Fréttablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 30
FÓLK|
Það má segja að screen-gluggatjöldin séu enn vinsæl en það sem er að koma mjög sterkt inn núna eru rúllu- eða fellitjöld sem hægt er að opna bæði að
ofan og neðan. Við viljum fá birtuna inn en jafnframt
koma í veg fyrir að það sjáist mikið inn um gluggana.
Þessi nýju tjöld eru sett á miðjan gluggann og hægt að
draga alveg upp eða hafa opið fyrir ofan miðju og jafn-
vel líka neðst við gluggakistuna. Þannig loka tjöldin fyrir
miðju gluggans sem er þægilegt ef umferð er fyrir utan.
Þessi tjöld eru til í allavega litum og mynstrum en flestir
kjósa hlutlausa liti, til dæmis hvítan,“ segir Bryndís Eva.
„Önnur breyting eru
síðar þunnar gard-
ínur sem eru settar á
braut upp við loft og
ná alveg niður á gólf.
Brautin er höfð mun
breiðari en glugginn
en þannig myndast
gardínuveggur. Maður
stækkar gluggann, nær
fram hlýleika í her-
berginu og fær fram
nokkurs konar hótel-
stemningu. Þessar
gardínur eru bæði
notaðar í stofum og
svefnherbergjum.
Fyrir nokkru var
svokallað voile-efni
vinsælt í gardínum en núna er efnið örlítið þykkara þótt
það sjáist í gegnum það. Það er léttleiki yfir þessu nýja
efni og vefnaðurinn er sjáanlegur en samt kemst birtan
vel í gegn. Efnið gefur mikla hlýja og er hentugt í gólfsíðar
gardínur. Vinsælastir eru jarðlitir í þessum gardínum,
hvítt, grátt og brúntóna efni. Hlýleikinn er aftur farinn að
skipta máli,“ segir Bryndís.
Lofthæðin sýnist mun meiri ef gardínurnar hanga frá
lofti niður á gólf, jafnvel þótt glugginn sé minni. Á heima-
síðu Bryndísar, bryndiseva.is, má sjá nokkrar útfærslur
af svona uppsetningum á gluggatjöldum. „Þar sem þessar
nýju gardínur eru til í fjölmörgum litum er auðvelt að finna
eitthvað sem passar heimilinu. Yfirleitt velur maður lit á
gardínum með tilliti til litar á veggjum, gólfi, hurðum og
innréttingum eða birtunnar sem flæðir inn. Alls ekki út frá
húsgögnum. Gardínurnar gefa mikla mýkt í umhverfið og
gerir það heimilislegt. Þetta er gerviefni og hægt að setja
í þvottavél og hengja síðan strax upp. Þá eru gardínurnar
alltaf eins og nýjar,“ segir Bryndís og bætir við að vinsælt
sé að mála veggi í grátóna litum en loftin eru höfð hvít.
GLUGGATJALDATÍSKAN BREYTIST
NÝJUNGAR Gluggatjaldatískan hefur verið fremur fábrotin undanfarin ár. Svokölluð screen-tjöld hafa verið áberandi. Bryndís Eva
Jónsdóttir innanhússhönnuður segir að nú sé þetta að breytast og hlýleikinn að taka völdin.
ÞAÐ NÝJASTA Hér sést vel hvernig nýja gluggatískan er. Annars vegar síðar, þunnar gardínur sem ná vel út fyrir gluggann og hins vegar fellitjöld
sem hægt er að draga upp og niður í báðar áttir. MYND/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR
INNANHÚSSHÖNNUÐURINN
Bryndís Eva er með ýmis góð ráð á
heimasíðu sinni bryndiseva.is.
Allt í gleri
ÚTI OG INNI
M
ynd: Josefine Unterhauser
Sumarlífið eru nýir þættir á Vísi þar sem Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir flytja
okkur fréttir af öllum heitustu menningarviðburðum sumarsins. Skemmtileg viðtöl, kíkt á
bak við tjöldin og hressandi umfjöllun um allt það áhugaverðasta í menningarlífinu.
Fylgstu með Sumarlífinu á Vísi í allt sumar.
RÁÐLAGÐUR SKAMMTUR AF FERSKRI MENNINGU
Vísir.is er hluti af
L Í F I Ð
GLUGGAR OG GLER
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
2
-3
D
D
C
1
7
D
2
-3
C
A
0
1
7
D
2
-3
B
6
4
1
7
D
2
-3
A
2
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K