Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 20
Svarthöfði er rómantísk sál sem hefur óbilandi trúa á ástinni og hefur aldrei hvikað frá því að ástin sé það eina sem við þurfum til þess að komast í gegnum þann táradal sem lífið annars er. Svart- höfða vöknaði því um augu þegar hann horfði á forseta sinn í sjónvarpinu, fyrir nokkrum árum, biðja þjóð sína um tilfinningalegt svigrúm til þess að fá að stilla strengi hjarta síns saman við hörpustrengi sálar hinnar glæsilegu Dorrit Moussaieff. Svarthöfða fannst ekkert sjálfsagðra en forsetinn fengi að eiga tilhugalíf sitt með þessari glæsi- legu huldukonu, sem sást æ oftar við hlið hans, í friði og gaf fúslega eftir þetta umbeðna svigrúm. Slíkt hið sama gerði meirihluti þjóðarinnar með glöðu geði. Þessi sama þjóð samgladdist síðar innilega þegar kærustu-parið á Bessastöðum opinber-aði trúlofun sína. Þau Ólafur og Dorrit höfðu greinilega notað svig- rúmið sem þjóðin gaf þeim vel og vart var hægt að hugsa sér ánægjulegri nið- urstöðu tilfinningalegra samanburð- artilrauna þeirra. Dorrit heillaði ekki aðeins forseta vorn heldur sauðsvart- an almúgann líka sem sá ekki sólina fyrir þessari glaðlegu og fögru konu sem kom eins og óvæntur sólargeisli inn í líf forsetans á myrkustu stundum ævi hans. Gifting er eðlilegt framhald trúlofunar og við byrjuðum vongóð að telja niður í nánast konunglegt brúð- kaup á Bessastöðum. Eins og Svarthöfði gladdist innilega þegar hann frétti að forseti hans hefði fundið ástina öðru sinni grömdust honum nýj- ar fréttir af því að skratta- kollurinn Davíð Odds- son skuli hafa reynt að ómerkja hjónaband Dor- ritar og Ólafs með laga- flækjum. Áður en Ólafur þagnaði og gerðist hinn mildi hirðir þjóðar sinnar var gantast með að hann mætti ekkert aumt sjá. Án þess að sparka í það. Og nú hefur Guð- jón Friðriksson, sagnfræðingur þjóðarinnar, fært sönnur fyrir því í bók um lífshlaup forsetans að Davíð hafi þessa sömu tilhneigingu og hans forna fjanda Ólafi Ragn- ari var löngum eignuð. Allar góðar sögur verða að hafa í það minnsta einn skúrk sem haldinn er skítlegu eðli. Þeir eru jafnan hreyfiafl hverrar sögu. Hrinda atburðarás af stað, keyra hana áfram og halda athygli lesand- ans. Um þetta höfum við ótal dæmi allt frá Láka jarðálfi til J.R. Ewing. Allar góðar ástarsögur þurfa líka á skúrkum að halda eins og Shakespeare var svo meðvitaður um í Rómeó og Júlíu. Þar reyndu að vísu heilar hersingar tveggja ættbálka að stía kærustupari allra tíma í sundur. Rómeó og Júlía fengu því ekki notist nema eitt augnablik áður en vél- ar fólanna urðu til þess að þau samein- uðust í eilífðinni. Sem betur fer er svo mikill vindur úr Davíð að hann hefur ekki sama slagkraft og Montigú-arnir og Capúletarnir forðum og þess vegna blómstrar ástin enn á Bessastöðum vonandi hinum geðstirða fyrrverandi forsætisráðherra til mik- illar skapraunar. Seðlabankastjóran- um og skósveinum hans gengur betur að drepa gjald- miðla og efnahag en ástina sem er vita- skuld æðri öllu verald- legu brölti. Þar sem Davíð mistókst svo hrapallega að bregða fæti fyrir Ólaf Ragnar á vegi ástarinnar sér Svarthöfði enga ástæðu til þess að erfa þetta ráðabrugg við hann enda er syndaregistrið svo langt að af nógu öðru er að taka. Svarthöfði hugsar eiginlega frekar með hlýhug til þessa ís- lenska Tybalts sem lagði sitt af mörkum til þess að gera fallega ástarsögu enn dramatískari, fallegri og eftirminnilegri. Mikið hlýtur samt þeim manni að líða illa á sálinni sem getur ekki unað göml-um andstæðingi