Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Qupperneq 4
fimmtudagur 28. ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Formaður Fjölskylduhjálparinnar fundar í dag með velferðarráði Reykjavíkurborgar: Loksins sýndur áhugi „Ég er náttúrulega afskaplega ánægð með að vera að fara á fund núna. Ég er búin að vera að senda inn beiðnir í mörg ár og alltaf fengið höfnun. Þau hafa ekki áður sýnt því áhuga að kynna sér þessa starfsemi,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar. Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur boðað hana á fund klukkan níu í dag til að ræða mögulegar lausnir á fjárhagsvanda samtakanna. Ásgerður seg- ist fara með opnum huga og ekki vera með fyrir- fram mót- aðar hug- myndir um hvaða leið sé best að fara. „Ég get í raun og veru ekki vonað neitt. Við erum að fara að ræða um hvernig hægt er að liðka til í málum Fjölskylduhjálp- arinnar en í hverju það felst veit ég ekki. Ég verð bara að bíða og heyra hvað þær hafa fram að færa,“ seg- ir Ásgerður, en Stella Víðisdóttir, forstöðumaður velferðarsviðs, er meðal þeirra sem sækja fundinn. Bæði Stella og Jórunn Frí- mannsdóttir, formaður velferðar- ráðs, sögðu í samtali við DV í gær að fullur vilji væri innan borgar- innar til að finna lausn á fjárhags- vanda Fjölskylduhjálparinnar. DV greindi frá því á mánudag að Fjölskylduhjálpin hefði ekki getað staðið í skilum með leigu- greiðslur til Reykjavíkurborgar frá nóvember 2006. Skuldin er nú orð- in tæpar tvær og hálf milljón með dráttarvöxtum og í síðustu viku barst Ásgerði bréf þar sem Fjöl- skylduhjálpinni var hótað útburði ef skuldin við borgina yrði ekki greidd innan viku. Hún sá þá enga aðra leið færa en að leggja starf- semina niður. erla@dv.is Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 9 Fréttir „Við munum leita lausnar í málinu með Fjölskylduhjálpinni og for- svarsmönnum hennar. Við eigum ekki von á öðru en að þetta gangi vel og að málið muni leysast,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Ég trúi ekki öðru en að við finnum lausn sem báðir aðilar verða sátt- ir við.“ Í samtali við DV í gær sagði Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálparinnar, að hún hygðist á næstunni leggja niður starfsemina vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu. Hún sagðist ósátt við borgaryfirvöld en hún hefur síð- ustu ár sótt um styrki til velferðar- sviðs en ekki fengið. Fjölskylduhjálpin hefur verið starfrækt undanfarin fimm ár og hefur á þeim tíma úthlutað mat- vælum og öðrum nauðsynjum til fátækra. Vilja funda með Fjölskylduhjálpinni Stella Víðisdóttur, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, tekur undir með Jórunni og segir mikinn vilja innan velferðarráðs til að vinna með Ásgerði Jónu að far- sælum málalyktum. „Við ætlum að fá hana á fund og fara yfir málið.“ Hún bendir á að árlega sæki mikill fjöldi um styrki til borgar- innar og ekki sé mögulegt að verða við öllum beiðnum. Fjölskyldu- hjálpin getur því sótt um styrk á ný en umsóknarfresturinn í ár rennur út í októberbyrjun. Milljónaskuld Líkt og kom fram í DV í gær er Fjölskylduhjálpin í leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg en hefur ekki getað staðið í skilum með húsa- leiguna frá nóvember 2006. Skuld- in er nú orðin tæpar tvær og hálf milljón króna með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði. Í síðustu viku barst Fjölskylduhjálpinni bréf þar sem skorað er á hana að greiða skuldina innan viku. Að öðrum kosti muni leigusali nýta rétt sinn til að rifta samningi og krefjast út- burðar. Óvíst með niðurfellingu Jórunn segist ekki hafa eina lausn í huga fremur en aðra fyrir fund sinn með Ásgerði Jónu. „Ég held að það sé eng- in ástæða til að ganga í málið með fyrirfram myndaðar skoð- anir heldur fara yfir það í sam- vinnu við Ásgerði.