Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 25
föstudagur 21. nóvemer 2008 25Fókus
Hvað er að
GERAST?
föstudagur
n Kreppurapp á Prikinu
Kreppa tær og rétta. Það verður sannköll-
uð hip-hop-veisla á Prikinu í kvöld þegar
helstu rímnaskáld Íslands koma saman.
diddi fel, Intro Beats og fleiri munu
skemmta almúganum á þessum svörtu
tímum. frítt áfengi í boði. tuttugu ára
aldurstakmark. fjörið byrjar klukkan 21. Á
miðnætti tekur síðan dj danni deluxxx við.
n Stórtónleikar á NASA
fyrir aðeins 1.500 krónur færðu þrjár af
vinsælustu hljómsveitum landsins beint í
æð. Hjaltalín, sprengjuhöllin og motion
Boys hafa tekið sig saman og ætla að
skemmta Íslendingum þetta föstudags-
kvöldið. tónleikarnir fara fram á nasa.
Húsið opnað klukkan 23 og er 20 ára
aldurstakmark.
n Dalton og Herbert á Players
sveitaballastemning verður í algleymingi á
Players þetta kvöldið. félagarnir í dalton
munu tæta allt og trylla, en goðsögnin
sjálf, Herbert guðmundsson, mun einnig
stíga á svið og taka nokkra slagara. farið í
þægilega skó því nú verður dansað. Ballið
byrjar klukkan 22.
n Sexual Chocolate á Q-bar
Plötusnúðadúettinn sexual Chocolate er
þekktur fyrir tryllta stemningu. ef þú fílar
80s, diskó og house-tónlist er skyldumæt-
ing á Q-bar í kvöld. súkkulaðiplötusnúð-
arnir kunna að skapa frábæra stemningu.
Æsingurinn hefst á miðnætti.
n Geirmundur Valtýsson á Kringlu-
kránni
Það verður heldur betur stuð á Kringlu-
kránni í kvöld þegar geirmundur sjálfur
valtýsson stígur á svið. enginn verður
svikinn þetta kvöldið. Það er alveg á
hreinu. Ballið byrjar klukkan 23.
laugardagur
n Barátta í Vetrargarðinum
milli klukkan fjögur og sex í dag fara fram
tónleikar undir yfirskriftinni Baráttukveðjur
í vetrargarðinum í smáralind. Á tónleikun-
um koma fram hljómsveitirnar agent
fresco, mammút, Ká eff Bjé ásamt matta,
Ástþór óðinn, dark Harvest, vítamín,
stjörnuryk, anna Hlín og Heiður.
tónleikarnir eru í samstarfi við Krabba-
meinsfélagið og gefa allir vinnu sína á
tónleikunum. frítt inn fyrir alla fjölskyld-
una.
n Stuðmenn í Keflavík
stuðmenn með Jónsa og Hara systur í
fararbroddi ætla að spila á duus húsum í
reykjanesbæ í kvöld en sveitin hefur ekki
rekið upp herópið þar í yfir tvö ár. Þetta
verða jafnframt fyrstu tónleikar stuð-
manna á ferð þeirra um landið. eyþór
gunnarsson, slagverks- og hljómborðsleik-
ari, og ómar guðjónsson gítarleikari ætla
að leggja sveitinni lið á tónleikunum.
n Skímó á Nasa
Íslensku poppgoðsagnirnar í skítamóral
ætla að slá upp heljarinnar dansiballi á
nasa í kvöld. Það ætti enginn unnandi
íslenskrar popptónlistar að láta þennan
rosalega dansleik framhjá sér fara. Húsið
opnað á miðnætti og er aldurstakmark
tuttugu ár.
n Veðurguðirnir á Players
Ingó og veðurguðirnir ætla að halda uppi
stuðinu á Players í kvöld eins og þeim
einum er lagið. ef það er eitthvað sem fær
þig til að gleyma kreppu og snjókomu er
það hið hrikalega hressa lag Á Bahama.
Það er líka um að gera að fara í allir dansa
kónga þegar þið heyrið þetta lag í kvöld.
n Handboltarokk á Rosenberg
Handboltakempan og tónlistarmaðurinn
B. sig ætlar að halda tónleika á rosenberg
á Klapparstíg í kvöld en hann hefur heldur
betur slegið í gegn á undanförnum árum.
Á dögunum kom út platan good morning
mr. evening með B. sig við góðar viðtökur.