að njóta ástar og hlýju fallegrar konu. Þó ber í þessu tilfelli að hafa í huga að skúrkur- inn hefur ekki fengið mikið tilfinninga- legt svigrúm til þess að rækta ástar- samband sitt við íslensku krónuna. Gremjan er því að vissu leyti skiljanleg en mikið ósköp yrði það samt þjóðinni allri til mikilla heilla ef ást Davíðs á krónunni fengi að kólna og deyja út hið fyrsta. föstudagur 21. nóvember 200820 Umræða Ást í meinum svarthöfði spurningin „Ef þau stæðu ofan á tertunum jú,“ segir Örn Árnason,leikari og flugeldasali með meiru. örn á heilan gám af flugeldum frá því í fyrra sem hann ætlar að selja fyrir þessi áramót á svipuðu verði og í fyrra. er þetta nóg til þess að sprengja ríkisstjórnina? sandkorn n Bók Guðjóns Friðriksson- ar um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, er stríðsyf- irlýsing við Davíð Oddsson seðlabankastjóra sem reyndi, samkvæmt bókinni, að bregða fæti fyrir hjónaband forsetans og Dorrit Moussai- eff. Víst er að Guðjón er þar með kominn í ónáð seðla- bankastjórans. Hermt er að það hafi verið sameiginlegt átak föllnu bankanna að greiða höf- undarlaun til Guðjóns vegna bókarinnar og kannski eins gott að þær greiðslur höfðu allar farið fram að fullu þegar þeir hrundu. n Greiðslustöðvun bresk-ís- lenska knattspyrnuliðsins West Ham er mörgum áhyggju- efni en sýnt er að félagið sé á leiðinni úr eigu Íslendinga. Fjölmargir hafa notið gest- risni aðaleigandans, Björgólfs Guðmundssonar, og sperrt stél í heiðursstúku félagsins. Þeirra á meðal er knattspyrnu- áhugamaðurinn og sjónvarps- maðurinn Egill Helgason sem að vísu segist hafa verið þar í boði Ásgeirs Friðgeirssonar, spunameistara Björgólfanna. En nú er þessum tíma í glæsilífi Íslendinga líklega að ljúka og þeir verða að njóta sparkleiks- ins í almenningnum, innan um breskar bullur. n Jón Sigurðsson, helsti ábyrgðarmaður Fjármála- eftirlitsins og varaformaður stjórnar Seðlabankans, þykir ekki hafa farið vel út úr viðtali við Kastljós- ið þar sem hann gegn- umsneytt hafði ekkert um hitt og annað að segja. Taldi hann ábyrgð hrunsins enga vera hjá stofnunum sín- um. Svo er að sjá sem Jón sé lagstur í vörn með Davíð Odds- syni seðlabankastjóra og vilji firra eftirlitsstofnun sína allri ábyrgð. Margir höfðu horft til Jóns sem mannsins sem gæti reist bankakerfið úr öskunni og tekið við stjórn Seðlabankans. Væntanlega hefur farið um þá hrollur við varnarræðuna. n Týndi þingmaðurinn, Kjart- an Magnússon, þótti reisa sér nokkurn hurðarás um öxl þeg- ar hann réð umboðsmann Ís- lands, Einar Bárðarson, til að vera aðstoðarmaður hans. Víst er að þingmaðurinn stendur í skugga eigin aðstoðarmanns sem er elskaður og dáður af fjölda samlanda sinna. Raddir eru uppi um það í suðvestur- kjördæmi að Einar yrði mikill liðsauki fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á þingi. Sjálfur er hann ekki fráhverfur slíku og mun hafa tekið vel í að slást við þingmann sinn í næsta próf- kjöri. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Sjóvið hlýtur að vera gott þegar aðalpersónan fær krakka til þess að gráta áður en sýningin byrjar.“ n Emilu Campell, blaðamaður Baltimore Examiner, um Stefán Karl sem Trölla í sýningunni Þegar Trölli stal jólunum. - DV. „Þess vegna held ég að það margborgi sig að gera jólainn- kaupin snemma í ár.“ n Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um að vörur eigi eftir að hækka enn meira fyrir jól. - DV. „Hann stal senunni þessi krakki.