Fréttablaðið - 25.06.2015, Page 44

Fréttablaðið - 25.06.2015, Page 44
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 32 FRUMSÝNINGAR 8,1/10 36 ára Mindy Kaling Þekktust fyrir The Mindy Project, The Office og Wreck-It Ralph. Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS SELFÍ STÖNG STÓRSNIÐUG SELFÍ STÖNG SE M HÆGT ER AÐ LENGJA OG STYTTA ÁS AMT INNBYGGÐUM BLUETOOTH HN APP TIL AÐ SMELLA AF ÞRÁÐLAUS T ;) 3.990 2 LITIR Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS Sony Pictures og Marvel Studios til- kynntu í vikunni að hinn 19 ára gamli Tom Holland færi með hlutverk Peters Parker í nýrri Spider-Man-mynd. Myndin fjallar um Parker í menntaskóla og er Hol- land því á fínum aldri til að fara með hlut- verk Spider-Man en hann er best þekktur fyrir að hafa farið með titilhlutverkið í Billy Elliot the Musical og því nokkuð víst að drengurinn er fótafimur. Nýr Spider-Man Jurassic World sló miðasölumet um helgina, sýningar hafa gengið vel frá því myndin var frumsýnd í Bandaríkj- unum þann 12. júní. Myndin hefur á heimsvísu skilað einni milljón Banda- ríkjadala í miðasölu og skaut myndinni Furious 7 ref fyrir rass en hún átti metið í ár. Með aðalhlutverk í myndinni fara Chris Pratt og Bryce Dallas Howard. Gengur voða vel Ted 2 Gamanmynd Leikarar: Mark Wahlberg, Seth Mac- Farlane, Amanda Seyfried, Morgan Freeman og Jessica Barth. Frumsýnd 25. júní. Terminator Genisys Spennumynd Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Emilia Clarke, Jai Courtney og J.K. Simmons. Frumsýnd 1. júlí. Bravehart fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári en myndin kom út þann 19. maí árið 1995 og er byggð á sögu skoska uppreisnar- mannsins Williams Wallace sem talið er að hafi verið fæddur í kring- um 1270. Wallace er talinn þjóðhetja í Skotlandi en hann barðist ötullega gegn yfirráðum Englands í Skot- landi í kringum aldamótin 1300. Árið 1305 var Wallace handsamað- ur af Englendingum, pyntaður og að lokum líflátinn. Saga hans öðlaðist heimsfrægð þegar kvikmyndin Braveheart kom út árið 1995 en þar fer leikarinn Mel Gibson með hlutverk Wallace. Gib- son leikstýrði jafnframt myndinni og hlaut hún alls fimm Óskarsverð- laun, sem besta myndin, fyrir bestu förðun, bestu kvikmyndagerð, bestu hljóðvinnsla og bestu leikstjórn, auk þess sem hún hlaut fjölda annarra verðlauna, til dæmis Golden Globe og MTV Movie Awards. Mynd- inni var almennt vel tekið þótt hún væri, líkt og margar myndir sem fjalla um sögulega atburði eða ein- staklinga, gagnrýnd fyrir að frjáls- lega væri farið með sögulegar stað- reyndir. Braveheart var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna og þar á meðal fyrir bestu frumsömdu tónlistina en hana samdi tónskáldið James Horner, sem samdi tónlist við fjölda þekkta kvikmynda, til dæmis Star Trek II: The Wrath of Khan og Tit- anic en tónlistin úr Titanic er mest selda kvikmyndatónlist allra tíma. Horner lést í flugslysi í Kaliforníu á mánudag. Handritið að Braveheart er unnið BRAVEHEART FAGNAR TUTTUGU ÁRA AFMÆLI Margir kannast við hina sögufrægu mynd Braveheart sem byggð er á sögu skoska uppreisnarmannsins Williams Wallace sem leikinn er af Mel Gibson en hann leikstýrði einnig myndinni. ÁSTIR OG ÁTÖK Eftirminnilegt atriði úr Braveheart þar sem William Wallace og Murron MacClannough skella sér á hestbak. NORDICPHOTOS/GETTY upp úr ljóðinu The Actes and Deidis of the Illustre and Vallyeant Cam- pioun Schir William Wallace sem samið var um Wallace af Blind Harry en aðlagað hvíta tjaldinu af handritshöfundinum Randall Wall- ace, sem þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn er ekki hið minnsta skyld- ur skosku þjóðhetjunni. Handritið að Braveheart var fyrsta handrit hans sem tekið var til framleiðslu eftir að það vakti forvitni Gibsons og hlaut handrits- höfundurinn Wallace tilnefningu til Óskarsverðlauna. Í myndinni er sagt frá frelsisbaráttunni og auk þess ástarsambandi Wallace og æskuvinkonu hans, Murron Mac- Clannough. Líkt og áður hefur komið fram leikstýrði Gibson myndinni auk þess sem hann lék aðalhlutverkið og framleiddi hana. Gibson hafði þá leikið í þremur Leathal Weapon- myndum, sem allar höfðu gengið vel, og einnig þremur Mad Max- myndum. Þrátt fyrir velgengni hans átti framleiðslufyrirtæki Gibsons, Icon Production, í erfið- leikum með að safna nægilegum fjármunum til framleiðslu myndar- innar. Warner Bros var tilbúið til þess að styrkja verkefnið með því skilyrði að Paramount Pict- ures samþykkti að dreifa Braveheart í Bandaríkjunum og Kanada og 20th Century Fox fór í samstarf um alþjóð- leg réttindi. Önnur aðalhlutverk voru í höndum Soph- ie Marceau, Patricks McGoohan og Cather- ine McCormack. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 1 -D B 1 C 1 7 D 1 -D 9 E 0 1 7 D 1 -D 8 A 4 1 7 D 1 -D 7 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.