Fréttablaðið - 25.06.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 25.06.2015, Síða 20
25. júní 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Spilling er gamall og svarinn óvinur almenn- ings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa mis- beita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherj- um eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrir tækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðis- legu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orku- veitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklík- ur, persónulegar tengingar, vinagreiða og póli- tíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverj- ir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í sam- félaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármála- kerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahags- muna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það. Heilbrigð stjórnmál, valdaklíkur og öfl ugt atvinnulíf STJÓRNMÁL Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar www.netto.is Kræsingar & kostakjör Mikið úrval! JARÐARBER, KASSI DRISCOLLS, 800 GR 999 KR/KASSINN Nammi namm... Þ eirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undir- strikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samn- ingi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sér- stakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virð- umst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun. Afskiptaleysi Íslendinga er til skammar: Að vera með í drápi en ekki líkn Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Reykingavandamálið Allir forsetar og varaforsetar bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar voru fjarver- andi þegar fundur bæjarstjórnarinnar fór fram í gær. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, ákvað því að hlaupa í skarðið og var leitað afbrigða af fundarsköpum svo það væri unnt. Rósa stýrði svo fundinum með harðri hendi. Bæjarfulltrúar yfirgáfu fundar- salinn þegar hlé var gert á fundi. Eftir nokkra stund var Rósu farið á lengja eftir nokkrum bæjarfulltrúum og hrópaði: „Hættið að reykja!“ svo það gall í hljóð- nemanum. Gróðabrallið Hún var eftirtektarverð, afstaðan sem Björg- ólfur Thor Björgólfs- son athafnamaður tók til fyrir- hugaðrar málshöfðunar gegn honum. Í dagblöðunum í gær var auglýst eftir hluthöfum i gamla Landsbankanum sem vildu stefna Björgólfi í einkamáli vegna ætlaðra brota hans. Í yfirlýsing- um til blaðamanna fullyrðir Björgólfur að málshöfðunin sé „gróðabrall lög- manna“ og ekki sé tilefni til neinnar stefnu. Það er auðvitað dálítið kómískt að sjá einn ríkasta mann á Íslandi saka aðra um gróðabrall. En í dag verður haldinn kynningarfundur um málshöfðunina. Það mun kannski sjást á mætingunni á fundinn hvorir eru meira sannfærandi, þeir lögmenn sem telja tilefni til málshöfðunar eða sjálfur Björgólfur Thor. Veðrið og stjórnarherrarnir Það hallar stundum á ríkisstjórnina og ráðherra hennar í opinberri umræðu. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur bent á þetta. Hann sagði á dögunum að ákveðinn hluti þjóðar- innar væri með algjört ofnæmi fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Í huga þessa fólks er allt sem Sig- mundur gerir vont og leiðinlegt. Þegar ríkisstjórn hans tekst vel upp eins og í samningum við kröfuhafa bankanna er allt kapp lagt á að sýna að hann eigi engan hlut að máli,“ sagði Egill. Þetta er sjálfsagt rétt. Í það minnsta var sér- kennilegt hvernig umræður um bjarta veðurspá á fésbókarsíðu Illuga Jökuls- sonar í gær gat farið að snúast um ágæti Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben. sveinn@frettabladid.is, jonhakon@frettabladid.is 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 2 -D 6 E C 1 7 D 2 -D 5 B 0 1 7 D 2 -D 4 7 4 1 7 D 2 -D 3 3 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.