Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 21. nóvember 20084 Fréttir
Sandkorn
n Þokkadísin Ásdís Rán fer
ótroðnar slóðir á bloggsíðu
sinni en hún hefur tekið upp á
því að aðstoða íslenskar kon-
ur í gegnum veraldarvefinn.
Á bloggi sínu svarar hún hin-
um ýmsu
spurningum
er snúa að
mataræði
og almennu
heilbrigði.
Þá hefur
Ásdís Rán
slegist í hóp
heims-
þekktra Hollywood-persóna
með því að auglýsa Icelandic
Glacial-vatnið sem kemur úr
smiðju Jóns Ólafssonar. Fyr-
irsætan Paris Hilton er meðal
þeirra sem hafa auglýst vatnið
en það gerði hún eftir að hafa
dvalið í fangelsi í Bandaríkj-
unum og sagði við tilefnið:
„Ahh, taste of freedom.“ Ásdís
Rán og Paris Hilton eiga margt
sameiginlegt en þær eru báðar
fyrirsætur og hafa gert það gott
í heimalandi sínu, Ásdís Rán
á Íslandi en Paris í Bandaríkj-
unum.
n Afbrotamaðurinn Annþór
Karlsson, betur þekktur sem
Anni af sumum, er kominn
með Facebook-síðu, rétt eins
og hálf þjóð-
in. Á sínum
tíma hélt
Annþór uppi
Myspace-
síðu, en
lögreglan
notaðist við
síðu kapp-
ans til þess
að hafa uppi á honum er hann
braust út úr fangelsi á sínum
tíma. Lögreglan sá að hann var
innskráður og gat með hjálp
síðunnar elt hann uppi. Í dag
eru breyttir tímar. Annþór
afplánar nú dóm sinn á Litla
Hrauni, edrú og leikur sér á
Facebook.
n Ráðning umboðsmanns Ís-
lands, Einars Bárðarsonar, í
starf aðstoðarmanns Kjartans
Ólafsson-
ar alþing-
ismanns
hefur vak-
ið undr-
un. Finnst
mönnum
ótrúlegt að
Kjartan ráði
sér aðstoð-
armann þegar Ísland stendur
fyrir einni mestu skuldsetningu
lýðveldisins. Þótt Einar hefði
ekki fengið starfið sæti hann
ekki auðum höndum því hann
á fyrirtækið Concert auk þess
sem hann var nýlega ráðinn
verkefnisstjóri hjá Reykjanes-
bæ en þar eiga sjálfstæðismenn
hreinan meirihluta.
n Síðustu daga hefur verið
mikið um það rætt að sameina
Seðlabanka og Fjármálaeftirlit-
ið til að efla
eftirlit með
bönkum í
framtíðinni.
Hefur þetta
verið orðað
sem svar
við því að
yfirvöld hafi
ekki aðhafst
nóg til að halda aftur af stækk-
un bankanna og koma í veg fyr-
ir kollsteypu íslensks efnahags-
lífs. Ekki eru þó allir á þessari
skoðun. „Hverjum nema ráð-
herrum dettur í hug að setja
handónýta stofnun inn í aðra
handónýta?“ spyr Jónas Krist-
jánsson, fyrrverandi ritstjóri, á
bloggi sínu. En auðvitað telja
sumir að hugmyndin sé frekar
tilkomin í von einhverra um
að losna við Davíð Oddsson
seðlabankastjóra en að styrkja
stofnanirnar.
Skáldið Skrifar
Skemmtiferðaskipið
kristján hreinsson skáld skrifar. „Skipstjórinn gaf sínar fyrirskipanir og vildi ekki hlusta á þá sem vöruðu við.“
Skemmtiferðaskipið sigldi um lygn-an sjó í sól og blíðu. Þá gerðist það að loftskeytamaðurinn tilkynnti að það væri mikil móða á innanverðum
gluggum stýrishússins. Farmiðasalinn tók í
sama streng. Reyndar var þetta einn og sami
maðurinn og sá ágæti maður hafði meira að
segja stýrt skipinu um hríð. Að vísu var hann
ekki menntaður til þeirra verkefna sem hann
sinnti en þar eð hann var frekur fékk hann
sínu framgengt.
Hásetarnir höfðu tekið eftir móðunni á
rúðunum og flestum farþegum sýndist móð-
an vera orðin ansi mikil.
En jafnvel þótt loftskeytamaðurinn segð-
ist viss um að móðan væri að skemma útsýnið
þótti honum síst koma til greina að þurrka af
rúðunum.
Þar eð skipstjórinn og stýrimaðurinn voru
vissir um að skipið væri á leið í gegnum þykka
þoku, datt þeim ekki í hug að hlusta á aðvar-
anir farþeganna. Enda voru farþegarnir flest-
ir hverjir illa haldnir – viti sínu fjær af hungri.
Nokkrir farþegar höfðu reyndar fengið nóg að
éta og var þeim flestum orðið bumbult.
Skipstjórinn gaf sínar fyrirskipanir og vildi
ekki hlusta á þá sem vöruðu við. Hann hunds-
aði allar ábendingar. Og þegar dýptarmælir-
inn sýndi grynningar og þegar ratsjáin sýndi
sker sagði skipstjórinn að líklega væru tækin
farin að bila. Í augum hans var það hin utan-
aðkomandi þoka sem eyðilagði útsýnið. Enda
fór það svo, að með aðstoð áhafnarinnar náði
skipstjórinn að sigla skipinu svo kirfilega í
strand að því varð ekki haggað.
