Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Síða 8
föstudagur 21. nóvember 20088 Fréttir „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, þetta er mál sem varðar einstak- an viðskiptaaðila og við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir fyrr- verandi prókúruhafi Stíms ehf. og stjórnarmaður félagsins, Þórleifur Stefán Björnsson. Hann starfar sem yfirmaður fjárstýringa innan Saga Capital. Stím er skrásett til húsa hjá Saga Capital. Þórleifur sagði sig úr stjórn félagins í lok ágúst en vildi ekki gefa upp hvers vegna. Stím ehf. er sennilega eitt dul- arfyllsta eignarhaldsfélag lands- ins en það fékk 25 milljarða króna lán í nóvember á síðasta ári til þess að kaupa annars vegar hlutabréf í Glitni fyrir um 16 milljarða og svo í FL Group fyrir rúma átta milljarða. Glitnir veitti lánið og tók aðeins veð í bréfum félagsins, nú er ljóst að tap bankans vegna lánveitingarinnar er ekki minna en tíu milljarðar króna. Stím keypti af Glitni Það var í nóvember á síðasta ári sem Stím ehf. óskaði eftir risaláni upp á 25 milljarða hjá Glitni. Svo virðist sem bankinn hafi veitt félag- inu lánið og tekið veð í hlutum FL Group. Þá er ljóst að minnsta kosti 10 milljarðar króna eru nú tapað- ir vegna lánveitingarinnar. Stím keypti hlutabréf í FL Group fyrir um níu milljarða króna og svo virð- ist sem Glitnir hafi sjálfur átt bréf- in. Glitnir virðist þar af leiðandi hafa lánað Stím ehf. gagngert svo félagið gæti keypt hlutina af bank- anum sjálfum. Gengi FL Group féll nokkru fyrir kaupin og mánuði síðar skilaði félagið halla upp á 64 milljarða. „Ég staðfesti fyrir hönd FL Group, nú Stoða, að Stím ehf. hafi bæst í hluthafahóp FL Group 16. nóvember 2007 eftir að hafa keypt 3,8 prósenta hlut af Glitni,“ seg- ir upplýsingafulltrúi Stoða, Júlíus Þorfinnsson, og bætir við að þar endi aðkoma FL Group að félag- inu. Tapaði tvisvar Það vekur athygli að Stím seldi hluta af bréfum sínum í FL Group í desem- ber á síðasta ári, aðeins mánuði eftir fyrri kaupin, en ástæðan var sú að nýtt hlutafé var gefið út. Þá hafði virði bréf- anna þegar rýrnað um tæpan millj- arð. Hins vegar keypti Stím meira í FL Group í janúar eða um hálft prósent til viðbótar en gengið var þá einnig í falli. Í febrúar voru átta milljarðarnir, sem Stím fékk lánaða og keypti fyrir, orðnir þrír milljarðar. Ástæðan var mikið fall á gengi FL Group. Það var svo í mars-apríl sem Stím seldi öll bréfin sín í FL Group. Þá lækkaði hlut- ur félagsins einnig í Glitni en tapið var hins vegar gríðarlegt. Barnabarn Geira á Guggunni Eini skráði aðilinn að Stím ehf. sam- kvæmt hluthafaskrá er útgerðar- maðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason. Sjálfur er Jakob kominn af útgerðarfólki frá Bolung- arvík en afi hans var Ásgeir Guð- bjartsson, eða Geiri á Guggunni eins og hann var oft kallaður. Hann átti togarann Guðbjörgu ÍS. Togar- ann seldi Ásgeir til Samherja fyrir allmörgum árum. Þess má geta að eigandi Samherja er Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Glitnis. Þegar Þorsteinn var spurður hvort Stím tengdist Kaldbaki, fjárfestingafélagi Sam- herja, svaraði Þorsteinn afdrátt- arlaust: „Til þess að það sé alveg á hreinu er þetta ekki eignarhaldsfé- lag á vegum Kaldbaks.“ Þorsteinn Már vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið. Fátt um svör Þegar menn tengdir Stími eru spurðir út í félagið verður fátt um svör. Fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Þorsteinn M. Jónsson, bar fyrir sig leynd og sagðist ekki geta tjáð sig um málið en hann gegndi stjórnarformennsku þegar lánið var veitt. Hann benti á fjölmiðla- fulltrúa Glitnis, Má Másson. Þeg- ar við hann var rætt benti hann á Lárus Welding, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. Aftur á móti sagði hann í viðtali í Silfri Egils að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka viðskiptavini. Þeg- ar gengið var á hann vegna Stíms, svaraði hann því til að eflaust væri Stím einn af viðskiptavinum bank- ans og þau viðskipti hefðu verið eins og öll önnur viðskipti. Útgerðarmaður heldur áfram Sjálfur sagði Jakob Valgeir í viðtali við DV fyrir stuttu að hann væri ekki gjaldþrota. Aðspurður vissi hann ekki betur en að útgerðin í Bolung- arvík héldi áfram þrátt fyrir risatap Stíms ehf. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um það hvort hann væri raunveru- legur eigandi félagsins né hverjir væru í stjórn þess. Jakob Valgeir virðist vera hinn mesti huldumað- ur sjálfur en Vest- firðingar sem rætt var við sögðu hann hafa mesta við- veru á höfuðborg- arsvæðinu þótt hann ætti hús í Bolungarvík. Einn þeirra sagði Jak- ob sérlega feim- inn mann og hlé- dræg- an. STJÓRNARMAÐUR STÍMS VIÐHELDUR LEYNDINNI Prókúruhafi Stíms ehf., Þórleifur Stefán Björnsson, vildi ekki tjá sig um aðild sína að félaginu en hann sagði sig úr stjórn í ágúst síðastliðnum. Þórleifur er sjálfur yfirmaður fjárstýringa innan Saga Capital fjárfestinga- bankans. Þá hefur DV heimildir fyrir því að Glitnir seldi Stím bréf í FL Group sem áður var í eigu Glitnis sjálfs. Þá keypti félagið einnig hlut fyrir 16 milljarða í Glitni fyrir peninga sem bankinn hafði lánað félaginu. valur GreTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel Glitnir Lánaði stím 25 milljarða til þess að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Þórleifur Stefán Björnsson var prókúruhafi stíms ehf. og stjórnarmað- ur en hann neitar að tjá sig um félagið. Þorsteinn M. Jónsson vill ekki tjá sig um stím ehf. eða lánið sem var veitt félaginu þegar hann var stjórnarfor- maður glitnis. „Ég staðfesti fyrir hönd FL Group, nú Stoða, að Stím ehf. hafi bæst í hluthafa- hóp FL Group 16. nóv- ember 2007 eftir að hafa keypt 3,8 pró- senta hlut af Glitni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.