Fréttablaðið - 25.06.2015, Side 54

Fréttablaðið - 25.06.2015, Side 54
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 BESTI BITINN Í BÆNUM SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Þessir menn vildu bara að ég myndi gera þetta,“ segir Sigurjón Kjartansson, sem syngur Risa- lagið í uppsetningu Leikhópsins Lottu á Litlu gulu hænunni. Sig- urjón kom ekki að lagasmíðum þó svo margan gæti grunað að svo væri, en lagið er ansi þungt og drungalegt. „Ég kannast nú við ýmislegt í þessu, og greinilegt að þarna eru þau undir ákveðn- um áhrifum,“ segir hann dulúð- lega og bætir við að hljómsveitin hans, HAM, sé að öllum líkindum innblásturinn, en Baldur Ragn- arsson, gítarleikari Skálmaldar og meðlimur í leikhópnum samdi lagið. „Þetta er það sem ég kalla heið- ur, á meðan verið er að halda heið- urstónleika út um allan bæ, þá finnst mér þetta frábært,“ segir Sigurjón yfir sig glaður. Aðspurður um afrek sín á sviði barnaefnis stendur ekki á svör- unum: „Ég er nú reyndar fræg barnastjarna, var til dæmis fyrsti Maggi mjói í Latabæ hér um árið og svo lék ég í Abbababb, sem er barnaleikrit líka.“ Sigurjón segist hafa sérlegt dálæti á að hræða börn, og það gerir hann vissulega í umræddu myndbandi. „Ég lék líka ömmu skrattans í Fóstbræðrum, og það var mikið af börnum sem hræddust mig. Raunar hræðast börn mig mikið. Mér finnst það gaman.“ Þrátt fyrir að skemmta sér kon- unglega í barnahræðingum, sem og upptökum við Risalagið, segist Sigurjón skellihlæjandi ekki ætla sér frekari umsvif á sviði barna- efnis. - ga Hefur alveg sérstakt dálæti á að hræða börn Sjálfur Sigurjón Kjartansson syngur Risalagið á Litlu gulu hænunni, nýútkominni plötu Leikhópsins Lottu. RISINN Sigurjón er blússandi sáttur við heiðurinn sem felst í að tónlist barnaleikritsins skuli innblásin af HAM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ „Femarelle er algjört undraefni fyrir mig“ -Soffía Káradóttir Náttúruleg lausn við áhrifum tíðahvarfa Austurlandahraðlestin, indverskur er málið. Heiða Ólafsdóttir, söng- og leikkona Hljómsveitin Kings of Leon, sem treður upp hér á landi í ágúst, sendir allajafnan ítarlega lista á tónleikahaldara með ýmsum kröfum. Á svokölluðum „ræder“, sem sveitin hefur sent á tónleika- haldara á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að ætlast sé til þess að gnótt drykkja og matfanga standi meðlimum Kings of Leon og starfsmönnum til boða. Hver og einn meðlimur sveitarinnar þarf sinn eigin kæli með sérstökum drykkjartegund- um og klökum í. Misjafnt er hvað meðlimirnir vilja drekka meðan á tónleikum stendur. Sumir vilja orkudrykki en aðrir svalandi íþróttadrykki. Standlampar og sófasett Eins og vaninn er, þegar svona þekktar hljómsveitir ferðast, eru strangar kröfur gerðar um aðbúnað í búningsherbergjum. Sveitin fer fram á fimm mismun- andi búningsherbergi og í hverju þeirra á að vera sófasett og er sérstaklega tekið fram að sóf- arnir eigi að vera í stíl. Einnig er farið fram á tvo borðlampa í hverju herbergi auk standlampa. Meðlimir gera kröfu um sjónvarp í hverju herbergi, nokkur sófa- borð og vilja hafa teppi á gólfinu. Ítarlegar kröfur um máltíðir Sveitin, sem er á tónleikaferða- lagi um Evrópu, er með fjöl- marga starfsmenn í kringum sig. Á Evróputúr sveitarinnar hafa verið allt að fimmtíu manns í teyminu í kringum hana. Gerð er krafa um að kokkur eldi sér- staklega fyrir hópinn á þeim stað sem hópurinn er á hverju sinni. Ætlast er til þess að meðlimir og fylgilið Kings of Leon geti valið úr ýmsu, hvort sem það er í morg- unmat, hádegismat eða kvöldmat. Á ferðalagi sínu hefur sveitin farið fram á að maturinn sé ekki eldaður annars staðar og komið með hann í hitabökkum. „Slíkt er hvorki hollt né heillandi,“ segir í orðsendingu sem tónleikahaldar- ar á Evróputúrnum hafa hingað til fengið. Nákvæmur listi Ísleifur Þórhallsson, tónleika- haldari hjá Senu sem flytur sveit- ina inn, neitar að tjá sig um kröf- ur sveitarinnar. En sé listinn af því sem meðlimir sveitarinnar vilja fá hér á landi jafn ítarleg- ur og annars staðar er ljóst að flytja þarf nokkrar sælgætis- og drykkjartegundir sérstaklega inn fyrir tónleikana. Meðal annars er farið fram á sérstaka tegund af kókosvatni, túnfisksalat, heima- lagað íste (ekki of sætt), ferskan hummus og Diet Dr. Pepper, bæði með og án koffeins. Sveitin legg- ur einnig fram sérstakan lista af víntegundum fyrir tónleikahald- ara. Sveitin nefnir átta tegund- ir af hvítvíni og níu tegundir af rauðvíni. Mikið umfang Fregnir hafa borist af því að tveir trukkar komi hingað til lands með búnað sem nota á fyrir tón- leikana. Trukkarnir koma hingað til lands með Norrænu og munu sjást á þjóðvegum landsins þegar þeir keyra til Laugardalshallar frá Seyðisfirði. Samkvæmt heim- ildum blaðsins verða þeir fullir af hljóðfærum og aukaljósabúnaði og viðbót við hljóðkerfið sem á að skila sér í mikilli upplifun áhorf- enda. Kings of Leon er ein þekkt- asta rokksveit heims og er hún þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. kjartanatli@365.is Kings of Leon með nákvæmar kröfur Goji-ber þakin dökku súkkulaði, koff einlaust Diet Dr. Pepper og glútenlausar súkkulaðibitakökur eru meðal þess sem tónleikahaldarar hafa tilbúið baksviðs fyrir meðlimi Kings of Leon á tónleikaferðalagi sveitarinnar um Evrópu. ● Pringles Light-snakk ● Glútenlausar súkkulaðibitakökur ● Nokkrar tegundir af Extra-tyggjói og Ice Breakers-tyggjó með greip- bragði ● Patron Silver-tekíla, Absolut- vodka, Jameson-viskí og The Macallan-viskí ● Sex lítil tekílaplastglös ● Zevia Dr. Pepper ● Fersk, handgerð salsasósa ● Nokkrar tegundir af Beef-Jerky og Turkey-Jerky ● Goji-ber þakin dökku súkkulaði ➜ Nokkrir hlutir sem sveitin biður um: LÍFLEGIR Kings of Leon treður hér upp í ágúst og er sem stendur á tónleikaferðalagi um Evrópu en sveitin var stofnuð árið 1999. NORDICPHOTOS/GETTY 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 1 -A E A C 1 7 D 1 -A D 7 0 1 7 D 1 -A C 3 4 1 7 D 1 -A A F 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.