“ Stella hefur yfirumsjón með styrkveitingum Velferð- arsviðs. Aðspurð hvort hún telji möguleika á að skuld Fjölskylduhjálparinnar verði felld niður segir hún: „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi.“ Jórunn Frímannsdóttir LEITA LAUSNAR Erla HlynsdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is REYKJAVÍK Ið n ó Fr ík Ir k ja n H á s k ó la b íó Ið n ó Fr ík Ir k ja n O r g a n Fr ík Ir k ja n O r g a n H á s k ó la b íó n a s a g la u m b a r n O r r æ n a H ú s Ið V O n a r s a lu r I n g ó lF s n a u s t Iðnó FríkIrkjan Háskólabíó Iðnó FríkIrkjan Organ nasa glaumbar Háskólabíó Iðnó PO RT h ön nu n w w w. m idi .is JAZZHÁTÍÐ 2008 Fimmtudagur 28. ágúst • • KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor Philip Catherine, Kazumi Watanabe, Maggi Eiríks, Þórður Árnason RAUÐI J AZZPASSINN GILDIR Kr3000/2000 Gítarhátið Bjössa Thor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur. Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistar manna mest og kemst þannig í návígi við vopnabræður sín a um víða veröld. Með gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunn ar. Gestir ársins eru Kazumi Watanabe frá Japan og jazzl eikari Evrópu árið 2007 PhilipCatherine frá Belgíu. Magnús E iríksson og Þórður Árnason verða fulltrúar lands og þjóðar auk r yþmaparsins Jóhanns Hjörleifssonar trommuleikara og Jón s Rafnssonar bassaleikara. Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar frá Tónastöðinni. Ferðakostnaður Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra, Kristjáns Arasonar, eig- inmanns hennar, og Guðmundar Árnasonar ráðuneytisstjóra til og frá Peking 23. og 25. ágúst var 1.856.790 krónur. Þetta kemur fram í svari ráðu- neytisins við fyrirspurn um út- lagðan kostnað vegna seinni ferð- ar ráðherra til Peking. Ferðina fór Þorgerður Katrín til að vera við- stödd úrslitaleik Íslands og Frakk- lands á Ólympíuleikunum. Flogið var til Helsinki með Flugleiðum og þaðan til Kína með Finnair, að því er segir í svarinu. Ekki er komið í ljós hver kostnaður við gistingu var en dagpeningar ríkisstarfsmanna sem ferðast til Kína eru um 30 þús- und krónur. Ferðin tók þrjá daga og starfsmennirnir voru tveir. Af því má áætla að greiðslur vegna dag- peninga hafi numið um 180 þúsund krónum. Því lætur nærri að kostn- aður vegna seinni ferðar ráðherra og föruneytis hafi numið tveimur milljónum króna, að gistikostnaði undanskildum. Menntamálaráðherra fór í tví- gang til Kína á meðan á leikunum stóð. Fyrri ferð ráðherra var farin þann 5. ágúst og komið var aftur til Íslands þann fjórtánda. Í för með ráðherra voru maki hennar og ráðu- neytisstjóri ásamt maka hans. Í það skiptið var flogið um Kaup- mannahöfn með Flugleiðum og til Kína með SAS. Fargjald á mann var rúmar 446 þúsund krónur. Kostnaður við gistingu í það skipti liggur heldur ekki fyrir en miðað við að tveir starfs- menn ráðuneytisins hafi fengið 30 þúsund krónur á dag í dagpeninga í þessa tíu daga nemur kostnaðurinn 600 þúsund krónum. Heildarkostn- aður ferðanna til Peking nemur því tæpum fjórum milljónum króna, að undanskilinni gistingu. baldur@dv.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til Peking fyrir fjórar milljónir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra Fór tvisvar til Peking á meðan á Ólympíuleikunum stóð. dvMynd: guðmundur vigfússon „Ég held að það sé engin ástæða til að gang a í málið með fyrirfram myndaðar skoðanir hel dur fara yfir það í samvinnu við Ásgerði.