Fréttablaðið - 25.06.2015, Page 21

Fréttablaðið - 25.06.2015, Page 21
FIMMTUDAGUR 25. júní 2015 | SKOÐUN | 21 Hér ætla ég að segja ykkur söguna af sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Katalónía prýðir norðausturhluta Spánar. Íbúafjöldinn er 7,5 millj- ónir eða sjötti hluti Spánverja, litlu minni en í Svíþjóð. Katalónar eiga sér mikla sögu og sérstæða menn- ingu og tungu líkt og t.d. Portúgal- ar. Katalónska er álíka frábrugðin spænsku og danska er frábrugðin sænsku. Höfuðborgin Barselóna er næststærsta borg Spánar, næst á eftir Madríd. Hvers vegna sjálfstæði? Byrjum í Skotlandi. Margir Skotar vilja taka sér sjálfstæði með þeim rökum að þeir líta til Norður landa sem fyrirmyndar að réttlátu sam- félagi og telja Englendinga held- ur líta til Bandaríkjanna. Því er beggja hagur að rjúfa ríkja- sambandið frá 1707, segja skozk- ir sjálfstæðissinnar, þar eð þá fá bæði Englendingar og Skotar aukið frelsi til stefnumörkunar í gagnstæðar áttir. Englendingar virða þetta sjónarmið eins og ráða má af því að Skotum hefur verið veitt aukin sjálfsstjórn innan Bret- lands og var leyft að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði 2014. Meiri hluti kjósenda hafnaði sjálfstæði. Síðan þá hefur sjálf- stæðissinnum vaxið svo fiskur um hrygg að þeir hirtu næstum öll sæti Skotlands í brezka þinginu í kosningunum fyrir nokkru. Kata- lónar hafa aðra sögu að segja. Þeir líta á sig sem undirokaðan minni hluta á Spáni og telja fullt sjálf- stæði einu færu leiðina til að girða fyrir þá mismunun sem þeir telja sig sæta. Fengju þeir sjálfstæði gætu þeir að mestu leyti farið sínu fram, t.d. með því að halda þjóðar atkvæðagreiðslur, en þær eru sjaldgæfar á Spáni. Við þetta bætast m.a. þjóðernissjónarmið líkt og í Skotlandi, ýmist heilbrigð menningar- og varðveizlusjónar- mið eða innhverf þjóðremba og meðfylgjandi tortryggni gagnvart útlendingum. Haldlausar hótanir Ríkisstjórn Spánar tekur sjálf- stæðisbaráttu Katalóna ekki vel, mun síður en ríkisstjórn Bretlands hefur tekið sjálfstæðisóskum Skota. Katalónar búa að vísu við sjálfsstjórn á ýmsum sviðum líkt og Skotar, en ríkisstjórnin í Madr- íd tekur ekki í mál að veita Katal- ónum heimild til að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjálfstæði eins og ríkisstjórn Bretlands leyfði Skotum að gera. Stjórnin í Madr- íd hótar Katalónum að þeir muni þurfa að hverfa úr ESB ef þeir taka sér sjálfstæði. Þessa hótun lét brezka stjórnin einnig dynja á Skotum fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna þar í fyrra. Hótunin er byggð á sandi. Skoðum málið. Ef Katalónar taka sér sjálfstæði munu Spánverjar annaðhvort viður kenna Katalóníu sem sjálf- stætt ríki eða ekki. Ef spænska stjórnin neitar að viðurkenna sjálfstæða Katalóníu, þá munu mörg aðildarlönd ESB væntan- lega ekki heldur viðurkenna sjálf- stæðið, og verður þá Katalónía áfram í ESB sem hluti Spánar. Ef spænska stjórnin viðurkennir á hinn bóginn Katalóníu sem sjálf- stætt ríki, þá munu öll önnur ESB- ríki trúlega gera slíkt hið sama og taka Katalóníu tveim höndum sem nýju aðildarríki skv. nýjum aðildar samningi. Áframhaldandi vist Katalóna í ESB má því telja vísa hvað sem hótunum spænsku ríkisstjórnarinnar líður. Katalónskum og skozkum sjálf- stæðissinnum er mjög í mun að vera áfram í ESB. Án aðildar að ESB myndi hvorug þjóðin kæra sig um sjálfstæði þar eð ESB-aðildin tryggir þeim aðgang að margfalt stærri markaði en sambúð við England og Spán myndi gera utan ESB. Um þetta þarf brezka ríkis- stjórnin að hugsa nú þegar hún ráðgerir að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort Bretar eigi að vera áfram í ESB. Ef Bret- ar ákveða að ganga úr ESB jafn- gildir sú ákvörðun brottvísun Skota úr ríkjasambandinu við England, Wales og