Fréttablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 22
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22
Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson
lést þennan dag. Hann fannst látinn í
húsi sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum,
fimmtugur að aldri.
Bráðaliðar voru kallaðir að heimili hans
í Bel Air í Los Angeles á níunda tímanum
eftir að tilkynnt var um að hann hefði
hnigið niður. Jackson var hættur að anda
þegar bráðaliðarnir komu á vettvang og
báru lífgunartilraunir ekki árangur. Hann
var fluttur með sjúkrabíl á UCLA-sjúkra-
húsið og úrskurðaður látinn skömmu
síðar.
Jackson hafði átt við heilsuleysi að
stríða síðustu ár en hafði ákveðið að
fara í tónleikaferð, þá fyrstu í tólf ár, og
átti hún að hefjast fáeinum vikum eftir
dánardaginn.
Michael Jackson fæddist í Gary í Indí-
ana 29. ágúst 1958 og var í sviðsljósinu
nær alla sína ævi. Hann var aðalstjarna
Jackson 5, hljómsveitar sem faðir hans
stofnaði og Jackson-bræðurnir skipuðu. Á
níunda áratugnum sló Jackson í gegn sem
stórstjarna með meistaraverkum á borð
við Off the Wall og Thriller.
Á tíunda áratugnum fór Jackson að
sýna af sér æ undarlegri hegðun og fór
í sífellt umfangsmeiri lýtaaðgerðir sem
gjörbreyttu útliti hans. Hann kvæntist
tvisvar en bæði hjónaböndin urðu
skammlíf. Hann eignaðist þrjú börn.
TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Maki minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar,
BRYNJAR INGI SKAPTASON
Hamarstíg 35, Akureyri,
er látinn. Kveðjustund verður auglýst síðar.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Hrólfur, Hrönn og Hrafnkell Brynjars- og Sigrúnarbörn
Helga Tómasdóttir, Pálmi Óskarsson, Marco Ploeg
Sigrún Rósa og Tómas Ingi Hrólfs- og Helgubörn
Tumi og Ingi Hrannar- og Pálmasynir
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
SIGRÚN EINARSDÓTTIR
úr Skólastræti 5b,
lést á Droplaugarstöðum 19. júní.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 29. júní kl. 15.00.
Skúli Jónsson
Sigríður María Jónsdóttir
Ágústa María Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir,
JÓN ÓLAFSSON
tannlæknir,
frá Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði,
Hlynsölum 3, Kópavogi,
er látinn. Útförin fór fram í kyrrþey.
Inga Svava Ingólfsdóttir
Hildur Karítas Jónsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Edda Jónína Ólafsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN BONDÓ PÁLSSON
frá Vestmannaeyjum,
lést mánudaginn 22. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Fjölskyldan
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI GUÐJÓN STRAUMFJÖRÐ
KRISTJÁNSSON
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum v/Hringbraut 17. júní.
Útörin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júní kl. 13.00.
Sæunn Guðmundsdóttir
Sigurður Gunnar Helgason
Guðmundur Ólafur Helgason Alma D. Jóhannesdóttir
Kristján Hólmsteinn Helgason
Matthildur Helgadóttir Sigþór Þórarinsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HELGA KRISTÍN LÁRUSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
sem lést á Droplaugarstöðum mánudaginn
15. júní, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju
mánudaginn 29. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð Ólafsvíkurkirkju.
Ásta Lára Leósdóttir Þorvarður Sæmundsson
Guðbrandur Rúnar Leósson Gunnhildur Tryggvadóttir
Erla Leósdóttir Hjörtur Þorgilsson
Ágúst Helgi Leósson Sigrún Ellertsdóttir
Þröstur Leósson
og fjölskyldur.
Reynir hefur frá árinu 2010 gefið út sex
gönguleiðabækur. Bækurnar segja frá
gönguleiðum á láglendinu en ekki uppi
í fjöllum.
„Það er fjöldi Íslendinga sem vill
halda sig niðri. Það þurfa að vera göngu-
leiðir fyrir þá líka. Enda er það heim-
ur út af fyrir sig, til dæmis að ganga í
kringum vötn. Það er heilsusamlegt og
róandi,“ segir Reynir en nýjasta bókin
fjallar einmitt um gönguleiðir hjá Þing-
vallavatni.
