Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 15
föstudagur 21. nóvember 2008 15Helgarblað
Geir Hilmar Haarde var fyrst kjörinn á
þing fyrir rúmum tveimur áratugum,
árið 1987, sama ár og Guðni Ágústs-
son sem sagði skyndilega af sér þing-
mennsku á dögunum. Það var svo
ellefu árum síðar sem Geir varð fjár-
málaráðherra, eða árið 1998. „Ég sat
með honum í boði þegar hann fékk
tilkynningu um að hann yrði ráð-
herra, og ég man það að hann hopp-
aði í loft upp.“ Svona lýsir fyrrverandi
þingmaður sem starfaði mikið með
Geir viðbrögðum hans þegar hon-
um var sagt að hann yrði fjármála-
ráðherra. „Það var auðvitað stór við-
burður í hans lífi.“ Í kjölfarið hélt Geir
stærðarinnar veislu í KR-heimilinu
þar sem vinir og velunnarar mættu og
fögnuðu með honum.
Geir og flokkseigendafélagið
Geir tók við formannsembætti Sjálf-
stæðisflokksins árið 2005. Þá var
„flokkseigendafélagið“ svokallaða í
Sjálfstæðisflokknum, hinn pólitíski
armur Kolkrabbans, komið að fótum
fram, ekki síst vegna aukins frjáls-
ræðis í viðskiptum og á fjármála-
markaði, og vegna nýríkra útherja.
Geir er í veigamiklum skilningi fyrsti
formaður Sjálfstæðisflokksins sem
ekki gengur sérstaklega erinda gamla
flokkseigendafélagsins og sem ekki
þarf sérstaka blessun frá flokkseig-
endafélaginu og Morgunblaðinu.
Ýmsir í hinum frjálslyndari armi
flokksins sem töldu sig eiga harma
að hefna gagnvart gömlu flokkseig-
endaklíkunni, sáu því fram á nýja og
umburðarlyndari tíma í Sjálfstæðis-
flokknum - ekki síst eftir að Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson varð skömmu síð-
ar afgerandi sigurvegari í prófkjöri
sjálfstæðismanna til borgarstjórnar
haustið 2005.
Aðför borgarfulltrúa sjálfstæð-
ismanna að Vilhjálmi vegna REI-
málsins, og hrakfarir borgarstjórn-
arflokksins í kjölfarið, veiktu því í
vissum skilningi ímynd formannsins
sem leiðtoga grasrótar flokksins og
aukins umburðarlyndis.
Tímamót þegar Geir tók við
Þegar Geir var kjörinn formaður
Sjálfstæðisflokksins markaði það
einnig ákveðin tímamót í þeirri sögu
flokksins sem lýtur að formönnum
hans. Geir er fyrsti formaður Sjálf-
stæðisflokksins í mjög langan tíma
sem ekki er lögfræðingur að mennt
heldur lærður í hagfræði og alþjóða-
stjórnmálum, fögum sem ættu að
nýtast honum vel í hinum krappa
dansi líðandi stundar. Hann lauk BA-
prófi í hagfræði við Brandeis Uni-
versity í Waltham í Massachusetts í
Bandaríkjunum 1973, MA-prófi í al-
þjóðastjórnmálum við Johns Hopk-
ins University, School of Advanced
International Studies í Washington
DC í Bandaríkjunum 1975 og MA-
prófi í þjóðhagfræði við University
of Minnesota í Minneapolis í Banda-
ríkjunum 1977.
Davíð Oddsson, Þorsteinn Páls-
son, Geir Hallgrímsson, Jóhann Haf-
stein, Bjarni Benediktsson og Ólaf-
ur Thors voru allir löglærðir þó Geir
Hallgrímsson hafi reyndar einnig
lokið hagfræðiprófi við Harvard og
Ólafur hafi aldrei lokið prófum í lög-
fræði. Það er því einungis fyrsti for-
maður Sjálfstæðisflokksins, Jón Þor-
láksson verkfræðingur, sem á það
sameiginleg með núverandi for-
manni flokksins að hafa ekki komið
nálægt laganámi.
