Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 10
föstudagur 21. nóvember 200810 Fréttir Sri Rahmawati kom til Íslands frá Indónesíu árið 1997 þá 27 ára. Aðeins sex árum síðar varð hún fórnarlamb í einu hrottalegasta morðmáli seinni tíma hér á landi. Fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir, Há- kon Eydal, myrti hana að yfirlögðu ráði 4. júlí 2004. Í nýrri bók Ragnhildar Sverrisdóttur um ævi og afdrif Sri, Velkomin til Íslands, er áður ósögð saga konu, sem allir þekktu með nafni fyrir nokkrum árum, rakin. Forleikur að morði Sri Rahmawati kom til Íslands árið 1997, þá 27 ára, frá Jakarta í Indó- nesíu. Aðeins sex árum síðar var hún myrt á hrottafenginn hátt. Hún var 33 ára, í blóma lífsins, þegar Há- kon Eydal, barnsfaðir hennar og fyrrverandi sambýlismaður, myrti hana. Hákon sýndi enga iðrun þeg- ar upp um hann komst. Vopnaður kúbeini og taubelti murkaði hann lífið úr barnsmóður sinni að yfir- lögðu ráði 4. júlí 2004. Hann fékk 16 ára dóm fyrir ódæðið og var dæmd- ur til að greiða börnum Sri 22 millj- ónir króna í skaðabætur. Ragnhild- ur Sverrisdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur skrifað bók sem ber heitið Velkomin til Íslands, þar sem hún rekur ævi Sri Rahmawati af mikilli innsýn. DV kynnti sér bók- ina, ævi Sri sem og örlög hennar sem vöktu óhug almennings fyrir fjórum árum. Hálfa leið yfir hnöttinn Sri Rahmawati fæddist í höfuðborg Indónesíu, Jakarata, 19. desember árið 1970. Hún ólst upp meðal tíu systkina á heimili þar sem var þröng á þingi og allur kostur af skornum skammti. Ung að aldri var hún gift mun eldri manni sem á endanum lét sig hverfa. Með honum eignað- ist Sri tvö börn. Einstæð móðir í Jak- arta bjó við kröpp kjör. Brátt átti hún eftir að standa á krossgötum í lífinu. Eldri systir Sri, Díana, kynntist ís- lenskum manni sem heitir Sigurgeir og var búsettur í Jakarta árið 1989 og þar opnaðist nýr gluggi fyrir Sri. Árið 1995 ákváðu Díana og Sigur- geir að flytjast til Íslands. Það var þó ekki fyrr en tveimur árum síðar eða árið 1997 sem Sri Rahmawati varð að taka erfiðustu ákvörðun lífs síns. Að elta drauminn um betra líf fyrir sig og börnin sín tvö alla leið til Ís- lands. Hálfa leið yfir hnöttinn. Hún yrði samt fyrst að skilja börnin sín tvö eftir hjá fjölskyldu sinni í Indó- nesíu. „Hún varð að skilja börnin sín tvö eftir í Indónesíu í fimm ár á meðan hún kom undir sig fótun- um hér á landi. Það hefur ekki ver- ið auðvelt en sýnir baráttuna í fólki sem er að reyna búa sér og börnum sínum betra líf,“ segir Ragnhildur sem skrifað hefur bók um líf og ör- lög Sri Rahmawati. Bókin, sem heit- ir Velkomin til Íslands, er væntanleg í búðir á næstu dögum. Vann myrkranna á milli Óralangt frá fjölskyldu sinni og börnum bjó Sri nú á Íslandi þar sem hún fékk vinnu hjá Samsölubrauð- um, sem seinna urðu Myllubrauð. Þar vann hún nær öll sín ár hér á landi. Eftir að hafa komið til Íslands í neyð árið 1997 átti hún ekki eftir að fá að sjá börnin sín tvö, Danna og Amöndu, fyrr en árið 2000 þeg- ar hún komst loks í heimsókn aft- ur til heimalandsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 2002, fimm árum eftir að hún yfirgaf þau fyrst í leit að betra lífi, sem hún gat sent eftir börnunum. Hún hafði komið und- ir sig fótunum, unnið ötullega, nær myrkranna á milli, og draumurinn um betra líf virtist vera að rætast. En draumar verða oft að martröð. Sri kynnt fyrir Hákoni Besta vinkona