Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Síða 13
fimmtudagur 28. ágúst 2008 13Fréttir
Fegurðarkeppni nunna blásin af
Ítalski presturinn sem hugðist
halda fegurðarsamkeppni nunna
hefur nú neyðst til að hætta við
þessi áform sín. Antonio Rungi
sagðist vilja eyða þeirri staðal-
ímynd sem fólk hefði af nunnum
og fullyrti að hugmyndina hefði
hann fengið frá nunnum. Ætlunin
var að halda fegurðarsamkeppn-
ina á netinu.
En ekki voru allir jafnánægðir með
fyrirhugað framtak Rungis. „Yfir-
boðarar mínir voru ekki ánægðir.
Biskupinn var ekki ánægður, en
þeir misskildu mig,“ sagði Anton-
io Rungi. Það var að sögn Rungis
aldrei ætlunin að nunnurnar spíg-
sporuðu eftir sýningarpallinum.
Hélt hún væri taska
Sjötíu og átta ára sænsk kona mis-
skildi heldur betur leiðbeiningar
sem hún fékk á Arlanda-flugvell-
inum í Stokkhólmi. Konan var á
leið til Þýskalands og var vísað að
farangursfæribandi og var sagt að
þar skyldi hún setja það sem ætti
að fara um borð í flugvélina.
Annað tveggja heyrði konan ekki
leiðbeiningarnar, eða misskildi
þær svo hrapallega, því hún tyllti
sér á færibandið og var innan tíð-
ar horfin sjónum nærstaddra.
Konan hlaut fyrir vikið slæmar
skrámur, en fékk óðara aðstoð
starfsfólks og þrátt fyrir ævintýr-
ið missti hún ekki af fluginu til
Þýskalands.
Yfirvöld í Mumbaí ráðast til atlögu við óþef af ruslahaugum:
Rússar halda áfram að ögra Vestur-
löndum og með þeirri ákvörðun að
viðurkenna sjálfstæði aðskilnaðar-
héraðanna Suður-Ossetíu og Abkas-
íu, þvert gegn ráðleggingum, hafa
Rússar undirstrikað viðhorf sín.
Rússar segjast ekki óttast neitt, þar
með talið nýtt kalt stríð við þá sem
standa gegn þeim í málinu.
Rússar hundsa
alþjóðasamfélagið
Forseti Rússlands, Dmitry Med-
vedev, samþykkti kosningu rúss-
neska þingsins sem í byrjun vikunn-
ar ákvað einróma að viðurkenna
héruðin tvö sem sjálfstæð ríki. Með
aðgerðunum hundsa Rússar ályktun
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og
ganga þvert á vilja vestrænna ríkja
um að landamæri Georgíu yrðu virt.
Á þriðjudagskvöldið sakaði Medved-
ev svo ríkisstjórn Bandaríkjanna um
að dulbúa vopna- og hergagnasend-
ingar sínar til Georgíu sem neyðar-
aðstoð. Rússar eru sagðir hafa með
þessu manað Evrópu og Bandarík-
in til að bregðast við ákvörðun sinni.
Rússar telja þó að skiptar skoðan-
ir séu á gjörðum sínum meðal Evr-
ópuríkja, og því verði aðgerðir gegn
þeim af skornum skammti af hálfu
Evrópuríkja.
Óttumst ekki kalt stríð
Yfirvöld í Washington fordæmdu
ákvörðun Rússa. Bretar kalla eftir því
að Evrópuríki sameinist gegn ágangi
Rússa. Svíar segja að Rússar hafi
kallað yfir sig árekstur við Vestur-
lönd, á meðan alþjóðlegar stofnan-
ir segja yfirlýsingu Medvedev ólög-
mæta og óásættanlega. „Við óttumst
ekki neitt, ekki heldur nýtt kalt stríð
ef til þess kemur,“ sagði Medvedev á
þriðjudaginn. „Rússland er ríki sem
mun tryggja sína hagsmuni hvívetna
við landamæri sín. Um það skal eng-
inn efast,“ sagði Rússlandsforseti
afar ógnandi. Georgíumenn saka
Rússa um að halda hinni mikilvægu
Svartahafshöfn Poti í hverkví, en því
neita Rússar. Medvedev gekk skref-
inu lengra og sakaði Bandaríkja-
menn um að nota Poti til að flytja
hergögn inn í Georgíu. „Það er engin
herkví til staðar. Öll skip geta lagst að
bryggjunni í Poti. Bandarísk skip og
önnur nota hana til að flytja mann-
úðaraðstoð til Georgíu. Og það sem
Bandaríkjamenn kalla mannúðarað-
stoð í þessu tilfelli, kalla aðrir vopn,“
er haft eftir Medvedev á BBC frétta-
stofunni.
Bitlaus Vesturlönd
Utanríkisráðherra Rússlands,
Sergei Lavrov, var fullur sjálfstrausts
þegar hann lýsti því yfir að allar að-
gerðir vestrænna ríkja gegn Rússum
væru í mesta lagi orðin tóm og dipl-
ómatískar refsiaðgerðir sem væru
þolanlegar. „Ég hef ekki trú á því að
einangrun Rússa í alþjóðasamfélag-
inu sé yfirvofandi. Þetta verður eng-
inn dómsdagur,“ sagði Lavrov.
