Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 24
föstudagur 21. nóvemer 200824 Fókus
u m h e l g i n a
Ævar Örn Jósepsson rithöfundur hefur
stimplað sig inn í þjóðfélagið sem einn
fremsti glæpasagnahöfundur landsins.
Hann er í heildina nokkuð ánægður
með þáttaröðina Svarta engla sem sýnd
var á RÚV og er byggð á tveimur af
bókum hans. Hann segir þó að persónur
þáttanna hafi ekki verið þær sem hann
skrifaði. Ævar lauk nýverið skrifum á
tveimur nýjum bókum, skáld-
sögu annars vegar og ævi-
sögu Harðar Torfasonar
hins vegar.
Pönkari
með prestsdrauma
Ekki mínar
persónur
Opið hús og basar
Á morgun, laugardag milli klukkan eitt og fjögur verður hægt að gæða
sér á gómsætum rjómavöfflum og heitu súkkulaði á vægu verði á opnu
húsi dagvistar og endurhæfingar Ms-félagsins. dagvistin er til húsa á
sléttuvegi 5. einnig verður hægt að festa kaup á fallegum vörum sem
unnar eru á dagvistinni.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá
verkið Scarta í höndum Stúdenta-
leikhússins en síðustu sýningar eru
í kvöld, föstudagskvöld, og á morg-
un, laugardagskvöld. „Scarta þýð-
ir í rauninni Scandinavian Amat-
eur Art Contest og er bæði skrítin
og skemmtileg sýning. Við notumst
ekki við hefðbundið leikhúsform
en í sýningunni veltum við því fyr-
ir okkur hvernig hægt sé að keppa
í listum,“ segir Katrín Halldóra Sig-
urðardóttir sem fer með hlutverk
eins keppandans í verkinu.
„Það kemur margt á óvart í sýn-
ingunni og við viljum ekki eyði-
leggja fyrir áhorfandanum með
því að gefa of mikið upp.“ Leikstjóri
verksins er Víkingur Kristjánsson
og um búninga og leikmynd sér Eva
Signý Berger. „Þau tvö saman eru
algjörir snillingar og þetta er búið
að vera alveg rosalega skemmtilegt.
Senurnar hafa allar verið unnar
upp úr spuna og við bjuggum sýn-
inguna til með Víkingi. Við höfum
fengið frábærar viðtökur og á mið-
vikudagskvöldið sýndum við fyr-
ir troðfullu húsi svo við ákváðum
að bæta inn þessari aukasýningu í
kvöld,“ segir Katrín.
Sýningarnar fara fram í kjall-
ara Norræna hússins og er hægt að
nálgast miða í síma 867-8640. Miða-
verð fyrir nema er þúsund krónur en
annars fimmtán hundruð krónur.
krista@dv.is
Síðustu sýningar á verki Stúdentaleikhússins, Scarta:
skrítin og skemmtileg sýning
steinar í djúp-
inu frumsýnt
Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir í
kvöld, föstudagskvöld verkið Steinar
í djúpinu. Hér er ekki um að ræða
leikgerð á einu tilteknu verki eftir
rithöfundinn Steinar Sigurjónsson,
heldur sjálfstætt leikhúsverk sem
sækir innblástur í allt hans höfunda-
verk og að hluta til í ævi hans og
örlög. En þess má geta að heildar-
safn verka Steinars kom út fyrr á
árinu. Rúnar Guðbrandsson sér um
leikstjórn verksins og meðal leikara
eru Árni Pétur Guðjónsson, Ólafur
Darri Ólafsson, Birna Hafstein og
Björn Ingi Hilmarsson. Miðasala fer
fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu og á
midi.is.
sýningaOpnun
Og upplestur
Á sunnudaginn milli klukkan
eitt og fjögur verður mikið um
að vera í Menningarmiðstöðinni
í Gerðubergi. Um þrjátíu konur
kynna bækur sínar með ýmsum
hætti á þremur stöðum í húsinu.
Háskólanemar hafa umsjón með
„Kellíngunni á kassanum“ þar
sem höfundar koma og lesa upp
úr glænýjum bókum og ýmislegt
fleira spennandi verður á dag-
skrá. Klukkan tvö verða opnaðar
sýningarnar Ungblind þar sem
Björn Sigurjónsson sýnir myndir
af blindum ungmennum og Utan-
garðsmálverk Halldóru Helgadótt-
ur af jurtum sem vaxa utangarðs.
Ævar Örn Jósepsson einn fremsti
spennusagnahöfundur landins er að gefa
frá sér tvær nýjar bækur, skáldsögu og
ævisögu Harðar torfasonar þar sem lesend-
ur fá að kynnast honum enn betur.
Keppendurnir í Scandinavian Amateur Art
Contest sýning stúdentaleikhússins í þetta
skiptið kemur áhorfandanum á óvart.