Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1903, Qupperneq 181
179
að borði og sæng opt orsök til þess, aS annað eða bæði skildn hjónanna eru orðin hórsek áður
en áiin eru liðin. Jeg get ekki fundið skynsamlega ástæðu fyrir annari aðskilnaðarti'ð að borði
og sæng en 9 mánnðum. Skilnaðarsakirnar á íslandi eru offáar, þar sem illindi eða ill með-
ferð af hálfu annars hjónanna ekki er skilnaðarsök. Yfir höfuð er mjög hætt við því, að ís-
lendingar skilji engin skilnaðarlög, nema þau, sem giltu eptir Grágás, og sem lyst er í Njálu
og Laxdælu, og að það skilningsleysi á dönskum lögum sje einn straumurinn, sem brytur rneð
hverjum áratng meira og meira af því landi, sem hjónabandið átti á íslandi. Islendingar
heimta ávalt einhverja greinilega, skynsamlega ástæðu fyrir lögum, sem þeir eigaaölifa uudir.
AS gipta fólkinu fækkar svo tilfinnanlega og fljótt, er eitt af þjóðarmeinunum á Is-
landi.
6, F ó 1 k s f 1 u t n i n g a r .
Fólkstalan vex, þegar fleiri fæðast en deyja, og hún minnkar, þegar fleiri deyja.
Fólkinu getur fjölgaö svo, að fleiri menn flytji inn í landið, en fara þaðan, og fækkað við
það, að fleiri flytji sig út úr landinu og setjist að annarsstaðar. Island hefur átt við síðaii
kjörin að búa eptir 1870, og jafnvel áöur, þótt lítið hafi borið á ])ví. Fólksflutningarnir af
af landi burt verða teknir hjer svo stutt, sem unt er að gjöra það :
Fólkstala á íslandi var 1. febr. 1801 ............................................ 47.240 m.
Frá 1. jan. 1801 til 31. des. 1900 fæddust hjer á landi .......... 212.988 börn
Frá 1. jan.—31. okt. 1901 fæddust fleiri en dóu .................. 863
Samtals 213.851
Frá 1. jan. 1801 ti! 31. des. 1900 dóu á landinu ................. 170.266 = 43.585 ___
Fólkstaía á íslandi hefði getað verið J/n 1901 samtals....................... 90.825 m.
en var þanu dag......................................... ......... ........ 78.470 —
þess vegna hafa þeir, sem fluttust út af landinu verið....................... 12.355 m.
fleiri en þeir, sem flnttust inn hingað á sama tímabili.
Hjer er það að athuga, að fólkstalan 1801 er tekin 1. febrúar, og þeir sem fæddust
fram yfir tölu dáinna í janúar 1801 eru taldir tvisvar í tölunni 12.355. 1801 fæddust 645
fleiri en dóu hafi 12ti hlnti þeirra komið á janúarmánuð, þá eru það 54 manns. Á þessurn
100 árum hafa flutt sig af landi burtu 12.300 manns fleiri, en hjer hafa sezt að.
Útflutningar hafa verið frá 1801—60 1059 manns; frá 1861—80 2159 manns; frá
1881 — 90 6302, og frá 1891—1901 2833 manns. Aö öðru leyti skal vísað til Stj.tíð. 1884,
C-deild bls. 1 — 11 um þann hag eða skaða, sem landið hefur af útflutningum, hjer skal að
eins tekið fram, að þar sem útflutuingar eiga sjer stað, sem nú er víðast hvar í Norðurálfu,
er æskilegast, að útflutningarnir skiptist sem jafnast niður á árin.
7. U m m a n n d a u ð a 1 8 0 1 — 1 9 0 0.
Mannalát á 19du öld voru alls, eins og áður hefur verið sagt, 170.266. Samt hafa
látist eitthvað ofurlítið fleiri landsmenn, en þetta er, því það er stundum, að menn sem
deyja, en eru aldrei grafnir, falla burtu úr dánavskýrslunum. Þeir sem þannig gleymast eru
víst fáir, það eru einstöku menn, sem drukkna í sjó, og ekki rekur upp, og heimilislausir
menn, sem verða úti og finnast aldrei. I skarðið fj’rir þessa sárfáu menn koma svo aptur
útlendingar, sem drukkna hjer við land og rekur upp, og erlendir menn, sem eru fluttir hjer
veikir á land og deyja hjer. Látnir menn liafa verið (þar í taldir andvana fæddir):