Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Qupperneq 14
föstudagur 21. nóvember 200814 Fréttir glíma enn við glitni Senn líður að skuldadögum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, gagnvart aðalviðskiptabanka sínum Glitni. Félagið skuldar bankanum um þrjá milljarða króna sem Glitnir hefur heimild til að gjaldfella. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Árvakurs, berst nú fyrir því að halda í fjölmiðlaveldið. „Það er ekkert að gerast í þessu máli í dag eða á morgun. Það var gengið þannig frá málum að það er ekkert sem gerist í þessari viku sem breyt- ir hlutum úr þeirri stöðu sem var þegar DV greindi frá málinu,“ seg- ir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar aðaleig- anda útgáfufélagsins Árvakurs. DV greindi frá því 12. nóvember síð- astliðinn að skuldastaða félagsins við aðalviðskiptabanka sinn, Glitni, væri afar slæm. Glitnir í lykilstöðu Eins og DV greindi frá þann 12. nóv- ember síðastliðinn reynir Glitnir nú að ná völdum í Árvakri, útgáfufé- lagi Morgunblaðsins en þeir vilja að hluta af skuldum fyrirtækisins við bankann verði breytt í hlutabréf. Eftir því sem DV kemst næst nam tap fyrirtækisins rúmlega hundrað milljónum króna. Samkvæmt heim- ildum DV skuldar Árvakur um fjóra milljarða króna. Þar af er um þriggja milljarða króna skuld við Glitni sem hefur heimild til að gjaldfella lán- ið. Bankinn er með krossveð í reks- rinum þannig að bankinn getur yfirtekið það sem er í rekstrinum, prentsmiðjuna, nafnið, vefinn Mbl. is og annað. Björgólfur Guðmunds- son og aðrir eigendur lögðu allt að hálfan milljarð króna í félagið fyrr á árinu til að styrkja rekstur þess en það virðist ekki hafa skilað tilætluð- um árangri. Eru að gæta hagsmuna sinna „Þeir eru með kröfur og eru að gæta sinna hagsmuna, þarna eru viss tímamörk og frestir sem þarf að uppfylla. Annars tel ég ekkert nýtt að frétta af þessu máli.“ segir Ásgeir um hugsanlega gjaldfellingu Glitn- is á skuldum Árvakurs. Stjórnend- ur og eigendur Árvakurs berjast nú fyrir því að halda fyrirtækinu áfram í sinni eigu án aðkomu bankans. Skuldadagar framundan Samkvæmt heimildum DV hafa engar frekari aðgerðir né viðræður átt sér stað milli Árvakurs og Glitn- is frá því DV greindi fyrst frá stöðu mála. Þó eru skuldadagar fram undan hjá fyrirtækinu sem á næst- unni mun skýrast hvort menn þar á bæ nái að uppfylla. Sömu heimildir DV herma að staða Fréttablaðsins sé álíka slæm þar sem skuldir nema á þriðja milljarði króna. Fullyrðir heimildarmaður DV að bankarnir sjái nú raunsætt fram á það að þessi félög nái ekki að standa undir þeim skuldum sem á þeim hvíla. Óvissa er um hvort af samningum verði í tengslum við samruna Fréttablaðs- ins við Árvakur, tveggja mjög skuld- settra fyrirtækja. SiGurður MikaEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Þeir eru með kröfur og eru að gæta sinna hagsmuna, þarna eru viss tímamörk og frest- ir sem þarf að upp- fylla“ Berst fyrir eignarhaldinu björgólfur guðmundsson, aðaleiganda Árvakurs, berst nú við ríkisbankann um hluti sína í fjölmiðlaveldinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.