ÉG – ef miG SKylDi KAllA
eftiR ÞRáiN BeRtelSSoN
merkileg bók um
svall og
svartnætti, en
með heiðríkju
yfir.
m
æ
li
r
m
eð
...
AmtmAðuRiNN
á eiNBúASetRiNu
eftiR KRiStmuND
BjARNASoN
gagnrýnandi dv verður
undrandi ef betri
ævisaga kemur út á þessu ári.
eRlA, GóðA
eRlA eftiR eRlu
BollADóttuR
nauðsynleg lesning
öllum þeim sem
vilja læra af lífinu.
myNDiN PASSeNGeRS
Kemur
allverulega
á óvart. m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
Vel GeRðuR
eiNleiKuR.
Leiksýningin 21
manns saknað í
saltfisksetrinu í
grindavík
tRAitoR
ansi tæpt að
traitor eigi
erindi í
kvikmynda-
hús.
Ævar Örn jósepsson rithöfundur hefur
stimplað sig inn í þjóðfélagið sem einn
fremsti glæpasagnahöfundur landsins.
Hann er í heildina nokkuð ánægður
með þáttaröðina Svarta engla sem sýnd
var á RÚV og er byggð á tveimur af
bókum hans. Hann segir þó að persónur
þáttanna hafi ekki verið þær sem hann
skrifaði. Ævar lauk nýverið skrifum á
tveimur nýjum bókum, skáld-
sögu annars vegar og ævi-
sögu Harðar torfasonar
hins vegar.
„Í heildina er ég ánægður með þetta
og ætla ekki að vera æsa mig yfir
þessu litla sem ég hefði viljað hafa
öðruvísi,“ segir Ævar Örn Jóseps-
son rithöfundur en hann er höfund-
ur bókanna sem spennuþáttaröð-
in Svartir englar í Ríkissjónvarpinu
er byggð á og sýndir voru nýlega.
Bækur Ævars, Skítadjobb og Svartir
englar, hafa hlotið lofsamlega dóma
og var önnur bókanna meðal annars
tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu
glæpasagnaverðlaunanna. Þættirn-
ir, sex talsins, voru sýndir nýlega í
sjónvarpinu við ekki síðri undirtekt-
ir og fengu sögulegt áhorf. Allt undir
60% áhorf þegar mest mældist. Ævar
fylgdist sjálfur spenntur með þáttun-
um á hverju sunnudagskvöldi og því
hvernig handritshöfundar yfirfærðu
verk hans úr bókriti í sjónvarpsþátt.
„Ég er ánægður með sumt en minna
með annað,“ segir Ævar. „Svo vissi
ég nú hvernig þetta mundi enda,“
segir Ævar og hlær.
Sagði sig frá handritaskrifum
Ævar tók ekki þátt í handritaskrif-
unum nema að litlu leyti enda get-
ur það orðið erfitt þar sem höfund-
ur verks er miklu tengdari því en sá
sem skrifar handrit upp úr því. „Ég
var með til að byrja með en sagði
mig svo frá þessu. Það borgaði sig
bara þannig. Það kom sá punktur
upp í ferlinu að ég hugsaði að betra
væri að láta þetta alfarið í þeirra
hendur og hætta að skipta mér af
þessu,“ segir hann.
„Að sjá persónur og aðstæður,
sem maður hefur sjálfur búið til eft-
ir eigin höfði, komnar í sjónvarps-
þátt og skrifaðar af öðrum getur
orðið skrýtið.“ Aðspurður hvort eitt-
hvað hafi komið honum á óvart seg-
ist hann alveg hafa búist við að eitt-
hvað yrði öðruvísi og annað væri í
raun óhjákvæmilegt. Það sem hon-
um fannst komast hvað síst til skila
voru persónurnar sjálfar í þáttun-
um. „Mér fannst persónurnar sem
ég skrifaði ekki vera þarna á skján-
um. Þetta voru ágætis persónur en
ekki þær sem ég skrifaði. Það var
kannski það eina sem ég staldraði
virkilega við,“ segir Ævar. „En það
er ekkert að marka hvað mér finnst.
Sjónvarp er annar miðill og það
sem truflar mig truflar endilega ekki
aðra,“ segir hann en getur vel hugs-
að sér að skrifa handrit fyrir sjón-
varp í framtíðinni.
Sjónvarpið hefur tryggt sér rétt-
inn að fjórðu bók Ævars en lítið er
vitað um þá framleiðslu. Hann hef-
ur ekki heyrt neitt um að eitthvað
sé að gerast og telur hann líklegt að
það verk muni bíða betri tíma.