“ þriðjudagur 26. ágúst 20082 Fréttir „Þetta er árás á fátæka fólkið í borg- inni og ótrúlegt hversu mikið skiln- insgleysi er hjá borgarfulltrúum yfir neyð fólks í borginni,“ segir Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands, sem verður lokað á næstunni. „Þessir fulltrúar eru þó kjörnir af þessu fólki í von um að þeir sjái til þess að það hafi í sig og á.“ Fjölskylduhjálpin hefur undan- farin fimm ár starfað í þágu fátækra og vikulega úthlutað matvælum til þeirra sem minnst mega sín. Hún leigir húsnæði sitt að Eskihlíð 2 til 4 af Reykjavíkurborg en hefur ekki getað staðið í skilum með leiguna frá nóvember 2006. Því er svo komið að Reykjavíkurborg hótar góðgerð- arfélaginu útburði. Fékk aldrei styrk Samkvæmt samningi Fjölskyldu- hjálparinnar hefur hún leigt rúm- lega 300 fermetra atvinnuhúsnæði af Skipulagssjóði Reykjavíkurborg- ar frá árinu 2003. Greiðslan var sjötíu þúsund krónur við upphaf leigutímabils en er nú orðin um 88 þúsund krónur á mánuði. Ásgerður hefur undanfarin ár sótt um styrk til velferðarsviðs borgarinnar en ávallt verið hafnað. Skuld Fjölskylduhjálparinnar er nú orðin tæpar tvær og hálf milljón króna með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði. Í síðustu viku barst Fjöl- skylduhjálpinni bréf þar sem skor- að er á hana að greiða skuldina inn- an vikutíma. Að öðrum kosti muni leigusali nýta rétt sinn til að rifta samningi og krefjast út- burðar. Ás- gerð- ur Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is FJÖLSKYLDUHJÁLPINNI LOKAÐ Ásgerður Jóna Flosadóttir Mynd dV: stefán Karlsson ósátt við borgaryfirvöld ásgerði jónu Flosadóttur finnst borgaryfirvöld vanrækja fátæka. Margir í neyð Fjölskylduhjálpin hefur úthlutað matvælum vikulega undanfarin fimm ár. allt að þrjú hundruð manns hafa í hverri viku fengið aðstoð. Jóna harmar þessa niðurstöðu. „Við ætlum að vera með blaða- mannafund á föstudag þar sem við tilkynnum formlega hvenær við lokum og hvenær við borgum borginni þessa skuld sem leiðir til þess að við getum ekki haldið starf- inu áfram.“ Borgin hirðir rekstrarféð Um tuttugu sjálfboðaliðar starfa hjá Fjölskylduhjálpinni. Fjöldi fyr- irtækja sendir þeim reglulega mat- væli sem úthlutað er til þeirra sem þangað leita. Vikulega er hins vegar keypt ýmis ferskvara, svo sem mjólk og kjöt. Ásgerður Jóna segir að um þrjú hundruð manns njóti aðstoð- ar Fjölskylduhjálparinnar í hverri viku. Á þessu ári veitti Alþingi þeim einnar og hálfrar milljónar króna styrk sem nýst hefur til rekstrar- kostnaðar. „Reykjavíkurborg er að hirða þetta af okkur,“ segir Ásgerð- ur en styrkurinn verður nýttur til að greiða skuldina við borgina. Fjölskylduhjálpin hefur einn- ig safnað um hálfri milljón króna í lyfjasjóð sem notaður er til þess að aðstoða fólk við lyfjakaup. Ásgerð- ur Jóna segir fénu hafa verið safnað með sölu á fatnaði í Kolaportinu en sjóðurinn muni nú allur renna upp í skuldina við borgina. Þá verður ekk- ert fé eftir til að halda rekstrinum áfram. Beitir sér fyrir niðurfellingu Þorleifi Gunnlaugssyni, fulltrúa minnihlutans í velferðarráði, þykir miður að loka þurfi Fjölskylduhjálp- inni og ætlar að beita sér fyrir því að skuldin við borgina verði felld niður. Á sama tíma og velferðarráð hefur hafnað styrkumsóknum Fjölskyldu- hjálparinnar hefur það styrkt Hjálp- arstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrks- nefnd. Þorleifur bendir á að þar sé unnið mikið og gott starf og segist ekki viss um að hjálparstarf af þessu tagi sé