Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Qupperneq 15
fimmtudagur 28. ágúst 2008 15Umræða Stígur Helgason, blaðamaður, setti saman ágæta fréttaskýringu í Frétta- blaðinu síðastliðinn þriðjudag um laxveiðiferð æðstráðenda höfuð- borgarinnar í fyrra. Mennirnir voru Haukur Leósson, þáverandi stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavík- ur, Guðlaugur Þór Þórðarson, heil- brigðisráðherra og stofnandi REI, Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi formaður borgarráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgar- stjóri. Upplýst hefur verið að Baug- ur keypti upphaflega veiðileyfin sem æðstráðendur borgarinnar og Orkuveitunnar nýttu. Ekkert hef- ur enn komið fram um að Orku- veita Reykjavíkur hafi keypt leyfin af Baugi og Haukur Leósson boðið æðstráðendum borgarinnar í lax- veiði á vegum Orkuveitunnar. Hver tók við endurgreiðslu hafi einhver fjórmenninganna endurgreitt veiði- leyfið? Í drögum að ósamþykktum siða- reglum fyrir borgarfulltrúa seg- ir meðal annars: „Kjörnir fulltrúar skulu forðast alla hegðun innan og utan starfa þeirra fyrir hönd Reykja- víkurborgar sem gæti talist fela í sér að veita eða þiggja mútur og til- kynna um gjafir eða boð um gjafir í samræmi við reglur sem borgar- stjórn setur.“ Hvar liggja mörkin? Setjum sem svo að Baugur hafi ætl- að að greiða fyrir hagsmunum sín- um með því að bjóða æðstráð- endum borgarinnar í laxveiði. Til dæmis vegna eignarhluta Baugs í FL-Group sem stóð í samninga- viðræðum við REI um útrás á sviði jarðvarmaorku. Eins og fram kemur í skýrslu stýrihóps á vegum borgar- innar liggur ljóst fyrir að áhrif FL- Group á ákvarðanir í REI málinu hafi verið mikil og jafnvel ráðandi. Það er hins vegar ekki áfellisdómur yfir FL-Group heldur yfir handhöf- um almannavaldsins í Reykjavíkur- borg. Um laxveiðiferðina má einnig segja að mútubrot er ekki framið að fullu fyrr en einhver eða einhverjir hafa þegið þau gæði sem boðin eru. Búum til dæmi. Landsbankinn og Landsvirkjun eru í samvinnu um út- rás á sviði raforkuframleiðslu. Setj- um sem svo að Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sem talar fyrir einkavæðingu orkuframleiðsl- unnar í landinu, hafi setið með Björgólfi Guðmundssyni og Kjart- ani Gunnarssyni, ráðandi eigend- um Landsbankans, um borð í lúxus- snekkju í höfninni í Mónakó. Mundi forstjóri Landsvirkjunar teljast mútuþægur hefði hann þegið boð Landsbankamanna um siglingu á Miðjarðarhafi á lúxussnekkju? Væri Björgólfi ekki frjálst að bjóða kunn- ingjum sínum um borð í snekkju í Mónakó án þess að vera vændur um að bera fé á menn? Færi það ekki eftir tengslum Landsvirkjunar og Landsbankans og viðskiptahags- munum beggja aðila? Í opnu þjóð- félagi yrði þjónn almennings, for- stjóri Landsvirkjunar í þessu tilviki, að gera grein fyrir gjöfum og gæðum sem hann þiggur. Vill þyngri refsingu 15. apríl síðastliðinn lagði dóms- málaráðherra fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um niðurstöð- ur GRECO-nefndarinnar á vegum Evrópuráðsins, en hún rannsakar spillingu í aðildarlöndunum. Efni skýrslunnar vakti ekki athygli fjöl- miðla. Í henni er nánast talið grun- samlegt að aðeins einn maður (Árni Johnsen þingmaður) hafi verið dæmdur fyrir mútubrot hér á landi undanfarna einn til tvo áratugi. Þetta er talið til marks um veikar og reynslulaus- ar stofnanir sem rannsaka, ákæra og dæma í slík- um málum. Við sem búum í landinu telj- um að sum- ar þessara stofnana