegundir velja þær. Vís-
indamennirnir
ætla að reyna að
finna skýringu á
þessu. Durante
segir að hægt
sé að ímynda
sér að þetta sé
kannski eins og
að fá aðgang að
fleiri sviðum
samfélagsins sem
bjóði upp á betra aðgengi að nýjum
maka með góð gen.
Bæði einhleypar konur og konur
í sambandi velja fleiri tegundir af
súkkulaði þegar þær eru sem frjó-
samastar. En konur sem eru ekki í
mjög nánu sambandi við maka sinn
velja miklu fleiri súkkulaðitegundir
en þær sem eru í nánu sambandi. Í
þessu samhengi er bent á að konur í
góðu sambandi finni ekki fyrir þörf
á fjölbreyttu vöruúrvali þar sem
þær hafi fundið maka sem þær eru
ánægðar með.
Það er mat vísindamannanna
að rannsóknin gefi hugmyndir um
hvað það er sem stýrir vali neyt-
enda. Niðurstöðurnar hvetji til fleiri
spennandi markaðsrannsókna.
Haft er eftir Durante að rann-
sóknin hafi einnig bent til að merkja-
tryggðin minnki í kringum egglos
þar sem konur hafi þá meiri tilhneig-
ingu til að skipta yfir í nýtt merki.
Greint er frá niðurstöðunum í
Journal of Consumers Research.
ibs@frettabladid.is
Tíðahringurinn stýrir
innkaupum kvenna
Konur líklegari til að velja fleiri vörutegundir og fjölbreyttari þegar þær eru með
egglos. Tryggðin við merki minnkar. Gæði ástarsambandsins skipta einnig máli.
SKÓKAUP
Konur eru lík-
legri til að velja
sér nýtt merki
þegar þær eru
með egglos.
NORDICPHO-
TOS/GETTY
Brögð eru að því að
foreldrar þrýsti á
kennara um að hækka
einkunnir barna
þeirra, að því er Guð-
björg Ragnarsdóttir,
varaformaður Félags
grunnskólakennara,
greinir frá.
Í frétt á vef sænska
sjónvarpsins segir
kennari á efsta stigi
grunnskólans í Växjö
í Svíþjóð að þrýsting-
ur frá foreldrum sé
algengur. Foreldrar
kenni kennaranum
um einkunnir barns-
ins, segi að kennarinn
vilji eyðileggja fram-
tíð barnsins þeirra, að
hann vilji ekki að nem-
endur standist prófið og að þeir ætli að fara lengra með málið.
„Ég myndi halda að vandinn hér sé sambærilegur,“ segir Guðbjörg.
Hún tekur fram að grunnskólinn hafi aðalnámskrá sem beri að fylgja.
„Í henni eru námsmarkmið og nemandinn er metinn út frá þeim. Foreldr-
ar grunnskólanemenda fá upplýsingar um skiladaga verkefna og það er
boðið upp á viðtalstíma. Það eru ýmsar leiðir fyrir foreldra til að fylgjast
með námi barna sinna.“
Að sögn Guðbjargar senda foreldrar kvartanir, einkum til skólastjórn-
enda. „Oftar en ekki eru málin afgreidd í skólunum en í einstaka tilfell-
um hafa foreldrar vísað málum áfram til skólamálanefndar viðkomandi
sveitarfélags.“
Könnun á vegum sænska kennarasambandsins í fyrra sýndi að sjö af
hverjum tíu kennurum höfðu orðið fyrir þrýstingi frá óánægðum foreldr-
um. Guðbjörg segir ekki til yfirlit um stöðu slíkra mála hér. - ibs
Foreldrar þrýsta á grunnskólakennara:
Vilja hærri einkunn
fyrir börnin sín
Einbeiting skólabarna sem hafa gott aðgengi
að grænum svæðum er miklu betri en hjá
nemendum sem ekki njóta slíks. Vinnuminni
barnanna var einnig miklu betra en annarra,
að því er rannsókn á 2.500 grunnskólabörn-
um í öðrum til fjórða bekk í Barcelona sýnir.
Norska ríkisútvarpið hefur það eftir einum
rannsakendanna, Hollendingnum Mark Nie-
wenhuijsen, að séu ekki tré, runnar og gras
við skóla verði yfirvöld að gera skólana
grænni. Slíkt sé mikilvægt fyrir þroska
barnanna. - ibs
Rannsókn á grunnskólabörnum í Barcelona:
Græn svæði auka
einbeitingu barna
Í NÁTTÚRUNNI Vísindamenn
segja yfirvöld verða að gera
skólana grænni.
ÝMSAR LEIÐIR Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður
Félags grunnskólakennara, segir ýmsar leiðir fyrir for-
eldra til að fylgjast með námi barna sinna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
í tileFni dAgsinS
– alLa dagA
með vaNillubrAgðI með súKkulaðIsósU hneTuís Með karaMellusósU -Toppurinn á ísnum
ÍSinn Með
Gula LokinU
RR
\\\
TBW
A
TBW
TBWBWBWWW
A
AA
• S SÍAÍA
SÍA
SÍA
•• 15
016
4
15
016
4
5
016
5
016
NM
68
96
8
Siminn.is/spotify*Gildir fyrir Spotify Premium áskrift hjá Símanum
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
1
-7
D
4
C
1
7
D
1
-7
C
1
0
1
7
D
1
-7
A
D
4
1
7
D
1
-7
9
9
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K