mjög dreift. Þannig gæti það verið til hagsbóta fyrir þá sem þjón- ustuna þiggja að hún sé veitt undir einu þaki. Gátu ekki veitt lengri frest Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af henni í gær. Hún vísaði alfarið á Stellu Víðisdóttur, sviðs- stjóra velferðarsviðs, og Kristínu Einarsdóttur, aðstoðarsviðssjóra framkvæmda- og eignasviðs. Krist- ín bendir á þann langa frest sem Fjölskylduhjálpin hefur fengið til að greiða skuldina. Fresturinn var veittur þar sem Ásgerður Jóna var að sækja um styrk til velferðar- sviðs sem nota átti til að greiða húsa- leiguna. Þar sem styrkbeiðninni var hafnað og ekkert bólaði á greiðslu sá fram- kvæmda- og eign- asvið borgarinn- ar sér ekki annað fært en að fara þessa leið. Þær upp- lýsingar feng- ust hjá Reykja- víkurborg að Stella væri í sumarleyfi. Þriðjudagur 26. ágúst 2008 3Fréttir „Við ætlum að vera með blaðamannafund á föstudag þar sem við tilkynnum formlega hvenær við lokum.“ Hafnað á hverju ári Fjölskyldu- hjálpin hefur sótt um styrki til reykjavíkurborgar undanfarin ár en ávallt verið synjað. Í innheimtu Bréfið þar sem Fjöl- skylduhjálpinni er hótað riftun leigusamnings og útburði. Harmar niðurstöðuna Þorleifur gunnlaugsson ætlar að beita sér fyrir því að skuld Fjölskylduhjálparinnar við borgina verði felld niður. 26. ágúst 2008 Funda um vandann Jórunn Frímannsdóttir vill fund með Ásgerði Jónu Flosadóttur þa r sem framtíð Fjölskylduhjálparinnar verður rædd með það að markmiði að finna lausn sem báðir aðilar eru sáttir við. Mynd siGurJÓn raGnar siGurJÓnss on 27. ágúst 2007 Fundur klukkan níu ásgerður Jóna flosadóttir vonast til að geta fundið lausn á fjárhagsvanda fjölskylduhjálparinnar á fundi hjá velferðarráði í dag. Stígamót um landið Zontaklúbbarnir á Íslandi seldu tíu þúsund rósanælur til styrktar verkefninu „Stígamót á staðinn“ fyrr í sumar og söfnuðu alls 7 milljónum króna. Pening- arnir verða nýttir til að þjóna landsbyggðinni betur en áður og fyrirhugað er að bjóða þjónustu samtakanna bæði á Suðurlandi og á Vesturlandi strax í haust. Þjónustan er hugsuð fyrir karla og konur sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi og vantar að- stoð. Sunnlendingar sem vilja nýta sér þjónustuna geta hringt í Stígamót og pantað tíma sér að kostnaðarlausu eins og kemur fram á vef félagsins. Á þyrlu úr veiðinni Tvær þyrlur lentu skyndi- lega fyrir utan skrifstofu Kjósar- hrepps í fyrradag. Starfsmönn- um skrifstofunnar var nokkuð brugðið og einn þeirra reyndi að taka myndir en starfsmenn þyrlufyrirtækisins komu í veg fyrir það. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að þyrlurn- ar voru komnar til að sækja rúss- neska fjölskyldu sem hafði varið deginum í Laxá í Kjós. Ferða- þjónustuaðilar á svæðinu vildu ekki staðfesta að það hefði verið fjölskylda Romans Abramov- itsj, eiganda fótboltafélagsins Chelsea, en sögðust gruna það sterklega. Kassi með kreditkortakvittunum frá American Style fannst í ruslagámi í Bolholti í gær. Á þeim voru kreditkortanúmer viðskiptavina staðarins auk gildistíma kortanna. Upplýsingafulltrúi American Style segir erlendan starfsmann í ræstingu hafa hent kassanum fyrir misskilning. „Ábyrgðarleysi,“ segir starfsmaður Gagnaeyðingar. kortanúmer Á glÁmbekk „Mér dettur helst í hug að ræstinga- konan hafi hent þessu fyrir mis- skilning. Konan sem er af erlendu bergi brotin hringdi í mig um síð- ustu helgi og spurði hvort hún ætti að henda þessu,“ segir Jóhann Þór- arinsson, upplýsingafulltrúi Amer- ican Style. Í gær fannst heill kassi af greiðslukortakvittunum frá fyrir- tækinu í ruslagámi fyrir utan