„Ég skrifa um 25 gönguleiðir á Þing-
vallasvæðinu. Hringurinn í kringum
vatnið býður upp á svo margar skemmti-
legar leiðir og svo eru gömlu þjóðleið-
irnar sem hafa verið farnar frá því að
Alþingi var stofnað. Í dag fara flestir
í Almannagjána og að Öxarárfossi. En
Þingvallarsvæðið er aldeilis meira en
það og sumir vilja forðast ferðamanna-
strauminn. Þá er gott að prófa nýjar
gönguleiðir.“
Reynir bætir við að það sé mikil saga í
gönguleiðunum. Öll örnefni eigi sér sína
sögu og svo er það mannlífið.
„Þingvallarsvæðið er í þjóðmenn-
ingu okkar og það má því vel kalla þetta
menningargöngu. Útgangspunkturinn er
þó að stíga út fyrir þröskuldinn og fara
út. Það er ekki langt í alla þessa náttúru
og alla þessa sögu.“
Í sex bókum Reynis hefur hann skrif-
að um gönguleiðir á Vesturlandi og Suð-
vesturlandi. Nú er svo komið að með
síðustu bók hans um Þingvallarsvæð-
ið hefur hann fjallað um allar helstu
gönguleiðir þessa landshluta. „Ætli ég
segi þetta ekki gott í bili af gönguleiða-
skrifum.“
Spurður um eigin gönguvenjur seg-
ist hann ekki vera göngugóður þessa
dagana. „Það er hálfspaugilegt en ég er
kominn með eymsli í hné. Ef ég hefði
fengið þetta fyrir ári þá hefði ég ekki
komist á Þingvöll og engin bók hefði
komið út.“
Reynir hefur gengið allar gönguleið-
irnar í bókum sínum að minnsta kosti
tvisvar, hver gönguleið er að meðaltali
fimm kílómetrar og reiknast honum svo
til að hann sé búinn að ganga um 1.500
kílómetra – sem er ríflega hringurinn í
kringum Ísland.
„Þetta safnast saman,“ segir Reynir
hógvær. „En það er mikilvægt að fólk
viti að þessar gönguleiðir eru fyrir
hverja sem er og maður þarf svo sann-
arlega ekki að vera göngugarpur til að
ganga þær.“
Nú þegar Reynir hefur lokið síðustu
bókinni í bili liggur beinast við að spyrja
hvað taki við. „Ég hef verið að sýsla í
mörgu í gegnum tíðina. En eftir að ég
byrjaði að skrifa þessar bækur uppgötv-
aði ég að ég gat gengið í Rithöfundasam-
bandið. Það er notalegt að geta kallað sig
rithöfund,“ svarar Reynir sposkur.
erlabjorg@frettabladid.is
Gekk fi mmtán hundruð
kílómetra á fi mm árum
Reynir Ingibjartsson hefur skrifað sex göngubækur frá árinu 2010. Í öllu safninu má fi nna
150 gönguleiðir á Vesturlandi og Suðvesturlandi. Hann segir komið nóg af skrifum í bili.
ÞETTA GERÐIST 25. JÚNÍ 2009
Michael Jackson deyr af völdum hjartaáfalls
POPP-
KÓNGURINN
Michael
Jackson fór
í fjölmargar
lýtaaðgerðir.
Undir lokin var
hann orðinn
gjörólíkur
sjálfum sér
þegar hann var
á þrítugsaldri.
GÖNGUMAÐUR OG RITHÖFUNDUR Reynir Ingibjartsson hefur skrifað sex göngubækur á fimm árum og gengið hverja gönguleið tvisvar á
tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það er hálfspaugilegt en
ég er kominn með eymsli í
hné. Ef ég hefði fengið þetta
fyrir ári þá hefði ég ekki
komist á Þingvöll og engin
bók hefði komið út.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
3
-4
3
8
C
1
7
D
3
-4
2
5
0
1
7
D
3
-4
1
1
4
1
7
D
3
-3
F
D
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K