Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 21. nóvember 200812 Helgarblað Bjart bros Erlu Bolladóttur nær sannarlega til augn-anna. Hún heilsar Sævari Ciesielski hlýlega þegar hún kemur inn í Hressingarskálann úr snjókomunni. Leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar þau voru aðeins átta ára gömul. Tvítugum var þeim gef- ið að sök að vera svæsnustu glæpa- menn þjóðarinnar. Þrjátíu árum síð- ar er Geirfinnsmálið enn óupplýst og draugur þess hefur elt þau æ síðan. Kynntust átta ára gömul „Við kynntumst meðal annars í Hressingarskálanum. Manstu þegar við vorum alltaf hérna?“ Erla horfir í kringum sig og rifjar upp þegar Hres- só var helsti viðkomustaður vina- hópsins hennar þegar hún var átján ára. Félagar Sævars stunduðu stað- inn einnig. „Við áttum sameiginlega kunn- ingja,“ segir Erla. „Í byrjun leist mér ekkert á hann. Ég man þegar hann kom eitt sinn upp að mér og fór að þylja upp ýmsar staðreyndir um fjöl- skyldu mína, hvað pabbi minn starf- aði og mamma. Hann sagðist glott- andi hafa sín sambönd þegar ég spurði hann hvernig hann vissi þessa hluti. Mér var brátt hætt að standa á sama og varð eiginlega bara reið. Þá sagðist hann hafa búið á bænum þar sem bróðir minn var í sveit.“ Sævar samsinnir þessu og Erla hlær. Hún minnist þess þegar hún heimsótti bróður sinn í sveitina þeg- ar hún var barn að aldri og pilturinn á bænum, jafnaldri hennar, var feng- inn til að sýna henni fjósið og hlöð- una. „Ég þekkti hann ekki fyrr en hann útskýrði þetta fyrir mér,“ segir Erla. Sannleikurinn enn á huldu Sævar þekkja landsmenn jafn vel og þeir þekkja Erlu en bæði hafa þau verið milli tannanna á fólki í gegnum árin. Geirfinns- og Guðmundarmál- in eru þekktustu glæpamál Íslands- sögunnar og þurftu þau bæði að sitja árum saman í gæsluvarðhaldi þar sem rannsóknarlögreglumenn jafnt og fangaverðir hikuðu ekki við að beita harðræði í leit sinni að sann- leikanum. Þrátt fyrir pyntingar á sak- borningum innan veggja fangelsis- ins er sannleikurinn enn ófundinn. Erla skrifaði undir skýrslu þar sem hún játaði aðild sína að hvarfi Geir- finns. Hún vildi ekkert frekar en að hitta ungbarn sitt sem hún átti með Sævari. Ofbeldið yfirbugaði Sævar sömuleiðis og skrifaði hann einnig undir játningu á glæpnum. Þau voru sakfelld árið 1980 og sátu af sér sinn dóm. Sævar hefur síðan haldið fram sakleysi sínu og barist fyrir endur- upptöku á málinu. Algjör vitleysa Í gegnum árin hafa þau rekist hvort á annað á förnum vegi. Hins vegar er langt síðan þau hafa sest niður og rætt saman. Erla bendir á að eftir fanga- vistina hafi þau farið algjörlega hvort í sína áttina. „Líf okkar er svo ólíkt að það skarast hvergi,“ segir hún. Erla hefur fyrir löngu sagt skilið við fíkni- efni og neytir hvorki áfengis né tóbaks. Hún á að baki maraþonhlaup og hefur helgað líf sitt því að hjálpa öðrum. Erla er sátt við lífið og tilveruna. Geirfinns- málinu er lokið af hennar hálfu. „Þetta er að baki mér persónulega en opinberlega er því ólokið. Það þarf hvorki næman né skýran mann til að sjá að það var margt afar athugavert við rannsóknina. Þetta var algjör vitl- eysa frá upphafi til enda,“ segir Erla sem sat í einangrun í fangelsinu í Síðu- múla eins og Sævar en var síðar flutt í hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Eins og í stríði Þótt þau hafi ekki fengið að um- gangast þar vissi hún alltaf af hon- um. Sævar verður reiður þegar hann hugsar til þeirrar meðferðar sem hann hlaut þar, lokaður inni í örlitl- um klefa og jafnvel haldið vakandi dögum saman í því skyni að gera hann mótttækilegri fyrir yfirheyrsl- um. „Þeir reyndu að brjóta mig niður. Þeir reyndu allt en gátu það ekki. Þeir höfðu mig meira að segja í hlekkj- um,“ segir hann en Erla grípur inn í: „En Sævar. Þeir fengu þig til að játa.