Norður-Írland. Nei í væntanlegri þjóðaratkvæða- greiðslu Breta myndi knýja Skota til að taka sér sjálfstæði án tafar til að varðveita aðild þeirra að ESB. Líkt og skozkir sjálfstæðissinn- ar hafa katalónskir sjálfstæðis- sinnar ekki enn komið sér saman um aðild að Nató. Hyggilegast væri í báðum löndum að halda sjálfstæða þjóðaratkvæðagreiðslu um málið frekar en að gera út um það á fámennum stjórnmálafund- um á þingi eða annars staðar. Lýðræðislegur réttur Ríkjasamband er að ýmsu leyti eins og hjónaband með gagnkvæm- um rétti og skyldum. Þótt tvo þurfi til að ganga í hjónaband þarf bara einn til að skilja. Spænska ríkis stjórnin þarf eins og brezka stjórnin að horfast í augu við þá staðreynd og viðurkenna lýðræðis- legan rétt Katalóna til sjálfstæðis kjósi þeir það. Ríkjasamband er að ýmsu leyti eins og hjónaband með gagn- kvæmum rétti og skyldum. Þótt tvo þurfi til að ganga í hjónaband þarf bara einn til að skilja. Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Katalónía Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undan- farin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufar- aldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviður- væri sitt af því að starfa í ferða- þjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolin- mæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöð- um borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlut- verki í því sjónarspili sem flutn- ingur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bíl- stjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöfl- ast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bíl- stjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin? Íslend- ingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelsk- andi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borg- arar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgar- innar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfs- manna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls stað- ar eru rúturnar fyrir. Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríet- artúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hug- mynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjól- ið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein. Hvar er samkenndin? FERÐA- ÞJÓNUSTA Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifstofustjóri Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. HÁSKÓLABÍÓ 15. ÁGÚST 2015 ROKKABILLÝBANDIÐ TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIÐI.IS HEIÐURSTÓNLEIKAR ➜ Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bíl- stjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöfl ast á bílfl autum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjór- anna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en fl estir láta þetta yfi r sig ganga … Hjálpi oss sjónhverfi ngin Konur hafna ríkisstjórninni í meiri mæli en karlmenn samkvæmt skoðanakönnun. Formaður Sambands fram- sóknarkvenna segir það vera leiðréttanlegan misskilning. Muni lagast, þegar He4She átak Emmu Watson fer af stað! Vá, sjónhverfing á að redda Framsókn í þessu eins og öðru. Anna Kolbrún Árnadóttir telur hana sem sagt skipta konur meira máli en árásir ríkisstjórnarinnar á konur. Til dæmis bann við verkfalli kvennastéttar hjúkrunar. Til dæmis minni velferð einstæðra mæðra eins og fátæklinga almennt. Til dæmis rústun Landspítalans. Vondi veruleikinn á að hverfa, þegar Framsókn keyrir á amerískri sjónhverfingu! Dæmigerð Framsókn. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson AF NETINU 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 3 -2 F C C 1 7 D 3 -2 E 9 0 1 7 D 3 -2 D 5 4 1 7 D 3 -2 C 1 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.