Sri Rahmawati hér á landi var kona að nafni Maricel sem fluttist hingað frá Filippseyjum árið 1996. Önnur vinkona þeirra var Ruby frá Singapúr sem bjó þá með íslenskum manni sem hún hafði kynnst í heimalandi sínu. Gam- all félagi hans, Hákon Eydal, kom oft í heimsókn til þeirra og það var fyrir tilstilli Ruby sem Sri og Hákon kynntust árið 1999. „Það var strax greinilegt að Hákoni leist vel á Wati. Hann hafði orð á því næst þegar hann hitti Ruby, en bætti því við að líklega ætti hann engan möguleika á að kynnast þessari fallegu konu betur,“ segir í Velkomin til Íslands, um fyrstu kynni Sri, sem í bókinni er nefnd með gælunafni sínu Wati, og Hákons. Þau kynni áttu eftir að vera örlagarík, og nokkuð sem Ruby átti eftir að sjá eftir alla tíð. Séntilmaður reynist skrímsli Samband Hákonar og Sri þróaðist eftir að þau kynntust og þau vörðu meiri tíma saman. Ragnhildur segir í bókinni að hann hafi virst sannur séntilmaður og ástin virtist blómstra þeirra á milli. Fjölskyldu hennar leist heldur ekki illa á hann. Svo fór að Sri flutti inn til Hákons árið 2001. Sambúðin hafði aðeins staðið í tvær vikur samkvæmt bókinni þeg- ar Sri hringdi í Maricel algjörlega miður sín. „Hákon sló mig.“ Höggin áttu eftir að verða fleiri. Hákon mun hafa drukkið stíft og ekki haldið lof- orð sitt við Sri um að láta af þeirri iðju. Þá grunaði Sri að hann neytti annarra vímuefna. Sri flúði til Mar- ciel sama kvöld þangað sem Hákon mætti með loforð um bót og betr- un. Honum var neitað um inngang og næstu daga hringdi farsími Sri linnulaust. Sri hafði svarað einstaka sinnum og svo fór að hann náði að tala hana aftur á sitt band. Ekki í síð- asta skipti í stormasömu sambandi þeirra. „Þetta var dæmigert ofbeld- issamband sem hún var í með Há- koni. Og hún brást við eins og svo margar konur í slíku sambandi. Hún virðist hafa reynt eins lengi og hún gat í von um að það batnaði. Alltaf verið að vonast til að þau gætu orð- ið hamingjusöm fjölskylda. Hún, börnin hennar tvö og svo litla stelp- an, Irma, sem þau eignuðust síðar saman.“ segir Ragnhildur spurð um samband Hákonar og Sri. Ofbeldis- samband þeirra er rakið í bókinni frá sjónarhorni fjölskyldu Sri þar sem ýmislegt misjafnt kemur fram. Séntilmaðurinn varð að skrímsli, drifinn áfram af afbrýðisemi, fastur í viðjum vaxandi áfengis- og vímu- efnaneyslu. Snemma árs 2002 var Sri Rahmawati orðin barnshafandi. Vinkonur sjást í hinsta sinn Sri Rahmawati yfirgaf loks Hákon og við tók hatrömm forræðisdeila þeirra á milli. Hún hafði gefist upp á barsmíðunum. Við tóku hótanir og frekari líkamsárásir sem enduðu loks fyrir dómstólum árið 2004. Há- kon var sýknaðar þrátt fyrir staðfast- an og trúverðugan framburði Sri. Lykilvitni í málinu, sem er í bókinni aðeins nefnd Lillý, skipti um skoðun þegar í dómsal var komið og „mundi ekki voðalega mikið eftir þessu“. Sri fannst hún svikin af nágranna sín- um og vinkonu. Þrátt fyrir að Há- kon hafi verið neitað um forræði og umgengnisrétt á meðan dómsmálið var í meðferð fékk hann takmarkað- an umgengnisrétt undir eftirliti eftir sýknudóminn. Sri vildi að Irma ætti föður sinn að og enn eina ferðina tók hún við honum aftur, þrátt fyr- ir allt sem áður var gengið. Þau fóru saman í sumarbústað, tóku börnin með og allt gekk vel. Helgina eftir bústaðarferðina fóru Sri og Maricel saman út á lífið laugardaginn 3. júlí. Maricel taldi sig hafa séð jeppabif- reið Hákonar veita þeim eftirför