“ n Ingvar „Ringó“ Jóel, gjaldkeri kraflyftingafé- lagsins Metals um hinn 22 ára Palla „fermetra“ sem lyfti yfir tonni á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum. Hann hlaut viðurnefnið Tonnatakið í leiðinni. - Fréttablaðið. „Mér skilst að í bókinni sé birt kópía af bréfi sem er mjög sérstakt.“ n Sigurður G. Guðjónsson lögmaður um bréf í bók Guðjóns Friðrikssonar um forseta Íslands. Þar sem Davíð Oddsson, sem sat þá sem forsætis- ráðherra, gerði athugasemdir við hjónaband forsetans og Dorritar Moussaieff. - Stöð 2. „Að það markmið náist með því að kasta eggjum í ráðherrabíl, finnst mér ólíklegt.“ n Björn Bjarnason sem sakar samtökin Nýja tíma, sem vilja þjóðstjórn, um að hafa grýtt ráðherrabíl hans með eggjum. Samtökin neita sök. - DV. Andlýðræðisflokkurinn Leiðari Framsóknarflokkurinn er andvígur þingræðinu. Það sannaðist enn og aft-ur þegar Siv Friðleifsdóttur framsókn- arkonu misbauð að Helgi Hjörvar samfylk- ingarmaður skyldi færa fram gagnrýni á Geir Haarde sjálfstæðismann fyrir að hreinsa ekki burt yfirstjórn Seðlabankans. Siv hrein- lega vorkenndi Geir fyrir að lenda í gagnrýni frá þingmanni í samstarfsflokki og henni blöskraði svo að hún hafði ekki lyst á að tjá sig meira um málið. Það stendur hins vegar skrifað í stjórnar- skrá lýðveldisins að þingmenn eigi að fylgja eigin sannfæringu. Flestir vita að það er þingræði á Íslandi, sem byggist á því að al- þingismenn skiptast á skoðunum, ekki bara skoðunum flokks síns, heldur eigin skoð- unum. Þingmenn mega vera ósammála því sem ríkisstjórnin ákveður, enda væri þing- ið annars fullkomlega óþarft. Framsóknar- menn tala ítrekað gegn þessari grundvallar- stoð lýðræðisins. Þeir vilja að þingmenn líti á sig sem fótboltamenn og spili með eigin liði. Það er ekkert grín, því nákvæmlega sama líking kom frá Dagnýju Jónsdóttur, fyrrver- andi þingkonu Framsóknarflokksins, þegar flokkurinn seldi sig Davíð Oddssyni í skipt- um fyrir valdastöðu. Flokkurinn bráðnaði eins og smjör í höndum Davíðs, í þeim eina tilgangi að halda völdum. Siv er ekki ein á því innan flokksins að ein- hver helsti löstur flokka sé að þing- menn fylgi sannfæringu sinni opinberlega. Valgerður Sverris- dóttir, nú formaður, hefur áður gagnrýnt samfylkingarþingmenn fyrir að vera ekki fullkomlega sam- stiga Sjálfstæðisflokknum. Henni þótti agalegt fyrr á árinu að Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra skyldi reifa hugmyndir sínar um að farsælast væri að Ísland gengi í Evr- ópusambandið. Ekki vegna þess að hugmyndin væri slæm, heldur vegna þess að hún var ekki í sam- ræmi við skoðanir Sjálfstæðis- flokksins. Eðlilegast væri nú að fram- sóknarmenn fögnuðu því að þingmenn Samfylkingarinnar væru sammála þeim í tilteknum málum, því allt snýst þetta um að fá sannfæringu sinni framgengt, en svo er ekki. Þeir nánast fyllast andstyggð yfir fólki sem fylgir stjórnarskrárbundinni sannfær- ingu sinni. Þjóðin er í vondum málum með slíka stjórnarandstöðu. Meira að segja í Bandaríkjunum er lýðræðið heil- brigðara. Þar er þingmönnum ekki til hnjóðs að ganga gegn eigin flokki. Heilbrigð stjórnarandstaða hefði þvert á móti fagnað því að Helgi Hjörvar tæki upp sama málstað og hún. Framsóknarflokkurinn hefur ekki skánað við brotthvarf Guðna Ágústssonar og Bjarna Harð- arsonar. Flokkurinn er til óþurftar á Alþingi. Ef hann kemst hins vegar í ríkis- stjórn breytist það. Þá verður hann varasamur fyrir íslenskt lýðræði. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Þjóðin er í vondum málum með slíka stjórnarandstöðu. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.