skrif- stofurnar í Bolholti 4. Kvittanirn- ar eru eintök veitingastaðarins og á þeim má sjá kreditkortanúmer viðskiptavinanna í heild auk gildis- tíma og undirskriftar viðkomandi. „Að sjálfsögðu er þetta ekki vaninn, kvittanirnar eiga alls ekki að fara þessa leið. Þær hafa slæðst með einhverju öðru því venjulega eru þær geymdar eins og bókhaldsgögn í langan tíma,“ segir hann. Fyrirtæki ættu að hugsa betur um gögnin Greiðslukortakvittanir gefa upp- lýsingar um nafn viðskiptavina fyr- irtækja og tímasetningu á þjónustu sem þeir kaupa. Þegar kreditkorta- númer bætast við eru upplýsing- arnar orðnar ansi ítarlegar. „Ég myndi telja að það ætti ekki að skilja svona kvittanir eftir á glám- bekk. Á þessu eru ýmsar upplýsing- ar sem einstaklingar kæra sig ekkert um að almenningur sjái, það borgar sig að farga þessu,“ segir Sæmundur Sverrisson hjá Gagnaeyðingu. Ábyrgðarleysi Fyrirtækið eyðir trúnaðarupplýs- ingum fyrir fyrirtæki og einstaklinga og meðal annars gögnum af þessu tagi þegar það er ekki nauðsynlegt að geyma þau lengur. „Það er mikil- vægt að hnykkja á því að menn verða að vera meðvitaðir um að tímarnir eru breyttir. Það er ábyrgðarleysi að láta svona nokkuð koma fyrir og fyr- irtæki ættu að hugsa betur um gögn af þessu tagi,“ segir Sæmundur. Hefði getað farið illa Það gefur augaleið að einhver hefði getað nýtt sér innihald kass- ans og jafnvel selt hann dýru verði. Hjá mörgum fyrirtækjum dugir að gefa upp kortanúmer og gildistíma til að kaupa þjónustu en önnur vilja líka fá öryggisnúmer sem er á kort- inu sjálfu. American Style er með kortaþjónustu hjá þjónustufyrir- tækinu Valitor en samkvæmt regl- um fyrirtækisins birtist kreditkorta- númer viðskiptavinarins í heild sinni á kvittun fyrirtækisins en á afriti viðskiptavinarins eru sex síð- ustu stafirnir. Það á að tryggja við- skiptavinum sem greiða með korti öryggi ef þeir kjósa að henda afrit- inu í næstu ruslatunnu. liljag@dv.is „Það er ábyrgðarleysi að láta svona nokkuð koma fyrir og fyrirtæki ættu að hugsa betur um gögn af þessu tagi.“ lilja guðmundsdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is gífurlegur fjöldi kvittana Kredit- kortakvittanir lágu í gámi fyrir aftan skrifstofu american style í Bolholti. dV mynd róbert reynisson american style upplýsingafulltrúi staðarins segir það mistök starfsmanns að kvittanirnar enduðu í ruslagáminum. dV mynd sg Ólafur verndari Silfursjóðs Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tilkynnti á Kjarvals- stöðum í gær að stofnaður hefði verið Silfursjóður fyrir reykvísk börn til heiðurs íslenska lands- liðinu í handbolta fyrir frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Peking. Í máli borgarstjóra kom fram að hún liti einnig á sjóðinn sem gjöf til reykvískra barna og gerði Ólaf Stefánsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, að sérstök- um verndara Silfursjóðsins. Sirkus kvaddur Kling og Bang hefur boðið öllum alþingismönn- um þjóðarinnar að koma og kveðja hinn margfræga skemmtistað Sirkus sem hef- ur verið endurreistur. Þessi sögufrægi bar verður mið- stöð íslenskra myndlistar- og tónlistarmanna á stærstu listakaupstefnu heims, Frieze Art Fair, sem haldin verður í London í október. Áður en Sirkus verður sendur úr landi munu listamennirnir kynna verkefnið fyrir alþingismönn- um og bjóða þeim léttar veitingar með. Endurreistur Sirkus verður opinn í síðasta sinn fyrir brottför í dag milli klukkan 17 og 19, í portinu á bak við gömlu kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber, Sætúni 8 við Sæbraut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.