séu með- virkar með valdinu og ættu að vera hluti af viðfangsefni GRECO. Í skýrslu nefndarinnar er lagt til að viðurlög við mútubrotum verði hert; hegning sé til dæmis vægari hér á landi fyrir mútubrot en fyr- ir fjársvik. Þá telur nefndin brýnt að lög um mútubrot nái jafnt yfir kjörna fulltrúa, þingmenn sem aðra borgara. Það vekur vissa ónotakennd að við hlið Stígs, blaðamanns á Frétta- blaðinu, skuli vinna maður sem er við- fangsefni í frétta- skýringar hans um spillingu og mútur. Hvar gæti þetta gerst annars staðar en einmitt á Ís- landi? Hver er maðurinn? „Ég er kristinn, barn guðs, og vinn að því hörðum höndum að breyta lífi fátækra barna í Kenía.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er bakgrunnur minn, ég kem úr mjög fátækri fjölskyldu, en ég ákvað að að ég ætlaði ekki að lifa þannig. Ég verð að standa á mínum eigin fótum sem afrískur maður.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „sú staðfesta mín að vera lifandi, sterkur og hvetja aðra. Ekki missa vonina og ekki að syrgja.“ Hvert er leiðinlegasta húsverkið? „Það er ekkert húsverk sem mér finnst leiðinlegt. Þó maður sé fátækur getur maður verið hreinn.“ Hvað er skemmtilegast í sjónvarpinu? „Það eru alþjóðlegar fréttir og íþróttir.“ Syngur þú í sturtu? „Nei, þá eyði ég meiri tíma í sturtunni og meira vatni, vatn er líf og fólk berst um vatnið. Því reyni ég að nota sem minnst af vatni svo það sé til meira handa næstu kynslóðum.“ Ætlarðu að sjá handboltastrák- ana okkar koma heim? „Já. Ég horfði á alla leikina og var svo ánægður þegar þeir unnu stóru þjóðirnar.“ Varstu hræddur á Ítalíu? „Já, ég var mjög hræddur og vissi ekki hvað myndi gerast og enginn vildi tala við mig. Hér er allt gerólíkt, allir eru vinalegir. Ísland er gott land og hér er gott fólk.“ Hvað er fram undan? „að vera með fjölskyldunni og passa að konunni minni líði vel, hún varð fyrir miklu áfalli þegar ég var sendur til Ítalíu. Ég vil þakka öllum á Íslandi sem hjálpuðu mér og ríkisstjórninni sem gaf okkur fjölskyldunni þetta tækifæri til að vera aftur saman.“ Grunsamlegar laxveiðar ráðamanna JóHann HaukSSon útvarpsmaður skrifar „Í henni er nánast talið grunsamlegt að aðeins einn maður hafi verið dæmdur fyrir mútubrot hér á landi undanfarna einn til tvo áratugi.“ RÍkiSStJóRnaRfunduR Oft á tíðum situr fjölmiðlafólk fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundum. Hér má sjá Heiðar Örn sigurfinnsson, fréttamann ríkisútvarpsins, taka viðtal við Þorgerði Katrínu gunnarsdóttur menntamálaráðherra að loknum fundi í vikunni. sólin lagði blessun sína yfir samræðurnar, rétt á milli rigningarskúra. MYnd SiGtRYGGuR Hefur silfrið áHrif á íslenskt íþróttalíf? „Já, örugglega. Ætli það komi ekki nýtt handboltaæði.“ BJöRGVin inGi JónSSon, tvÍtugur rafEiNdavirKi „Já, það held ég að hljóti að vera. Nú fara allir krakkar á Íslandi að æfa handbolta.“ BJaRni ÞóR JónSSon, 26 ára margmiðluNarHÖNNuður „Þetta eflir íslenskt íþróttalíf á allan hátt.“ HReiðaR SiGtRYGGSSon, 52 ára, sKólastJóri Í laNgHOltssKóla „Já, Það byrja örugglega fleiri að æfa handbolta.“ HelGa láRa HalldóRSdóttiR, 15 ára NEmi Dómstóll götunnar paul RaMSeS kom til Íslands á þriðjudaginn. Hann er hælisleitandi frá Keníu og var sendur í flótta- mannabúðir á Ítalíu í júlí. Ísland er gott land „Já, þetta er hvetjandi að öllu leyti.“ StefanÍa JöRGenSdóttiR, 47 ára HEimaviNNaNdi kjallari mynDin maður Dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.