Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Side 22
þriðjudagur 23. september 200822 Fólkið Mikil leynd hefur ríkt yfir tilvon- andi plötu tónlistarkonunnar Lay Low en plata þessi kemur út á veg- um Cod Music á Íslandi 16. október. Aðdáendur tónlistarkonunnar geta hins vegar glaðst yfir því að fyrsta lag plötunnar, By and By, fer í spilun í dag. Bæði má vænta þess að heyra lagið á útvarpsstöðvum landsins auk þess sem lagið fer í spilun á Myspace-síðu Lay Low en slóðin er myspace.com/baralovisa. Í tilefni af útgáfu plötunnar verða haldnir helj- arinnar útgáfutónleikar í Fríkirkj- unni í Reykjavík kvöldið sem platan kemur út. Hægt er að nálgast miða inni á midi.is. Stjörnubloggarinn Trent Vanegas er í heimsókn á Íslandi. Trent heldur úti síðunni pinkisthenewblog.com og er í hópi með slúðurbloggurum eins og Perez Hilton sem hafa öðlast frægð gegnum netið. Trent segir frá því á síðu sinni að hann hafi farið gullna hringinn á sunnudag og á mánudag hafi tekið við hestaferð. Trent leynir ekki hrifningu sinni á landinu og hvetur alla til að heim- sækja það. „Ég þakka guðunum á himnum uppi fyrir að hafa komið hingað. Þið verðið öll að prófa þetta,“ segir Trent hæstánægður. Stjörnublogg- ari á landinu Hjónaerjurnar aukaSt ekki „Ég er bara ánægð með þetta,“ seg- ir Eva María Jónsdóttir dagskrár- gerðarkona þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar til að athuga hvað henni finnist um breyttan út- sendingartíma viðtalsþáttar henn- ar á sunnudagskvöldum í Sjón- varpinu. Eins og greint var frá um helgina var þátturinn færður aft- ur til klukkan 20.30 í stað þess að vera sýndur strax að loknum kvöld- fréttum, eins og venjan hefur verið. Spennuþáttaröðin íslenska Svartir englar fékk þann útsendingartíma í staðinn. Með þessu var komið í veg fyr- ir að Svartir englar yrðu sýndir á sama tíma og Dagvaktin á Stöð 2 en forveri hennar, Næturvaktin, naut feikilegra vinsælda þegar hún var sýnd síðasta vetur. „Mitt áhyggjuefni er ekki hve- nær þátturinn er sýndur. Mitt verk- efni er bara að búa til góðan þátt,“ segir Eva. „Og ég er mjög ánægð með þáttinn þannig að mér er al- veg sama hvenær hann er sýndur. Ef þeir vilja tefla honum á móti sterk- asta efni Stöðvar 2 finnst mér það bara fínt.“ Svo skemmtilega vill til að leik- stjóri Svartra engla er Óskar Jónas- son, eiginmaður Evu. Hún kannast ekki við að hjónaerjur hafi aukist vegna þessarar víxlunar á þáttum þeirra. „Það voru nægar hjónarerj- ur fyrir þannig að þetta breytir engu þar um,“ segir Eva María og hlær. Í tilkynningu sem Ríkisútvarpið sendi fjölmiðlum vegna breyting- anna segir að þær séu gerðar í fullri sátt Þórhalls Gunnarssonar, dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, og Pálma Guðmundssonar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Dagvaktin og Svartir englar eru báðir styrktir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, og þar með styrktir með al- mannafé, og telur Eva að það sé rót- in að því hversu langt er gengið í sáttum á milli stöðvanna. „Þeim er því ekki stætt á að sýna þetta á sama tíma held ég. En ef dagskrárgerð- arfólk hefði mestar áhyggjur af því hvenær þættirnir þeirra eru sýnd- ir og hverjir horfa væri frekar illa komið fyrir íslenskri dagskrárgerð,“ segir Eva. Við þetta má bæta að gestur Evu næsta sunnudag er Hugrún „Huggy“ Ragnarsdóttir, ljósmynd- ari og fyrrverandi fyrirsæta. „Það var mjög gaman að kynnast þessari týndu dóttur landsins. Hún er ekki mjög íslensk í viðkynningu og þar af leiðandi frábær viðmælandi.“ Huggy býr í London en kom til Íslands vegna þáttarins. Auk ljós- myndarastarfsins hefur hún getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir dómgæslu í þáttunum Britains Next Top Model sem sýndir eru á Skjá einum. „Hún á mjög dramatíska sögu að baki og er ekkert að breiða yfir það,“ lýsir Eva. Óneitanlega vekja stórar varir Huggy athygli þeirra sem hafa séð hana á skjánum og aðspurð játar Eva meðal annars að hafa spurt út í þær. „Hún svaraði því bara eins og hún svaraði því,“ seg- ir Eva með leyndardómsfull- um tón. Þeir sem vilja fræðast nánar um Huggy og hennar sögu og útlit verða því bara að horfa á þátt Evu næsta sunnudag, hvort sem þeir fórna þá Dagvaktinni eða kíkja á þáttinn á RÚV+ eða á netinu. kristjanh@dv.is Þáttum hjónanna Evu Maríu Jónsdóttir og Óskars Jónassonar var víxlað í dagskrá RÚV svo spennu- þáttaröðin Svartir englar yrði ekki á sama tíma og gullkálfar Stöðvar 2 í Dagvaktinni. Eva segir út- sendingartíma þáttar síns ekki áhyggjuefni. Brúðguminn eftir Baltasar Kor- mák fær ekki góða meðferð hjá bandaríska kvikmyndablaðinu Variety. Myndin, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna þetta árið, er sögð vera hálfmis- heppnuð tilraun til gríns en það er Dennis Harvey sem dæmir mynd- ina. Dómurinn kemur nokkuð á óvart en myndin fékk einróma lof gagnrýnenda hér heima og fékk einnig mjög góða aðsókn. Meira en 60.000 manns lögðu leið sína á Brúðgumann. Þá er Brúðguminn einnig tilnefndur til kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs. Reyndar er dómur Variety nán- ast sá eini neikvæði sem birst hef- ur um myndina. Þó nokkrir aðr- ir dómar hafa birst eftir sýningu myndarinnar á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Toronto. Á vefsíðunni twitchfilm.net er sagt að Brúðguminn sé ein af allra sterkustu myndunum frá Norð- urlöndunum þetta árið. Þá fær myndin, sem heitir á ensku White Night Wedding, einkunnina 8 af 10 á síðunni tiffreviews.com. Variety er mjög áhrifamikið tímarit í Hollywood og gæti haft áhrif á gengi Brúðgumans þeg- ar kemur að Óskarsverðlaunun- um. Hins vegar gætu allir hinir já- kvæðu dómarnir vegið upp á móti þótt þeir séu ekki jafnáberandi og sá í Variety. asgeir@dv.is óSkarSframlaginu Slátrað KViKmynDatímaRitið VaRiEty gEfuR BRÚðgumanum SlaKa Dóma mEðan aðRiR gEfa góða: Brúðguminn Hefur fengið góða dóma hjá flestum öðrum en Variety. Eva María: fyrSta lagið í Spilun Huggy Ragnarsdóttir Verður gestur evu næsta sunnudag og ræðir meðal annars varirnar frægu. Eva María „ef dagskrárgerðarfólk hefði mestar áhyggjur af því hvenær þættirnir þeirra eru sýndir og hverjir horfa væri frekar illa komið fyrir íslenskri dagskrárgerð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.