Geir og frjálshyggjan
Geir er eindreginn frjálshyggju-
maður en þó miklu fremur í klass-
ískum skilningi orðsins, fremur en í
skilningi nýfrjálshyggju. Hann hef-
ur aldrei látið draga sig í þann dilk
sem andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins kalla „öfga nýfrjálshyggjunnar“.
Hann myndi líklega ekki taka undir
réttlætiskenningu Roberts Nozick,
né kokgleypa allar frjálshyggjukenn-
ingar Hayeks og Friedmanns.
Þegar Geir tók við formennsku
SUS af Jóni Magnússyni (nú þing-
flokksformanni Frjálslyndra), sem
studdi Geir til embættisins á þingi
sambandsins á Ísafirði 1981, varð
hann fyrsti sjálfkjörni formaðurinn
í SUS í langan tíma. Hannes Hólm-
steinn Gissurarson taldi sig vera þar
kominn með traustan frjálshyggju-
mann og samstarfsmann í formanns-
stólinn. En Hannes komst fljótt að
því að Geir lét ekki að stjórn, hvorki
gagnvart Hannesi né Milton Fri-
edmann. Sjálfstæði Geirs gagnvart
Hannesi kostaði nær vinslit þeirra
og Hannes varð að sætta sig þá stað-
reynd að Geir lætur ekki segja sér fyr-
ir verkum.
Pólitískur skákstíll
Davíðs og Geirs
Viðmælendur DV eru sammála
um það að helstu kostir Geirs sem
stjórnmálamanns séru pólitískt
raunsæi, góð hagfræðimenntun, yf-
irvegun og æðruleysi. Geir og Davíð
Oddsson seðlabankastjóri eru báð-
ir miklir áhugamenn um skák. Dav-
íð er góður skákmaður en Geir er af-
burða skákmaður og leikur sér að því
að tefla blindskák við sterka skák-
menn. Hinn pólitíski skákstíll Dav-
íðs er fórnar-, sóknar- og fléttustíll í
anda Friðriks Ólafssonar og Aljekíns,
enda hefur hann hrist fram úr erm-
inni ógleymanlegar, pólitískar skák-
fléttur sem komið hafa allri þjóðinni
á óvart.
Geir hefur hins vegar hinn mun
þyngri pólitíska skákstíl sem bygg-
ist á yfirveguðu stöðumati og leggur
ekki í óþarfa tvísýnu. Slíkir skákmenn
ná oft einu peði í enda byrjunarinn-
ar og sigra síðan skákina að lokum á
þessum litlu yfirburðum, með þraut-
seygju og þolinmæði að vopni. Pólit-
ískur skákstíll Geirs minnir því frem-
ur á yfirvegaðan og stundum þungan
skákstíl þeirra Margeirs Péturssonar
og Karpovs.
Tvígiftur Vesturbæingur
Geir heitir fullu nafni Geir Hilmar
Haarde og er fæddur í Reykjavík 8.
apríl 1951, sonur Önnu Steindórs-
dóttur Haarde, húsmóður í Reykja-
vík, og Tomas Haarde símafræðings,
fæddur í Rogalandi í Noregi. Tom-
as lést árið 1962 og Anna féll frá fyr-
jón bjarki maGnússon oG
krisTján hrafn GuðmunDsson
blaðamenn skrifa: jonbjarki@dv.is og kristjanh@dv.is
NÆRMYND Geir haarde er afar
yfirvegaður maður og vel af
guði gerður. Viðmælendum
DV ber flestum saman um
það, þótt sumir hafi efasemdir
um að hann sé rétti maðurinn
til að leiða íslensku þjóðina í
gegnum það stormviðri sem
hún stendur nú frammi fyrir.
Húmorinn og glaðlyndið
hefur reynst honum vel í
gegnum tíðina. En rólyndið
og andvaraleysið getur komið
honum í koll, sem sagan
á kannski eftir að leiða í ljós
að hafi haft eitthvað með
það að gera hvernig
efnahagsástandið
er nú á Íslandi.
forsætisráðherra
brúnaþungur fjölmiðlar hafa
sótt hart að geir síðustu vikurnar.
mYnD rakel ósk
Blindskák
„Mér finnst hann ekkert
voðalega glaður í þessu
starfi, finnst honum
ekki líða vel. Og þá á ég
við allt frá því hann tók
við því í fyrra.“