Þegar fólk var á leið í björgunarbátinn,
vakti það óskipta athygli að fyrrverandi bryti
skyldi stökkva í sjóinn. Og einnig vakti það
athygli að skipstjórinn muldraði fyrir munni
sér: - Við skulum ekki eyða dýrmætum tíma
í að finna sökudólga – við skulum ekki einu
sinni reyna að finna þá sem bera ábyrgð á
óförum okkar.
Og þegar farþegarnir höfðu komið sér fyr-
ir í björgunarbátnum, kom í ljós að áhöfn-
in var öll við störf – ekki hafði verið skipt út
einum einasta skussa. Sami skipstjórinn gaf
sömu fyrirmælin. Að vísu var hann búinn að
hækka fargjaldið. En það virtist ekki breyta
neinu. Áfram talaði hann um þoku, en átt-
aði sig ekki á því að á gleraugum hans var
móða.
Nú hafa þessi heimsku grey
höfuð lagt í bleyti
en ennþá vantar annað fley
og annað föruneyti.
Þór Engholm, tíu ára piltur, kemst ekki í skólann marga daga á ári vegna þess að Ísa-
fjarðarbær mokar ekki að heimili hans. Móðir hans, Elísabet Pétursdóttir, er orðin
þreytt á ástandinu. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að allt of dýrt sé
að moka að húsinu.
skafl heftir
skólagöngu
„Strákurinn er núna búinn að missa
þrjá daga í röð úr skóla út af einum
snjóskafli sem er á veginum,“ segir
Elísabet Pétursdóttir, sem búsett er á
Sæbóli í Önundarfirði á Vestfjörðum.
10 ára sonur hennar, Þór Engholm,
missir marga daga úr skóla á hverju
ári vegna þess að Ísafjarðarbær mok-
ar ekki veginn að húsinu. Elísabet
segist vera orðin þreytt á ástandinu.
Einn skafl lokar veginum
„Vissulega koma stundum upp þær
aðstæður þegar allt fyllist af snjó og
þá gengur ekki að moka alla leið.
En þegar það er lítill snjór eins og
núna, einn skafl sem lokar veginum,
er þetta hvimleitt,“ segir Elísabet.
Þór stundar nám í grunnskólanum
á Flateyri en vegalengdin frá Sæbóli
inn á Flateyri er 54 kílómetrar. Til að
fara í þorpið þarf að fara yfir erfiðan
fjallveg. Yfir vetrarmánuðina spillist
færðin oft að Sæbóli. Vegna þess þarf
Elísabet að birgja sig upp af matvöru
þegar hún kemst í verslun en nú seg-
ist hún vera orðin uppiskroppa með
helstu nauðsynjar. „Ég á kjöt, fisk og
mjólk í frystinum en ég fer að verða
uppiskroppa með þessar helstu mat-
vörur sem maður neytir dagsdag-
lega,“ segir hún en hún komst síðast í
verslun fyrir viku.
Gengið á vegg
Elísabet segir að sér hafi verið lofað í
maí á þessu ári að unnið yrði í þess-
um málum í sumar. Nú sé hins vegar
kominn nóvember og enn hafi ekk-
ert gerst. „Þeir þurfa að gera sér grein
fyrir því að ég hef búið hér í tuttugu ár
og ég er ekkert að fara. Manni finnst
það hræðilegt þegar málinu er vísað
úr einni nefnd í aðra hjá Ísafjarðar-
bæ. Sem betur fer hafa ákveðnir að-
ilar sýnt mér stuðning, eins og skóla-
stjórinn á Flateyri, en þeir virðast líka
labba á vegg þegar þeir spyrja um
hlutina. Það virðist enginn geta svar-
að því hver á að taka ákvörðun um
mokstur og hvernig eigi að standa að
þessum málum.“
Kostnaðarsamur mokstur
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar, segir að bærinn hafi
gert heimavistarsamning við Elísa-
betu á sínum tíma í ljósi skólaskyldu
piltsins. Halldór segir að sá samn-
ingur feli í sér að hún keyri strákinn
yfir til Flateyrar þegar það er fært og
hann dvelji hjá hálfsystur sinni og sé
þar í fæði og húsnæði. Þá segir hann
að henni hafi staðið til boða að dvelja
í íbúð á Flateyri sem bærinn hefði
borgað en hún hafi hafnað því.
„Við erum ekki að koma okkur
undan skyldu okkar en aðstæður
þarna eru svo svakalegar. Bærinn er
langt í burtu og það er yfir þennan
erfiða fjallveg að fara. Það er enginn
snjómokstur þarna samkvæmt regl-
um Vegagerðarinnar nema á vorin
þegar hann er opnaður,“ segir Hall-
dór. Hann bendir á að kostnaður-
inn við að moka alla leið inn á Sæ-
ból hlaupi á hundruðum þúsunda í
hvert skipti. Því hafi verið ódýrara að
fara þá leið að bjóða henni afnot af
íbúð á vegum bæjarins inni á Flateyri
sem hún hafi hafnað.
Einar Þór SiGurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Þreytt á ástandinu sigríður segist vera
orðin leið á ástandinu. sonur hennar
kemst ekki í skólann vegna snjóskafls
sem lokar veginum að sæbóli.
Mynd SiGurður BoGi SævarSSon