Reynt að drepa Hörð torfa
Hörður Torfason hefur verið áber-
andi í fjölmiðlum að undanförnu og
þá helst fyrir mótmælin gegn ríkis-
stjórninni. Ævar hefur nýlokið við
að skrifa ævisögu hans. Af hverju
Hörður Torfason en ekki einhver
annar skýrir Ævar með fjölskyldu-
tengslum. „Við Hörður erum ná-
frændur og höfum því þekkst í ára-
tugi. Ég þekki hann og hans sögu og
hann þekkir mig svo það er ósköp
eðlilegt að ég geri söguna frekar en
einhver annar,“ segir Ævar.
Ævisagan, sem nú er tilbúin, hef-
ur verið í vinnslu í rúmlega tvö ár.
„Þetta var eldgömul hugmynd sem
ég bar undir hann fyrir tíu árum
fyrst. Honum fannst hann vera of
ungur þá. Það voru útgefendur sem
höfðu áhuga og töluðu við okkur en
hann vildi það ekki á þeim tíma.“
Það var svo fyrir tæpum þremur
árum, þegar annar útgefandi bank-
aði upp á, að Hörður var til og hafði
þá samband við Ævar. „Ég hafði
aldrei skrifað ævisögu né lesið mik-
ið af þeim sjálfur svo ég er forvitinn
að vita hvernig fólki líkar þessi út-
gáfa,“ segir hann og bætir við að það
hafi verið mun erfiðara en að skrifa
skáldsögu.
Þjóðin þekkir Hörð Torfa frá ýms-
um sviðum, en er eitthvað nýtt sem
kemur fram í bókinni og lesendur
þekkja ekki vel? „Bókin segir sögu
hans og það er farið ítarlega í hluti
sem margir vita nú þegar. Svo er eitt
og annað sem færri vita en hann seg-
ir til dæmis frá því í fyrsta sinn á op-
inberum vettvangi þegar reynt var
að drepa hann á sínum tíma. Það er
farið svolítið vel ofan í hvernig hon-
um leið og hvernig ástandið var eftir
viðtalið 1975 í Samúel þar sem hann
kom út úr skápnum. Einnig ástæð-
una fyrir því að hann flutti úr landi
og var í burtu í langan tíma,“ segir
Ævar. „Mér finnst sagan eiga fullt er-
indi í dag.“
les eingöngu krimma
Fyrsta skáldsaga Ævars, Skítadjobb,
kom út árið 2002 og fékk góða dóma.
Þegar Svartir englar kom svo út ári
seinna stimplaði Ævar sig inn sem
einn fremsti spennusagnahöfund-
ur landsins. Sú hugmynd að skrifa
glæpasögu hafði lengi blundað í
Ævari. „Ég hafði gengið með þá hug-
mynd í þessum stóra maga mínum
lengi og það var ekki fyrr en ég fór
bara að skrifa að ég fann að þetta var
það sem ég vildi,“ segir Ævar.
Ævar hefur sjálfur mestan áhuga
á krimmasögum og segist lítið annað
lesa. Það sem helst verður fyrir valinu
eru norrænar og breskar sögur. Hann
er minna fyrir ameríska þrillera og
segir vanta allt bitastætt í þá.
Efnið í bækur sínar sækir Ævar
í íslenskt samfélag. Hann sýnir það
skýrt og skilmerkilega að hann vill
hafa bækur sínar í takt við það sem
er að gerast í kringum okkur. Þegar
Ævar var langt kominn með nýjustu
bókina, Land tækifæranna, ákvað
hann að bæta hana og breyta eft-
ir að efnahagsástand landsins fór úr
skorðum. Sagan fjallar um nýríkan
íslenskan útrásarvíking sem lendir í
ógöngum og því tilvalið að nota að-
stæður landsins til að gera frásögn-
ina samtímalegri. „Sagan stendur al-
veg óbreytt þannig séð, fórnarlömbin
eru þau sömu og glæpamenn þeir
sömu en mér fannst ég ekki geta gert
annað en skrifa þessi ósköp að ein-
hverju leyti inn í hana.“
Vann í banka
Ævar hefur starfað víða í gegnum
árin en haldið sig mest við fjölmiðla.
Hann hefur verið í blaðamennsku,
ýmist sem lausapenni eða í föstu
starfi. Ævar hefur einnig unnið við
þýðingar, annast dagskrárgerð í út-
varpi og unnið í sjónvarpi en árið
1986 sá hann um þáttinn Poppkorn
ásamt Gísla Snæ Erlingssyni. Hann
hefur meira að segja unnið í banka.