“ Sævari er mikið niðri fyrir. „Ég skrif- aði bara undir það sem þeir sögðu mér að skrifa undir,“ segir hann. Erla verður sorgmædd á svip: „Þeir náðu að beygja okkur öll.“ Hún hefur greint frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í gæsluvarðhaldi og telur meðferðina á Sævari hafa verið mjög slæma. „Þeir fóru verst með hann. Það var eins og allir fengju útrás fyrir gremju sína á honum. Þetta var eins og í stríði,“ seg- ir Erla og rifjar upp slæman aðbún- að Sævars í fangelsinu. „Ég vissi allt- af hvenær hann var á ferðinni þegar ég heyrði í hlekkjunum,“ segir hún en Sævar var löngum í fótajárnum sem glumdi í um alla ganga. Flúði fordómana Sævar og Erla kynntust nánar haust- ið 1973. Erla var þá á leið til Banda- ríkjanna með vinkonu sinni þar sem þær ætluðu að heimsækja vini sína. Þau höfðu þá þekkst lítillega í nokkra mánuði og Sævar vildi koma með þeim út en þangað þurfti hann að sækja arf eftir föður sinn. Þær sam- þykktu að Sævar yrði með í för en stuttu síðar þurfti vinkonan að hætta við ferðina. Þá varð úr að Sævar og Erla fóru tvö saman til Bandaríkjanna átján ára gömul. „Upp úr þessari ferð hófst svo samband okkar sem stóð þar til við vorum handtekin,“ segir Erla en eftir það skildi leiðir. Erla fékk styttri dóm en Sævar og hann hafði þegar hafið afplánun á Litla-Hrauni þegar hún losnaði út. Þeim var síðan meinað að hittast þar til Hæstiréttur hafði kveðið upp sinn dóm. Erla upplifði mikla fordóma hér á landi enda fastagestur í fjöl- miðlum þar sem hún var úthrópuð sem morðingi. Hún ákvað því að fara úr landi og dagaði upp á Kyrrahafs- eyjum. Þegar Sævar varð frjáls mað- ur var hún enn úti. „Þegar ég kom heim aftur réðum við illa við sam- skiptin,“ segir Erla og hafa samskipti þeirra verið lítil síðan. „Hann er auð- vitað aldrei á sama stað. Það er helst ef hann hringir í mig sem við höfum talað saman,“ segir hún. Sævar segir þetta hafa verið erfiða tíma: „Það var erfitt að vinna sig upp í að geta talað frjálslega um þetta. Við vorum svo ung.“ Erla bendir líka á að þau hafi haft ólíkar hugmyndir um málið á sín- um tíma. „Hann var með sínar hug- myndir. Ég var með mínar tilfinning- ar. Ég réð illa við þetta,“ segir Erla. „Ég er drykkjumaður“ Dóttir þeirra er nú 33 ára og sam- eiginleg barnabörn tvö. Sævar seg- ist reyna að vera í sambandi við þau. „Ég tala stundum við hana eða barnabörnin. Ég hef samt ekki get- að sinnt þeim nógu vel,“ segir Sævar sem sjálfur átti drykkfelldan föður. „Pabbi var drykkjumaður. Hann sinnti sínum störfum en byrjaði alltaf á því að fá sér í glas. Ég held reynd- ar að hann hafi verið alkóhólisti en ekki drykkjumaður,“ segir Sævar sem hefur ákveðnar skoðanir á drykkju- mynstri fólks. „Ég er drykkjumaður,“ segir hann. „Alkóhólistinn keyrir allt í botn og drekkur þar til öll orka er búin.“ Erla horfir á hann spyrjandi. „En ekki þú?“ „Nei, ég drekk mig bara mjúkan. „ÞEIR NÁÐU AÐ BEYGJA OKKUR ÖLL“ Erla Bolladóttir hefur gert upp við for- tíðina en Sævar Cieselski berst enn fyrir því að mannorð hans verði hreinsað. Erla og Sævar voru aðeins átta ára þegar þau hittust fyrst en kynntust af alvöru skömmu áður en þau voru handtekin vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Á tíma- bili borðuðu þau nautasteik í hvert mál og áttu vasafylli af seðlum. Síðar seig á ógæfuhliðina og eftir fangavistina fóru þau hvort í sína áttina. Þau settust niður með Erlu Hlyns- dóttur og rifjuðu upp gamla tíma. Sátt erla bolladóttir og sævar Ciesielski réðu illa við samskipti hvort við annað eftir að þau losnuðu úr fangelsi. Þau geta nú rætt guðmundar- og geirfinnsmálin opinskátt. Myndir róBErt rEyniSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.