Suður-Ossetía þungamiðjan
Baráttan um Suður-Ossetíu var
kveikjan að átökum fyrir nokkrum
vikum síðan milli Rússa og Georgíu-
manna. Í héraðinu búa um 70 þúsund
manns sem telja sig Rússa frekar en
Georgíumenn. Hið fátæka og glæpum
hrjáða fjallahérað er talið eiga lítinn
raunhæfan möguleika á að verða sjálf-
stætt ríki, og er talið að yfirlýsing Rússa
sé fyrirboði um innlimun héraðsins í
Rússland að sögn Mikheil Saakashvili,
forseta Georgíu. Upphaf átakanna
má rekja til misheppnaðrar tilraunar
Georgíumanna og Saakashvili til að
ná aftur yfirráðum yfir Suður-Ossetíu.
Rússar svöruðu með hernaðaraðgerð-
um þar sem þeir töldu árás Georgíu-
manna ógna lífi og limum rússneskra
hjálparstarfsmanna og ríkisborgara í
héraðinu. Síðan þá hafa ásakanir um
þjóðernishreinsanir gengið á víxl.
Yfirvöld í Mumbaí á Indlandi hafa
ákveðið að grípa til róttækra aðgerða
vegna hins mikla óþefs sem leggur frá
tveimur af stærstu ruslahaugum borg-
arinnar. Ákveðið hefur verið að nota
fjörutíu og tvö þúsund lítra af Sanil
Supreme, jurtaúða, sem verður úðað
yfir haugana tvisvar sinnum á dag.
Yfirmaður sorphirðumála í Mumbaí,
Ahmad Karim, vonar að með þeim
hætti verði hægt að gera líf þeirra fjög-
ur hundruð þúsund íbúa sem búa í
nágrenni hauganna bærilegra.
Annar hauganna, Deonar, þekur
eitthundrað og tuttugu hektara svæði
og var fyrst notaður af Bretum árið
1927. Síðan þá hefur safnast þar upp
fjall af óunnu sorpi með fylgjandi gas-
myndun og óþef.
Ekki eru allir jafnbjartsýnir á árang-
ur og Ahmad Karim. Leiðtogi íbúa-
samtaka á svæðinu, Sandeep Rane,
finnst hugmyndin hlægileg. Borgar-
yfirvöld hafa eytt sem svarar til ellefu
og hálfrar milljónar króna á ilmvatnið,
en það er gríðarhá upphæð í borg þar
sem margir draga fram lífið á innan
við sjötíu krónum á dag.
Ahmad Karim blæs á alla gagn-
rýni, ilmúðinn sem hann hefur keypt
á að duga næstu sex mánuði og ef ár-
angurinn verður jákvæður mun hann
panta meira. Það er mat sérfræðinga
að yfirvöld í Mumbaí séu illa í stakk
búin til að eiga við þau sjöþúsund og
fimmhundruð tonn af úrgangi sem
íbúar borgarinnar, átján milljónir að
tölu, skila af sér daglega.
Í bígerð er að leggja niður Deon-
ar og Mulund ruslahaugana á næstu
árum og taka landið undir iðnaðar- og
íbúðasvæði. En hætt er við að minn-
ingin um þessa stærstu ruslahauga
borgarinnar muni lengi lifa í minn-
ingu íbúa borgarinnar.
Jurtaúði á sorpið
Fátækrahverfi í Mumbaí sjö þúsund
og fimm hundruð tonn af sorpi bætast
við daglega.
RússaR
óttast ekkeRt
Ákvörðun Rússa að viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og
Abkasíu er ögrun við Vesturlönd. Rússar óttast ekki refsi-
aðgerðir og því síður að þeir hafi lagt línurnar að nýju köldu
stríði. Forseti Rússlands sakar Bandaríkin um að dulbúa
vopnasendingar til Georgíu sem neyðaraðstoð.
Óttalaus leiðtogi dmitry medvedev óttast
ekkert og er reiðubúinn að taka refsingum
andstæðinga sinna. mynd/afP
Mikheil Saakashvili forseti georgíu
nýtur stuðnings Vesturveldanna í
baráttunni gegn rússum. mynd/afP
© GRAPHIC NEWS
Poti
ABKASÍA
NORÐUR
OSSETÍA
SVARTAHAF Suður
OSSETÍA
G E O R G Í A
TYRKLAND ARMENÍA ASERBAÍDSJAN
Tbilisi
R Ú S S L A N D
60 miles
100km
Herkví Rússa
í Poti
Aug 4: Russia accuses Georgian
President Mikhail Saakashvili (left) of
ethnic cleansing in breakaway South
Ossetia, claiming attacks by Georgian
army against Moscow-backed rebels
Aug 11: Russian troops move from
Abkhazia and South Ossetia deep into
Georgian territory, seizing key towns of
Zugdidi, Senaki and Gori, plus strategic
east-west road. Tbilisi is eectively
cut o from western Black Sea coast
Aug 12: Russian President Dmitry
Medvede v (right) orders end to ghting.
UN estimates more than 2,500 killed,
100,000 people displaced within
Georgia and South Ossetia
Aug 7: Truce with rebels breaks
down – Georgian troops launch surprise
attack on regional capital Tskhinvali
Aug 9: Georgian parliament
approves presidential decree declaring
state of war . Russian planes attack
military targets in central town of Gori
Aug 10: Georgia says it has ordered
its troops to begin ceasere, that its
forces have withdrawn from South
Ossetia. Russia launches bombing
raids near Georgian capital Tbilisi
Pictures: Associated Press
Átakasvæðið í GeorgíuÁTAKASVÆÐIÐ Í GEORGÍU
mynd/graPhic news