„Það var nú bara í tvö ár um svipað
leyti og ég var í Poppkorni og það
var nú ekki framtíðarstarf. Ég sat
í gjaldkerastúkunni ásamt mörgu
góðu fólki. Við Dr. Gunni sátum
þarna hlið við hlið og höfðum gam-
an af. Það var margt gott fólk þarna
á sínum tíma og er enn þótt maður
geti ekki sagt að allir bankastarfs-
menn séu góðir. Þetta er orðið langt
síðan,“ segir Ævar.
Ævar á konu, tvær dætur og tvo
ketti. „Svo á ég einn aldraðan Land
Rover sem virkar enn,“ segir hann
stoltur. Spurður út í ástandið get-
ur hann ekki sagt neitt annað en að
það sé skelfilegt. „Það er bara ekkert
öðruvísi en það og maður veit ekkert
hvernig maður á að vera eða hvað
maður á að gera,“ segir hann og á
það eflaust við alla aðra í þjóðfélag-
inu. „Þetta er bara svo súrt.“
Báðar bækur Ævars koma út
núna fyrir jólin, annars vegar ævi-
sagan um Hörð Torfa og hins vegar
nýja skáldsagan hans, Land tæki-
færanna. Hvað næst kemur frá hon-
um er enn ekki vitað. „Ég hef ekki
hugmynd um hvað gerist á morgun,
það verður bara að koma í ljós.“
asdisbjorg@dv.is
Ekki mínar
persónur
Það getur verið ansi erfitt að finna
upp hjólið aftur og aftur í tölvu-
leikjaheiminum en sumum tekst
það – þó með misjöfnum árangri.
Mirror‘s Edge er gott dæmi um
það þegar vel tekst til að finna upp
hjólið aftur. Leikurinn gerist í stór-
borg þar sem yfirvöld fylgjast náið
með öllu sem gerist. Myndavélar á
hverju horni, búið að berja niður
alþýðuna og ekkert fer framhjá lag-
anna vörðum. Ekki ósvipað því sem
myndi gerast á Íslandi ef ákveðinn
maður væri einræðisherra, hóst.
Leikurinn er fyrstupersónuhas-
arleikur og fjallar um stelpuna Faith
sem hefur það að atvinnu að koma
skilaboðum á milli þeirra sem fíla
engan veginn þessa ofurhlerun yf-
irvaldsins. Þetta gerir Faith með því
að stökkva húsþaka á milli, klifra
upp veggi, renna sér undir hitarör
og þar fram eftir götunum. Ég vil
helst segja sem minnst um sjálf-
an söguþráðinn annað en að hann
kemur bara ágætlega út.
Spilunin er algjör snilld. Leik-
urinn gengur nefnilega ekki út á að
skjóta vondu gæjanna heldur ein-
faldlega að hlaupa frá þeim. Það er
kannski ekkert almennt talið „kúl“
að hlaupa frá slagsmálum (sá væg-
ir sem vitið hefur meira) en það er
hrópandi mótsögn við þennan leik.
Einu skiptin sem þú færð að skjóta
af byssu í leiknum er þegar þú af-
vopnar lögguna en þá getur þú að-
eins notað þær byssukúlur sem eft-
ir eru í klippunni – þú getur hvergi
náð í kúlnapakka eða eitthvað
slíkt. Leikurinn sem sagt byggist
á því að koma skilaboðum til skila
með öllum tiltækum ráðum. Það
gerir Faith með því til dæmis að
hlaupa upp vegg, stökkva af hon-
um og upp á brún þar sem hún
síðan lætur sig renna á reipi nið-
ur um nokkrar hæðir. Allar þessar
hreyfingar í einni bunu er það sem
gerir leikinn að því sem hann er –
frábær skemmtun. Þar af leiðandi
rennur spilunin ljúft ofan í mann
í bland við skemmtilega grafík
stórborgarinnar. Mirror‘s Edge er
sannkallaður tímamótaleikur og
eitthvað sem „alvöru“ nördar eins
og ég ættu ekki að láta fram hjá sér
fara.
Á ystu nöf!
Svartir englar Ævar er nokkuð ánægður
með gerð þáttanna þrátt fyrir að hann sjái
ekki sínar persónur koma fram.
tölvuleikir
Mirror‘s EdgE
tegund: fyrstu-persónu hasarleikur
Spilast á: X360, Ps3 og PC