á heimleiðinni um nóttina. Það var í síðasta sinn sem hún sá vinkonu sína á lífi. Hrottafengið morð Sunnudaginn 4. júlí hafði Sri ekki skilað sér heim eftir nóttina. Þegar eldri börnin hennar, Danni og Am- anda sem voru í pössun, reyndu að hringja í hana, var slökkt á síman- um. Lögreglan yfirheyrði Hákon 6. júlí en hann lá strax undir grun lög- reglu sökum ofbeldisfortíðar hans gegn Sri. Hann játaði ekki fyrr en 28. júlí og var afar erfiður viðureignar í rannsókn lögreglu. Hann leiddi lög- reglu á villigötur og sagðist hafa los- að sig við líkið í sjóinn á Kjalarnesi. Það reyndist ekki satt. Síðar hefur komið í ljós að nótt- ina örlagaríku þreif Hákon Eydal kúbein og barði Sri ítrekað með því, þar af fjórum sinnum í höfuð- ið. Fyrstu höggin lentu á höndum Sri þegar hún bar þær fyrir sig. Eitt högganna lenti á höfði hennar og hneig hún þá niður á gólfið og reis ekki upp aftur. Hákon lét höggin áfram dynja á Sri með klaufhluta kúbeinsins. Tók hann því næst tau- belti og herti að hálsi hennar. Það var víst sá verknaður sem dró Sri til dauða. Kúbeinshöggin voru samt að mati réttarlæknis það alvarleg að Sri hefði að öllum líkindum ekki lif- að þau af. Hákon bar lík barnsmóð- ur sinnar því næst inn í sturtuklefa og þreif það. Setti hana svo í poka og bar út í bíl. Hann henti farsíma hennar í sjóinn og losaði sig við líkið í hraungjótu í nágrenni Hafnarfjarð- ar. 3. ágúst árið 2004 vísaði Hákon lögreglu loks á lík Sri Rahmawati eft- ir nærri mánaðar leit og rannsókn. Draumurinn um betra líf fyr- ir hana og börnin hér á landi hafði endað með hörmungum. Málið vakti gríðarlegan óhug meðal al- mennings sem horði upp á Hákon Eydal hljóta hámarksrefsingu fyrir verknaðinn, 16 ár í fangelsi. Mikilvæg saga skráð En eftir standa þrjú munaðarlaus börn, Danni, Amanda og Irma. Ragnhildur Sverrisdóttir segir þau blessunarlega hafa fengið yndis- legt heimili hjá Díönu og Sigurgeiri. „Þetta eru ofsalega flottir krakk- ar. Þessi fjölskylda er sterk og hef- ur haldið vel utan um þau. Því er nauðsynlegt fyrir þau að þessi saga sé skráð. Í réttarskjölum er allt það ljóta sem Hákon hafði um móður þeirra að segja fært til bókar. Öm- urlegar persónuárásir. En það hefur ekki verið hægt að taka upp hansk- ann fyrir hana,“ segir Ragnhildur, um bók sína Velkomin til Íslands þar sem ítarlega er farið í saumana á ævi Sri Rahmawati. Heimildir: Ragnhildur Sverrisdóttir, 2008, Velkomin til Íslands. DV laug- ardaginn 5. mars 2005 og Morgun- VESTURRjúpnaskot í VesturröstRemington og Winchester SiguRðuR MikaEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Hún varð að skilja börnin sín tvö eftir í Indónesíu í fimm ár á meðan hún kom undir sig fótunum hér á landi. Það hef- ur ekki verið auðvelt en sýn- ir baráttuna í fólki sem er að reyna að búa sér og börnum sínum betra líf.“ kom í leit að betra lífi sri rahmawati var aðeins 33 ára þegar hún var myrt á hrottafenginn hátt af fyrrverandi sambýlismanni sínum Hákoni eydal. Mynd ÚR EinkaSafni. BiRt MEð lEyfi Samviskulausi morðinginn Hákon eydal sést hér leiddur út úr réttarsal. Hann myrti sri rahmawati með kúbeini og taubelti 4. júlí 2004. Hlaut 16 ára fangelsisdóm. Mynd 365. BiRt MEð lEyfi. Velkomin til Íslands ragnhildur sverrisdóttir sést hér ásamt Illuga Jökulssyni að virða fyrir sér fyrstu prentun af nýrri bók hennar velkomin til Íslands. Mynd RakEl óSk SiguRðaRdóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.